„Þetta er alltaf mögnuð upplifun“

Sara Mansour er einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar í ár. Hún segir þörfina á göngunni mikla og hlakkar til að halda samstöðufundinn í raunheimum á nýjan leik.

Sara Mansour.
Sara Mansour.
Auglýsing

„Staðan er ein­fald­lega sú að við eigum afar lítið eftir í sjóðnum okk­ar,“ segir Sara Manso­ur, einn af skipu­leggj­endum Druslu­göng­unnar í ár. Safnað er fyrir und­ir­bún­ingi göng­unnar á Karol­ina Fund og til að bjóða upp á fræðslu­efni og leið­beina þolendum kyn­ferð­is­of­beldis um úrræði.

Er druslu­göngu­hug­mynd­inni var fyrst hrint í fram­kvæmd fyrir rúm­lega ára­tug feng­ust styrkir frá hinu opin­bera og öðrum aðil­um. Fljót­lega fór gangan þó að standa undir sér með sölu á varn­ingi en síð­ast­liðin tvö ár hefur eng­inn varn­ingur selst þar sem óhægt var að halda göng­una vegna sótt­varn­ar­tak­mark­ana. Eigi að síður féllu til ýmis útgjöld, til dæmis var gefið út druslu-­tölu­blað árið 2020 og árið 2021 og eins hafði þegar verið stofnað til ýmissa fjár­hags­legra skuld­bind­inga þegar ákveðið var að hætta við göng­una á sein­ustu mín­útu. „Hvort um sig hafði í för með sér að við áttum í nokkrum erf­ið­leikum með að standa í skilum og óvíst hvernig það tæk­ist í ár ef ekki væri fyrir söfn­un­ina,“ segir Sara.

Auglýsing

Það kom því aldrei annað til greina en að halda ein­hvers konar fjár­öflun til við­bótar við sölu á varn­ingi. Sara segir kostn­að­inn við að halda göng­una óneit­an­lega hafa auk­ist með árun­um, eftir því sem hún hefur orðið umfangs­meiri og fjöl­sótt­ari við­burð­ur. „Mér finnst mik­il­vægt að fólk átti sig á því að þótt öll sem eru í teym­inu ann­ist skipu­lagn­ing­una í frí­tím­anum sín­um, oft­ast undir miklu álagi, og að öll sem leggja hönd á plóg geri það í sjálf­boða­vinnu, til að mynda tón­list­ar­fólk, ljós­mynd­ar­ar, graf­ískir hönn­uðir og skemmti­staða­eig­end­ur, þá eru samt alls konar kostn­að­ar­liðir sem við komumst ekki hjá því að greiða fyrir og eru það oft­ast afar háar fjár­hæð­ir. Okkar von er að með því að safna pen­ingum fyr­ir­fram getum við efnt nauð­syn­legar samn­ings­skuld­bind­ingar og jafn­vel skilið eftir smá­vegis sjóð fyrir næstu stjórn­ir.“

Sara segir Karol­ina Fund þægi­legan miðil því þar sé bæði hægt að þiggja frjáls fram­lög en einnig að bjóða fólki að kaupa varn­ing. „Við erum með alls konar varn­ing í boði og síðan er líka hægt að kaupa þakk­ar­mynd­bönd frá teym­inu, sem er algengt í svona söfn­un­um.“

Eini gall­inn er sá að Karol­ina Fund tekur ein­ungis við kredit­korta­greiðslum og því minnir Sara fólk á að varn­ing­ur­inn verður til sölu eins og venju­lega í aðdrag­anda göng­unnar og þá er hægt að borga með hvers konar greiðslu­korti, sem og reiðufé og milli­færsl­um. „Þetta verður allt aug­lýst þegar þar að kem­ur, og ég mæli þess vegna með að áhuga­söm fylgist með Druslu­göng­unni á sam­fé­lags­miðl­um, Face­book og Instagram.“

Druslu­gangan fer fram laug­ar­dag­inn 23. Júlí. „Ég von­ast auð­vitað inni­lega til að sjá sem flest,“ segir Sara.

Lagt verður af stað frá Hall­gríms­kirkju kl. 14 og rölt niður á Aust­ur­völl, þar sem haldnar verða ræður og tón­list flutt til vald­efl­ingar og skemmt­unar fyrir við­stadda. „Þetta er alltaf mögnuð upp­lifun og ég held að eftir tveggja ára inni­lokun sé umgengnin við aðrar mann­eskjur sér­stak­lega dýr­mæt.“

Smelltu hér til að styrkja Druslu­göng­una

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFólk