Panamaskjalagrunnurinn opnar í dag

Gagnagrunnur Panamaskjalanna verður opnaður í dag. Fjöldi rannsóknarblaðamanna unnu úr þeim 11,5 milljón skjölum sem lekið var frá panamísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca til að gera þau aðgengileg. Nöfn 200.000 félaga verða í grunninum.

Blaðamenn Süddeutche Zeitung deildu þessari mynd með grein sem bar titilinn „A Storm is Coming“, daginn sem fyrsti Kastljóssþátturinn var frumsýndur fyrir meira en mánuði síðan.
Blaðamenn Süddeutche Zeitung deildu þessari mynd með grein sem bar titilinn „A Storm is Coming“, daginn sem fyrsti Kastljóssþátturinn var frumsýndur fyrir meira en mánuði síðan.
Auglýsing

Gagna­grunnur unn­inn upp í Panama­skjöl­unum verður opn­aður í dag klukkan 18 að íslenskum tíma. Slóð­ina verður að finna á: https://offs­hor­el­eaks.ici­j.org. Það eru Alþjóða­sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna, ICIJ, sem standa að birt­ing­unni sem inni­heldur rúm­lega 200 þús­und aflands­fé­lög sem koma fyrir í Pana­ma­gögn­un­um. 

Hægt verður að leita í gagna­grunn­inum og gera sér betur grein fyrir umfangi þess­ara félaga. Í ein­hverjum til­fellum er hægt að fá upp­lýs­ingar um raun­veru­lega eig­endur aflands­fé­lag­anna, er fram kemur á vef Reykja­vik Media. Þá verða einnig birtar upp­lýs­ingar um 100 þús­und félög sem komu fyrir í öðru aflandsleka sem ICIJ rann­sak­aði árið 2013.

Fjöldi rann­sókn­ar­blaða­manna hefur farið í gegn um þann mikla fjölda gagna sem lekið var frá panamísku lög­fræði­stof­unni Mossack Fon­seca og metið hvað varði almenn­ing og hvað ekki. Um er að ræða stærsta gagna­leka í sög­unni, sem telur um 11,5 milljón skjöl; banka­reikn­inga, tölvu­pósta, bréf, umslög, samn­inga, vega­bréfs­ljós­rit, síma­núm­er, heim­il­is­föng og fleiri gögn. Slíkar upp­lýs­ingar verða ekki birtar í gegna­grunn­in­um. 

Auglýsing

Sam­tökin hala áfram rann­sóknum á gögn­unum með sam­starfsmiðlum sínum næstu vikur og mán­uð­i. 

Margt gerst á mán­uði

Það er nú meira en mán­uður síðan fyrstu upp­lýs­ing­arnar birt­ust úr lek­an­um.  Þýska blaðið Südd­eutche Zeit­ung birti grein sem bar tit­il­inn A Storm is Com­ing dag­inn sem fyrsti Kast­ljós­þátt­ur­inn var frum­sýnd­ur, sunnu­dag­inn 3. apríl síð­ast­lið­inn. Í grein­inni er farið ítar­lega yfir þær íslensku stjórn­mála­teng­ingar sem fund­ust í Panama­skjöl­un­um; að nöfn for­sæt­is­ráð­herra, fjár­mála­ráð­herra og inn­an­rík­is­ráð­herra hafi öll tengst aflands­fé­lögum í gegn um Mossack Fon­seca.  

En það voru ekki bara ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar sem höfðu tengst aflands­fé­lögum í skatta­skjól­um. Nöfn þriggja borg­ar­full­trúa, tveggja starf­andi, komu líka fram í þætt­inum þetta kvöld: Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði af sér nokkrum dögum síð­ar, og Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, odd­viti borg­ar­stjórn­ar­flokks Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina, fór í leyfi. Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks, kom einnig fram í skjöl­un­um. 

Kjarn­inn og Stund­in, í sam­starfi við Reykjvik Media, fjöll­uðu einnig um tengsl Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar og Ingi­bjargar Pálma­dóttur við aflands­fé­lög. Kast­ljós tók annan snún­ing á skjöl­unum og afhjúpaði þar fram­kvæmda­stjóra Fram­sókn­ar­flokks­ins, Hrólf Ölv­is­son, sem sagði af sér stuttu síð­ar, fyrr­ver­andi gjald­kera Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Vil­hjálm Þor­steins­son, sem sagði sig úr stjórn Kjarn­ans í kjöl­farið og hafði áður sagt af sér sem gjald­keri, tvo fram­kvæmda­stjóra líf­eyr­is­sjóða, Kára Arnór Kára­son og Krist­ján Örn Sig­urðs­son, sem báðir sögðu af sér, og svo Helga S. Guð­munds­son og Finn Ing­ólfs­son. 

Þá er skemmst frá því að segja að greint var frá því skömmu síðar for­seta­frú­in Dor­rit Moussai­eff hefði einnig rík tengsl við aflands­fé­lög, en Ólafur Ragnar Gríms­son hafði áður harð­neitað því. Dor­rit útskýrði það í kjöl­farið að hún ræddi fjár­mál sín ekki við Ólaf.

Reykja­vik Media hefur óskað eftir aðstoð almenn­ings vegna næstu frétta - sem fjalla um sjáv­ar­út­veg­inn á Ísland­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Elon Musk, eigandi Twitter og ríkasti maður í heimi.
Musk veitir brottrækum á Twitter „almenna sakaruppgjöf“
Eigandi Twitter hefur boðið fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fleiri brottræka velkomna aftur á samfélagsmiðilinn. Ákvörðunina byggði hann, að hluta til, á skoðanakönnun á eigin prófíl.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Jeffrey Epstein.
Þolendur Jeffrey Epstein höfða mál gegn Deutsche Bank og JPMorgan
Viðskiptabankar Jeffrey Epstein hunsuðu „rauð flögg“ og gerðu honum kleift að stunda mansal og brjóta á fjölda kvenna. Þetta er rökstuðningur kvenna sem ætla í mál við tvo banka vestanhafs.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meirihluti landsmanna treysta ekki ríkisstjórninni til að selja meira í Íslandsbanka.
Yfir 60 prósent treysta ekki stjórninni til að selja Íslandsbanka og vilja rannsóknarnefnd
Næstum þrír af hverjum fjórum kjósendum Vinstri grænna vilja að skipuð verði rannsóknarnefnd um bankasöluna og 57 prósent þeirra treysta ekki ríkisstjórn sem leidd er af formanni flokksins til að selja meira í Íslandsbanka.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None