Um miðnætti í gær, eftir að kjörstöðum í Bretlandi hafði verið lokað, varð 250 prósenta aukningi í leitum á Google með spurningunni „Hvað gerist ef við yfirgefum ESB?“. Vinsælustu spurningarnar um þjóðaratkvæðagreiðsluna, þar sem Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið, voru um það hvernig fólk færi að því að kjósa, og svo einfaldlega hvað er Brexit? Brexit er orðið sem notað er yfir útgöngu Bretlands úr ESB. Washington Post greinir meðal annars frá þessu.
Eins og sjá má hér að neðan voru vinsælustu spurningarnar um Evrópusambandið eftir að kjörstöðum lokaði hins vegar hvaða þýðingu það hafi að yfirgefa Evrópusambandið og svo einfaldlega „Hvað er ESB?“. Þar á eftir kom spurning um hvaða lönd séu í ESB.