Bjarni mun ekki gera kröfu um að verða forsætisráðherra

Bjarni Benediktsson eftir fund hans með forseta Íslands á Bessastöðum í dag.
Bjarni Benediktsson eftir fund hans með forseta Íslands á Bessastöðum í dag.
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hann og Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, þurfi að ræða hvort að það gangi að ríkisstjórnin starfi áfram. Nýjar stjórnarmyndunarviðræður eru því framundan milli þeirri flokka sem þegar mynda ríkisstjórn landsins. Bjarni mun ekki gera kröfu um að verða forsætisráðherra heldur vilji hann tryggja farsæla lausn í samstarfi við Framsóknarmenn. Það sé mikilvægur þáttur í að endurnýja stjórnarsamstarfið að Framsóknarflokkurinn hafi gert þær breytingar sem gerðar hafa verið, og í felast að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stígi til hliðar sem forsætisráðherra.  

Bjarni sagði við fréttamenn á Bessastöðum í dag, eftir fund hans með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, að hann líti svo á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi sóst eftir þingrofsheimild fyrr í dag til að veifa framan í sig. Hann hafi svarað Sigmundi Davíð því að Sjálfstæðisflokkurinn óttaðist ekki að ganga til kosninga. 

Bjarni sagði frá því að hann hefði greint Sigmundi Davíð frá því að það þyrfti að bregðast við þeirri stöðu sem upp var komin. Engum hafi dulist að það væri krafa um að Sigmundur Davíð myndi víkja. „Ég er ekki blindur." Það væri hins vegar óabyrgt að fara til kosninga núna.

Auglýsing

Sigmundur Davíð hafi boðið tvo kosti í stöðunni, annað hvort óskoraðan stuðning við sig og áframhaldand ríkisstjórnarinnar eða þingrof. Bjarni hafi hins vegar séð fleiri kosti í stöðunni, meðal annars þann sem nú er að fæðast. 

Í viðtali við RÚV sagði Bjarni enn fremur frá að Framsóknarflokkurinn hafi eindregið óskað eftir samtali við Sjálfstæðisflokkinn um að halda ríkisstjórnarstarfinu áfram. Hann þakkaði þar forseta Íslands fyrir að bregðast við beiðni Sigmundar Davíðs um þingrof með þeim hætti sem hann gerði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiFréttir
None