„Þessi frábæra hugmynd hans Lalla lét mig bara aldrei í friði“

Lárus Haukur Jónsson hefur gengið með bók í maganum í mörg ár og loks hillir undir að hún komi út, með aðstoð vinar hans, Guðjóns Inga Eiríkssonar, og myndskreytt af Haraldi Péturssyni.

Guðjón og Lárus Haukur með eitt eintak af bókinni í fanginu.
Guðjón og Lárus Haukur með eitt eintak af bókinni í fanginu.
Auglýsing

Jóla­svein­arnir í Esj­unni eftir Lárus Hauk Jóns­son og Guð­jón Inga Eiríks­son er bók sem von­andi kemur út um næstu jól. Bókin byggir á ævin­týri sem Lárus Hauk­ur, Lalli, skap­aði í huga sér fyrir mörgum árum en Guð­jón Ingi Eiríks­son bætti við og færði í let­ur. Bókin er mynd­skreytt af lista­mann­inum Har­aldi Pét­urs­syni. Safnað er nú fyrir útgáf­unni á Karol­ina Fund.

Lárus hefur síð­ustu ára­tugi glímt við MS-­sjúk­dóminn, en hefur alltaf haldið áfram að gefa af sér og dreifa gleði, skrifa sögur og létta land­anum lund­ina. Hann var á sínum tíma mik­ill marka­hrókur í knatt­spyrnu og gat sér gott orð í Aft­ur­eld­ingu um ára­bil. Þá var hann einn af lyk­il­mönnum Leik­fé­lags Mos­fells­bæjar og hefur að auki margoft birst í auka­hlut­verkum í íslenskum kvik­mynd­um.

Auglýsing

Hvernig hófst þetta sam­starf?

„Lalli er búinn að ganga með þessa bók í mag­anum í mörg ár og sagði mér frá henni á sínum tíma, senni­lega um 1995 eða ´96. Ég aðstoð­aði hann síðan við að koma hug­mynd­inni á blað þar sem við erum búnir að þekkj­ast lengi og erum góðir vin­ir,“ segir Guð­jón. „Hann er örlítið fljót­ari en ég að vél­rita,“ bætir Lárus við og glott­ir.

Jólaveinarnir í Esjunni er myndskreytt af Haraldi Péturssyni.

Þess má geta að Lárus hafði ekki hug­mynd um að Guð­jón væri að bauka við þetta á síð­asta ári, enda voru þá fjöl­mörg ár síðan að þeir fóru í þetta ferða­lag saman í hug­an­um. „Þessi frá­bæra hug­mynd hans Lalla lét mig bara aldrei í friði og mér fannst að hún yrði að kom­ast á prent,“ segir Guð­jón. „Nú stefnir í það að hún verði að bók og ég veit að margir munu hafa gaman af.“

Vinir Lalla úr fót­bolt­anum með Aft­ur­eld­ingu, sem kalla sig Bossa-blossa, hitt­ast alltaf hjá Lalla í kringum jólin og þeir ákváðu um síð­ustu jól að aðstoða við að safna fyrir útgáf­unni. „Bossa­blossar er að sjálf­sögðu nútíma íslenska fyrir Aft­ur­eld­ing­u,“ útskýrir Guð­jón.

Um hvað fjallar bókin svo?

„Bókin fjallar um Lalla, sem er nýkom­inn úr erf­iðum fót­bolta­leik og nennir ómögu­lega að fara með for­eldrum sínum og systur á Esj­una að honum lokn­um. Svona eins og krakkar eru oft með for­eldrum sín­um. Hann var dauð­þreytt­ur, en argur og með sem­ingi fer hann samt með og þegar upp er staðið verður þetta ferð sem hann sér alls ekki eft­ir. Á Esj­unni kynn­ist hann m.a. jóla­svein­unum og kemst að því að einn þeirra hefur mik­inn áhuga á fót­bolta. Hver skyldi það ver­a?“

Hver sjáið þið fyrir ykkur að sé les­enda­hóp­ur­inn?

„Les­enda- og hlust­enda­hóp­ur­inn eru drengir og stúlkur á aldr­inum 4-12 ára. Bókin er um 90 síður í stóru broti og með letri sem hentar vel fyrir börn sem eru að byrja að lesa, svo er hún skemmti­lega mynd­skreytt af Har­aldi Pét­urs­syni. Hún höfðar til þeirra sem hafa gaman af fót­bolta, ævin­týrum og skemmti­legri atburða­rás. Ann­ars geta að sjálf­sögðu allir lesið bók­ina, þetta er skemmti­leg lesn­ing,“ segja þeir félag­ar, Lalli og Guð­jón.

Til að styrkja útgáfu þess­arar bókar og dreifa gleði og hug­mynda­heimi Lárusar Hauks er nú safnað fyrir útgáfu­kostn­aði á bók­inni JÓLA­SVEIN­ARNIR Í

ESJ­UNNI á Karol­ina Fund en bókin fer í prentun á næstu vik­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiFólk