Panamaskjalagrunnurinn opnar í dag

Gagnagrunnur Panamaskjalanna verður opnaður í dag. Fjöldi rannsóknarblaðamanna unnu úr þeim 11,5 milljón skjölum sem lekið var frá panamísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca til að gera þau aðgengileg. Nöfn 200.000 félaga verða í grunninum.

Blaðamenn Süddeutche Zeitung deildu þessari mynd með grein sem bar titilinn „A Storm is Coming“, daginn sem fyrsti Kastljóssþátturinn var frumsýndur fyrir meira en mánuði síðan.
Blaðamenn Süddeutche Zeitung deildu þessari mynd með grein sem bar titilinn „A Storm is Coming“, daginn sem fyrsti Kastljóssþátturinn var frumsýndur fyrir meira en mánuði síðan.
Auglýsing

Gagna­grunnur unn­inn upp í Panama­skjöl­unum verður opn­aður í dag klukkan 18 að íslenskum tíma. Slóð­ina verður að finna á: https://offs­hor­el­eaks.ici­j.org. Það eru Alþjóða­sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna, ICIJ, sem standa að birt­ing­unni sem inni­heldur rúm­lega 200 þús­und aflands­fé­lög sem koma fyrir í Pana­ma­gögn­un­um. 

Hægt verður að leita í gagna­grunn­inum og gera sér betur grein fyrir umfangi þess­ara félaga. Í ein­hverjum til­fellum er hægt að fá upp­lýs­ingar um raun­veru­lega eig­endur aflands­fé­lag­anna, er fram kemur á vef Reykja­vik Media. Þá verða einnig birtar upp­lýs­ingar um 100 þús­und félög sem komu fyrir í öðru aflandsleka sem ICIJ rann­sak­aði árið 2013.

Fjöldi rann­sókn­ar­blaða­manna hefur farið í gegn um þann mikla fjölda gagna sem lekið var frá panamísku lög­fræði­stof­unni Mossack Fon­seca og metið hvað varði almenn­ing og hvað ekki. Um er að ræða stærsta gagna­leka í sög­unni, sem telur um 11,5 milljón skjöl; banka­reikn­inga, tölvu­pósta, bréf, umslög, samn­inga, vega­bréfs­ljós­rit, síma­núm­er, heim­il­is­föng og fleiri gögn. Slíkar upp­lýs­ingar verða ekki birtar í gegna­grunn­in­um. 

Auglýsing

Sam­tökin hala áfram rann­sóknum á gögn­unum með sam­starfsmiðlum sínum næstu vikur og mán­uð­i. 

Margt gerst á mán­uði

Það er nú meira en mán­uður síðan fyrstu upp­lýs­ing­arnar birt­ust úr lek­an­um.  Þýska blaðið Südd­eutche Zeit­ung birti grein sem bar tit­il­inn A Storm is Com­ing dag­inn sem fyrsti Kast­ljós­þátt­ur­inn var frum­sýnd­ur, sunnu­dag­inn 3. apríl síð­ast­lið­inn. Í grein­inni er farið ítar­lega yfir þær íslensku stjórn­mála­teng­ingar sem fund­ust í Panama­skjöl­un­um; að nöfn for­sæt­is­ráð­herra, fjár­mála­ráð­herra og inn­an­rík­is­ráð­herra hafi öll tengst aflands­fé­lögum í gegn um Mossack Fon­seca.  

En það voru ekki bara ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar sem höfðu tengst aflands­fé­lögum í skatta­skjól­um. Nöfn þriggja borg­ar­full­trúa, tveggja starf­andi, komu líka fram í þætt­inum þetta kvöld: Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði af sér nokkrum dögum síð­ar, og Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, odd­viti borg­ar­stjórn­ar­flokks Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina, fór í leyfi. Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks, kom einnig fram í skjöl­un­um. 

Kjarn­inn og Stund­in, í sam­starfi við Reykjvik Media, fjöll­uðu einnig um tengsl Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar og Ingi­bjargar Pálma­dóttur við aflands­fé­lög. Kast­ljós tók annan snún­ing á skjöl­unum og afhjúpaði þar fram­kvæmda­stjóra Fram­sókn­ar­flokks­ins, Hrólf Ölv­is­son, sem sagði af sér stuttu síð­ar, fyrr­ver­andi gjald­kera Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Vil­hjálm Þor­steins­son, sem sagði sig úr stjórn Kjarn­ans í kjöl­farið og hafði áður sagt af sér sem gjald­keri, tvo fram­kvæmda­stjóra líf­eyr­is­sjóða, Kára Arnór Kára­son og Krist­ján Örn Sig­urðs­son, sem báðir sögðu af sér, og svo Helga S. Guð­munds­son og Finn Ing­ólfs­son. 

Þá er skemmst frá því að segja að greint var frá því skömmu síðar for­seta­frú­in Dor­rit Moussai­eff hefði einnig rík tengsl við aflands­fé­lög, en Ólafur Ragnar Gríms­son hafði áður harð­neitað því. Dor­rit útskýrði það í kjöl­farið að hún ræddi fjár­mál sín ekki við Ólaf.

Reykja­vik Media hefur óskað eftir aðstoð almenn­ings vegna næstu frétta - sem fjalla um sjáv­ar­út­veg­inn á Ísland­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None