Skorar á stjórnvöld að verja landbúnaðarkerfið fyrir byltingu „bankabænda"

Guðni Ágústsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins
Auglýsing

Guðni Ágústs­son, fyrrum for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, segir nokkra stóra kúa­bænd­ur, fyr­ir­tæki sem komin séu inn í mjólk­ur­fram­leiðslu og svo­kall­aðir „banka­bænd­ur“ vilji bylta íslenska land­bún­að­ar­kerf­inu, varpa greiðslu­marks­kerf­inu og gefa fram­leiðslu þess frjálsa. Guðni segir þá vilja verða stóra „stráka með stór bú og eiga enga vin­i.“ Vanda­mál dags­ins eru þau að hluti af for­ystu­sveit bænda skil­ur ekki að fjöl­skyldubú eru sér­staða Íslands og ef þeim verði fækkað muni það verða „bana­biti“ land­bún­að­ar­ins. Guðni skorar á Sig­urð Inga Jóhanns­son, ­sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, að koma strax á nýjum búvöru­samn­ing­um. Hann skorar einnig á rík­is­stjórn Íslands að „salta nýgerðan tolla­samn­ing“ um land­bún­að­ar­vörur við Evr­ópu­sam­band­ið, láta hann liggja eða „gera raun­hæf­ar ­mót­væg­is­að­gerðir til varnar íslenskri atvinnu á lands­byggð­inni, en hann flyt­ur ­mörg hund­ruð störf í iðn­aði og land­bún­aði frá Íslandi til ESB verði hann ­sam­þykktur óbreytt­ur.“

Þetta kemur fram í grein sem Guðni skrifar í Morg­un­blaðið í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðni gagn­rýnir rík­is­stjórn­ina fyrir að slá ekki næg­um hlífð­ar­skildi í kringum ríkj­andi land­bún­að­ar­kerf­ið. Hann skrif­aði einnig grein 15. októ­ber síð­ast­lið­inn, í Morg­un­blað­ið, vegna tolla­samn­ing­anna við ESB sagð­i hann Sig­urð Inga vera hræddan við sjálfan sig og að stjórn­mála­menn væru „blá­eygir og hræddir að ganga gegn síbylj­unni í fjöl­miðlum og takast ekki á við áróð­ur­s­öfl sem sjá inn­flutn­ing alltaf í hill­ing­um og gera grín að allri umræðu um að sjúk­dómar geti borist með inn­fluttu kjöt­i, hvað þá lif­andi dýrum".

Samn­ing­arnir við ESB fela í sér að Ís­land fellir niður tolla á yfir 340 nýjum toll­skrár­núm­erum og lækkar tolla á yfir 20 öðrum. Auk þess er samið um að báðir aðilar auki veru­lega ­toll­frjálsa inn­flutn­ings­kvóta m.a. fyrir ýmsar kjöt­teg­undir og osta, sem mun­u koma til fram­kvæmda á til­teknum aðlög­un­ar­tíma. Lækkun vöru­verðs vegna ­samn­ing­anna getur numið tugum pró­senta.

Auglýsing

Segir Mjólk­ur­sam­söl­una stefna í mikil rekstr­ar­vand­ræði

Guðni segir Mjólk­ur­sam­söl­una nú stefna í mikil vand­ræði vegna offram­leiðslu ­vegna þess að nýir stjórn­endur hennar ákváðu að greiða fullt afurða­stöðv­ar­verð ­fyrir alla fram­leiðslu í ár og árið 2016 líka. Nú hlað­ist birgðir upp og ­Mjólk­ur­sam­salan stefni í rekstr­ar­lega mikil vand­ræði „nema Auð­humla og KS ­sprauti inn pen­ingum og borgi tap­ið“.

Guðni segir að að menn verði að vera klárir á því sem við taki þeg­ar op­in­ber verð­lagn­ing verði aflögð. Hún hafi komið í veg fyrir stóra afslætti af hálfu Mjólk­ur­sam­söl­unnar til risanna í dag­vöru­sölu, sem myndu skipta millj­örð­u­m króna ef hin opin­bera verð­lagn­ing yrði aflögð. „Neyt­endur hafa hagn­ast gríð­ar­lega af ­störfum verð­lags­nefnd­ar­innar sem hugsar um hag heim­il­anna og bænda. Oft hef­ur mér virst eins og Sam­keppn­is­eft­ir­litið sé að störfum með stór­versl­un­inn­i, verð­lags­nefndin hefur fært launa­fólki meiri kjara­bætur en verka­lýðs­hreyf­ing­in við­ur­kennir og þar hafa full­trúar hennar þó unnið fólk­inu í land­inu mikið gagn. Þetta hefur Rík­is­end­ur­skoðun og Hag­fræði­stofnun háskól­ans stað­fest í úttektum á á­kvörð­unum nefnd­ar­inn­ar“.

Guðni lagði sjálfur fram breyt­ing­ar­til­lög­una við búvöru­lög sem lög­fest­i verð­sam­ráð í mjólk­ur­geir­anum þegar hann var land­bún­að­ar­ráð­herra árið 2004. Sú breyt­ing­ar­til­laga gerði fyr­ir­tækjum sem starfa í þeim geira einnig kleift að ­starfa und­an­þegin sam­keppn­is­eft­ir­liti.

Helstu nið­ur­stöður skýrslu Hag­fræði­stofn­unar, sem Guðni vitnar til í grein sinni, er þær að það kerfi sem er við­haft á Íslandi við mjólk­ur­fram­leiðslu gerir það að verkum að íslenska ríkið og eig­endur þess, íslenskir neyt­end­ur, þurfa að borga um átta millj­örðum krónum meira fyrir fram­leiðslu á henni en ef mjólkin hefði ein­fald­lega verið flutt inn frá öðru fram­leiðslu­landi á árunum 2011 til 2013. Ríkið og neyt­endur borg­uðu 15,5 millj­arða króna fyrir mjólk­ina á tíma­bil­inu en inn­flutt mjólk, með flutn­ings­kostn­aði, hefði kostað 7,5 millj­arða króna. Reyndar er það svo að á tíma­bil­inu sem um ræðir var fram­leitt meira af mjólk hér­lendis en neytt var af henni. Neysla Íslend­inga hefði ein­ungis kostað tæp­lega 6,5 millj­arða króna á ári. Offram­leiðsla á nið­ur­greiddri mjólk­inni kost­aði neyt­endur og ríkið því millj­arð til við­bót­ar.

Skýrslu­höf­undar lögðu til að magn­tollar af mjólk­ur­vörum verði afnumdir og verð­tollar lækk­aðir úr 30 pró­sentum í 20 pró­sent. Það ætti að nægja „til þess að ýmsar erlendar mjólk­ur­vörur verði boðnar til sölu hér, en íslenskar mjólk­ur­vörur verða þó áfram sam­keppn­is­fær­ar. Neyt­endur hafa þá úr fleiri vörum að velja en nú og íslenskir fram­leið­endur fengju aukið aðhald.“ Á sama tíma vildu skýrslu­höf­undar afnema und­an­þágu mjólk­ur­fram­leiðslu­iðn­að­ar­ins frá sam­keppn­is­lög­um.

Guðni segir alla tapa

Guðni segir að nýir búvöru­samn­ingar verði að byggj­ast á þeirri mat­væla­þörf sem fyr­ir­ er í land­inu og að bænd­urnir anni inn­an­lands­mark­að­inum og efli sig á sér­mörk­uðum erlendis þar sem gæði, gott verð og sér­staða ráði för. „Í stað­inn verði þeim tryggð umgjörð, stjórn­kerfi og bein­greiðslur sem neyt­endur njóta ­góðs af í lægra smá­sölu­verði. Þessi leið­andi hópur örfárra kúa­bænda hrópar um að hér verði eitt heims­mark­aðs­verð á mjólk og að öll mjólk verði keypt inn á fullu afurða­stöðv­a­verði. Í dag er afurða­stöðv­a­verðið um 85 kr. á lítra til­ ­bónd­ans. Hversu margir treysta sér til að fram­leiða á ein­hverju einu verði 55 til­ 65 krónum á lítra mjólk­ur? Þessi aðferð færir fjölda kúa­bænda í gjald­þrot eða ­neyðir þá til að láta fram­leiðsl­una af hendi. Sauð­fjár­byggð­irnar eru okk­ur Ís­lend­ingum mik­il­vægar í byggða­legu til­liti og til fram­leiðslu á ein­stakri ­af­urð. Offram­leiðsla á lamba­kjöti inn á frost kallar á ný á gamla tíma sem ­nánast rúst­uðu lífs­kjörum bænda á tíma­bili, bónd­inn tap­ar, neyt­and­inn tapar og ­af­urða­stöðvar bænda fara í þrot og eða verða grátt leikn­ar. Enn muna bænd­ur hvernig offram­leiðslan lék efna­hag þeirra og alla vondu umræð­una um sveit­irn­ar. Því miður ríkir sundr­ung í sölu á lamba­kjöti til útlanda, en þar ættu bændur að standa að verki eins og einn maður og selja undir merki Íslands og hrein­leik­ans.“

Hvetur rík­is­stjórn­ina til að salta tolla­samn­ing

Hann skorar því á Sig­urð Inga að finna „ásætt­an­lega lausn“, með for­mann­i Bænda­sam­tak­anna og að rísa gegn þröngum hópi í búgrein­ar­fé­lög­un­um.“Bænd­urn­ir ­búa nú við óvissu við þær kjörað­stæður sem mark­að­ur­inn hefur búið þeim með­ ­mik­illi neyslu, vin­sældum afurð­anna og gríð­ar­legri fjölgun ferða­manna. Ég skora á þessa ágætu menn að tefja sig ekki yfir umræðu sem ber sundr­ung­una í sér og tap og fátækt bænda. Hvað þá að láta sér detta í hug að bera fram ­bú­vöru­samn­inga sem líkur benda til að verði felldir í almennri atkvæða­greiðslu. Enn­fremur ber rík­is­stjórn­inni að salta nýgerðan tolla­samn­ing og meta hann upp á nýtt að loknum búvöru­samn­ing­um, láta hann liggja eða gera raun­hæfar mót­væg­is­að­gerð­ir til varnar íslenskri atvinnu á lands­byggð­inni, en hann flytur mörg hund­ruð ­störf í iðn­aði og land­bún­aði frá Íslandi til ESB verði hann sam­þykkt­ur ó­breytt­ur.“ 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None