Gífurlegur munur er á milli hæstu og lægstu launa innan starfsgreina í landinu. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag og venju samkvæmt tók blaðið saman tekjur þúsunda Íslendinga og birti.
Tæpar 50 milljónir á mánuði
Launahæsti forstjórinn er Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments, með 47,7 milljónir á mánuði. Á eftir honum kemur Valur Ragnarsson, forstjóri Medis, með rúmar 24 milljónir. Launalægstu forstjórarnir í Tekjublaðinu eru Helga María Helgadóttir, framkvæmdastjóri Netgíró, og Dagmar Haraldsóttir, framkvæmdastjóri Sagaevents, sem eru báðar með 718 þúsund krónur á mánuði.
Launahæstu starfsmenn fjármálafyrirtækja í blaðinu eru Christopher M. Perrin, stjórnarformaður ALMC (áður Straumi-Burðarás), með rúmar 48 milljónir á mánuði, og Jakob Már Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Straums, með rúmar 34,5 milljónir. Launalægstu starfsmenn fjármálafyrirtækja í Frjálsri verslun eru Stefán Garðarson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Birgunar, með 587 þúsund krónur, og Svanborg S. Víglundsdóttir, þjónustustjóri Landsbankans á Vopnafirði, með 582 þúsund krónur.
Launahæsta með 13 milljónir og lægsti með 530 þúsund
Í flokknum Ýmsir menn úr atvinnulífinu eru þau Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, stjórnarmaður í Virðingu, og Gestur Þórisson ráðgjafi launahæst. Guðbjörg er með rúmar 13,3 milljónir og Gestur með tæpar sex milljónir. Þau launalægstu í þessum flokki eru Sigþrúður Guðmundsóttir, stjálfstætt starfandi ráðgjafi, með 537 þúsund krónur, og Eysteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaupáss með 528 þúsund.
Ólafur hæstur, Ólína lægst
Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti, er launahæstur í flokknum Forseti, alþingismenn og ráðherrar, með tæpar 2,3 milljónir á mánuði. Á eftir honum kemur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, með 1,7 milljón. Þær launalægstu í flokknum í blaðinu eru Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, með 328 þúsund krónur og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, með 312 þúsund krónur.
Garðabær gefur vel
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, er launahæstur sveitarstjórnarmanna, með rúmar 2,3 milljónir á mánuði. Síðan kemur Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðarbyggðar og formaður SFS, með tæpa 2,1 milljón. Þau launalægstu í flokknum eru Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Húnaþingi vestra, með 965 þúsund krónur, og Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi hjá Ísafjarðarbæ, með 953 þúsund krónur á mánuði.
Helga Sigrún Harðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Smaís, er launahæst í flokknum Hagsmunasamtök og aðilar vinnumarkaðarins, með tæpar 4,7 milljónir. Síðan kemur Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, með tæpar 4,3 milljónir króna í mánaðarlaun. Launalægstu í flokknum eru Elínrós Líndal, forstöðumaður hjá Samtökum iðnaðarins, með 618 þúsund krónur, og Jóhann Már Sigurbjörnsson, formaður Samtaka leigjenda, með 585 þúsund krónur á mánuði.
Páll Matthíasson með hæstu launin
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, er launahæsti forstóri ríkisfyrirtækja, með rúmar 2,2 milljónir. Næst kemur Gróa B. Jóhannesdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri, með tæpar 2,2 milljónir. Þeir launalægstu í flokknum í blaði Frjálsrar verslunar í flokknum Embættismenn og forstjórar ríkisfyrirtækja eru Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Suðurumdæmis, með 848 þúsund krónur, og Magnús Jóhannesson, framkvæmdastjóri Norðurskautsráðsins, með 829 þúsund krónur.
Þorvaldur Ingvarsson, bæklungarskurðlæknir og yfirmaður hjá Össuri, er langlaunahæsti læknirinn, með rúmar 17 milljónir. Næstur eru Björn Zoega, fyrrverandi forstjóri Landspítalans og forstjóri bæklunarspegluna á GHP sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, með rúmar 3,8 milljónir. Þeir launalægstu í flokknum í blaðinu eru Hlynur Torfi Traustason, lyfjafræðingur hjá. Parlogis, með 510 þúsund, og Smári Steingrímsson skurðlæknir með 502 þúsund á mánuði.
Sigfinnur Þorleifsson, sérþingsprestur LSH, er launahæsti presturinn með rúma 1,8 milljón á mánuði. Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur Grafarvogi, er launalægst í úttektinni, með 743 þúsund krónur.
Lögmaður með 30 milljónir á mánuði
Sigurður G. Guðjónsson, eigandi Draupnis, er launahæsti lögfræðingurinn með 28,8 milljónir. Næstur er Óttar Pálsson, hjá Logos, með tæpar 26,2. Þeir launalægstu í flokknum eru Borgar Þór Einarsson, hjá Cato lögmönnum, með 908 þúsund og Sigurður Snædal Júlíusson, hjá Íslögum, með 903 þúsund.
Hallur A. Baldursson, stjórnarformaður ENNEMM, er tekjuhæsti auglýsingamaðurinn með 1,7 milljón á mánuði. Jordi Serra Vega, hjá Jónsson og Le’macks, er launalægstur, með 393 þúsund krónur.
Eyvi með 170 þúsund á mánuði
Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfræðingur, er launahæsti listamaðurinn með rúmar 2,6 milljónir á mánuði. Næstur er Brynjar Leifsson tónlistarmaður með tæpa 1,8 milljón. Launalægstu listamennirnir eru Helgi Sæmundur Guðmundsson í Úlfur Úlfur, með 170 þúsund, og Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður með 169 þúsund.
Meðal íþróttamanna og þjálfara eru þeir Sigurkarl Aðalsteinsson fitnessmeistari, sem er með tæpa 1,8 milljón á mánuði, og Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, með tæpa 1,3 milljónir, launahæstir. Launalægstir eru Hilmar Þór Ólafsson, einkaþjálfari í World Class, með 150 þúsund, og Helena Sverrisdóttir körfuknattleikskona með 138 þúsund krónur í laun á mánuði.
Morgunblaðið á toppnum
Í flokknum Fjölmiðlamenn eru það Morgunblaðsmennirnir Davíð Oddsson ritstjóri og Haraldur Johannesen, framkvæmdastjóri Árvakurs launahæstir. Davíð er með rúmar 3,6 milljónir á mánuði og Haraldur með rúmar 2,4 milljónir. Eins og kunnugt er var Davíð í framboði til forseta. Hann var með hærri laun en allir hinir átta frambjóðendurnir samtals. Launalægstu fjölmiðlamennirnir í Tekjublaðinu eru Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður á MBL, með 509 þúsund krónur, og Trausti Hafliðason, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, með 508 þúsund.
Skipstjórar með tæpar fimm milljónir
Pétur Hörður Hannesson, aðjúnkt við læknadeild HÍ, er launahæsti skólamaðurinn með rúmar 2,4 milljónir á mánuði. Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Austurbæjarskóla, er launalægst, með 761 þúsund krónur á mánuði. Meðal sjómanna eru skipstjórarnir Bergur Einarsson og Guðlaugur Jónsson launahæstir. Bergur var með rúmar 4,6 milljónir á mánuði og Guðlaugur með ræpar 4,6 milljónir. Sigurður Villi Guðmundsson, vélstjóri hjá HB Granda, er launalægstur í þeim flokki, með 742 þúsund krónur á mánuði.
Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2015. Þær þurfa því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.