Bretar gúgluðu „Hvað er ESB“ eftir að kjörstaðir lokuðu

Bretland hættir í ESB
Auglýsing

Um mið­nætti í gær, eftir að kjör­stöðum í Bret­landi hafði verið lok­að, varð 250 pró­senta aukn­ingi í leitum á Google með spurn­ing­unni „Hvað ger­ist ef við yfir­gefum ESB?“. Vin­sæl­ustu spurn­ing­arnar um þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una, þar sem Bretar kusu að yfir­gefa Evr­ópu­sam­band­ið, voru um það hvernig fólk færi að því að kjósa, og svo ein­fald­lega hvað er Brex­it? Brexit er orðið sem notað er yfir útgöngu Bret­lands úr ESB. Was­hington Post greinir meðal ann­ars frá þessu. 

Eins og sjá má hér að neðan voru vin­sæl­ustu spurn­ing­arnar um Evr­ópu­sam­bandið eftir að kjör­stöðum lok­aði hins vegar hvaða þýð­ingu það hafi að yfir­gefa Evr­ópu­sam­bandið og svo ein­fald­lega „Hvað er ESB?“. Þar á eftir kom spurn­ing um hvaða lönd séu í ESB. 

Auglýsing
Þá hefur einnig orðið 100% aukn­ing á leitum um það að öðl­ast írskt vega­bréf eftir að úrslitin urðu ljós, og í London varð 680% aukn­ing í leitum að mögu­leik­unum á því að flytja til Gíbralt­ar. Í Birming­ham, næst­fjöl­menn­ustu borg Bret­lands, var vin­sælasta spurn­ingin „What is the EU refer­end­um?“ eða „Hvað er þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um ESB?“ eftir að kjör­stöðum var lok­að. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None