Hæstu og lægstu laun tekin saman eftir starfsgreinum

Margfaldur munur er á milli hæstu og lægstu launa einstaklinga eftir flokkum, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.

Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag
Auglýsing

Gíf­ur­legur munur er á milli hæstu og lægstu launa innan starfs­greina í land­inu. Tekju­blað Frjálsrar versl­unar kom út í dag og venju sam­kvæmt tók blaðið saman tekjur þús­unda Íslend­inga og birt­i. 

Tæpar 50 millj­ónir á mán­uði

Launa­hæsti for­stjór­inn er Árni Harð­ar­son, for­stjóri Salt Invest­ments, með 47,7 millj­ónir á mán­uði. Á eftir honum kemur Valur Ragn­ars­son, for­stjóri Med­is, með rúmar 24 millj­ón­ir. Launa­lægstu for­stjór­arnir í Tekju­blað­inu eru Helga María Helga­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Net­gíró, og Dag­mar Har­aldsótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Saga­events, sem eru báðar með 718 þús­und krónur á mán­uð­i. 

Launa­hæstu starfs­menn fjár­mála­fyr­ir­tækja í blað­inu eru Christopher M. Perr­in, stjórn­ar­for­maður ALMC (áður Straumi-­Burða­r­ás), með rúmar 48 millj­ónir á mán­uði, og Jakob Már Ásmunds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Straums, með rúmar 34,5 millj­ón­ir. Launa­lægstu starfs­menn fjár­mála­fyr­ir­tækja í Frjálsri verslun eru Stefán Garð­ar­son, for­stöðu­maður fyr­ir­tækja­sviðs Birg­un­ar, með 587 þús­und krón­ur, og Svan­borg S. Víglunds­dótt­ir, þjón­ustu­stjóri Lands­bank­ans á Vopna­firði, með 582 þús­und krón­ur. 

Auglýsing

Launa­hæsta með 13 millj­ónir og lægsti með 530 þús­und

Í flokknum Ýmsir menn úr atvinnu­líf­inu eru þau Guð­björg Edda Egg­erts­dótt­ir, stjórn­ar­maður í Virð­ingu, og Gestur Þór­is­son ráð­gjafi launa­hæst. Guð­björg er með rúmar 13,3 millj­ónir og Gestur með tæpar sex millj­ón­ir. Þau launa­lægstu í þessum flokki eru Sig­þrúður Guð­mundsótt­ir, stjálf­stætt starf­andi ráð­gjafi, með 537 þús­und krón­ur, og Eysteinn Helga­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Kaupáss með 528 þús­und. 

Ólafur hæst­ur, Ólína lægst

Ólafur Ragnar Gríms­son, frá­far­andi for­seti, er launa­hæstur í flokknum For­seti, alþing­is­menn og ráð­herr­ar, með tæpar 2,3 millj­ónir á mán­uði. Á eftir honum kemur Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, með 1,7 millj­ón. Þær launa­lægstu í flokknum í blað­inu eru Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­maður Pírata, með 328 þús­und krónur og Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar, með 312 þús­und krón­ur. 

Garða­bær gefur vel

Gunnar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri í Garða­bæ, er launa­hæstur sveit­ar­stjórn­ar­manna, með rúmar 2,3 millj­ónir á mán­uði. Síðan kemur Jens Garðar Helga­son, for­maður bæj­ar­ráðs Fjarð­ar­byggðar og for­maður SFS, með tæpa 2,1 millj­ón. Þau launa­lægstu í flokknum eru Guðný Hrund Karls­dótt­ir, sveit­ar­stjórn­ar­maður í Húna­þingi vestra, með 965 þús­und krón­ur, og Dan­íel Jak­obs­son, bæj­ar­full­trúi hjá Ísa­fjarð­ar­bæ, með 953 þús­und krónur á mán­uð­i. 

Helga Sig­rún Harð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Smaís, er launa­hæst í flokknum Hags­muna­sam­tök og aðilar vinnu­mark­að­ar­ins, með tæpar 4,7 millj­ón­ir. Síðan kemur Frið­bert Trausta­son, for­maður Sam­taka starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja, með tæpar 4,3 millj­ónir króna í mán­að­ar­laun. Launa­lægstu í flokknum eru Elín­rós Líndal, for­stöðu­maður hjá Sam­tökum iðn­að­ar­ins, með 618 þús­und krón­ur, og Jóhann Már Sig­ur­björns­son, for­maður Sam­taka leigj­enda, með 585 þús­und krónur á mán­uð­i. 

Páll Matth­í­as­son með hæstu launin

Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Land­spít­ala, er launa­hæsti for­stóri rík­is­fyr­ir­tækja, með rúmar 2,2 millj­ón­ir. Næst kemur Gróa B. Jóhann­es­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri á Sjúkra­hús­inu á Akur­eyri, með tæpar 2,2 millj­ón­ir. Þeir launa­lægstu í flokknum í blaði Frjálsrar versl­unar í flokknum Emb­ætt­is­menn og for­stjórar rík­is­fyr­ir­tækja eru Gunnar Þor­kels­son, hér­aðs­dýra­læknir Suð­ur­um­dæm­is, með 848 þús­und krón­ur, og Magnús Jóhann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Norð­ur­skauts­ráðs­ins, með 829 þús­und krón­ur. 

Þor­valdur Ingv­ars­son, bæklung­ar­skurð­læknir og yfir­maður hjá Öss­uri, er lang­launa­hæsti lækn­ir­inn, með rúmar 17 millj­ón­ir. Næstur eru Björn Zoega, fyrr­ver­andi for­stjóri Land­spít­al­ans og for­stjóri bækl­un­ar­spegl­una á GHP sjúkra­hús­inu í Stokk­hólmi, með rúmar 3,8 millj­ón­ir. Þeir launa­lægstu í flokknum í blað­inu eru Hlynur Torfi Trausta­son, lyfja­fræð­ingur hjá. Parlog­is, með 510 þús­und, og Smári Stein­gríms­son skurð­læknir með 502 þús­und á mán­uð­i. 

Sig­finnur Þor­leifs­son, sér­þings­prestur LSH, er launa­hæsti prest­ur­inn með rúma 1,8 milljón á mán­uði. Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, sókn­ar­prestur Graf­ar­vogi, er launa­lægst í úttekt­inni, með 743 þús­und krón­ur. 

Lög­maður með 30 millj­ónir á mán­uði

Sig­urður G. Guð­jóns­son, eig­andi Draupn­is, er launa­hæsti lög­fræð­ing­ur­inn með 28,8 millj­ón­ir. Næstur er Óttar Páls­son, hjá Logos, með tæpar 26,2. Þeir launa­lægstu í flokknum eru Borgar Þór Ein­ars­son, hjá Cato lög­mönn­um, með 908 þús­und og Sig­urður Snæ­dal Júl­í­us­son, hjá Íslög­um, með 903 þús­und. 

Hallur A. Bald­urs­son, stjórn­ar­for­maður ENNEMM, er tekju­hæsti aug­lýs­inga­mað­ur­inn með 1,7 milljón á mán­uði. Jordi Serra Vega, hjá Jóns­son og Le’macks, er launa­lægst­ur, með 393 þús­und krón­ur. 

Eyvi með 170 þús­und á mán­uði

Ragnar Jón­as­son, rit­höf­undur og lög­fræð­ing­ur, er launa­hæsti lista­mað­ur­inn með rúmar 2,6 millj­ónir á mán­uði. Næstur er Brynjar Leifs­son tón­list­ar­maður með tæpa 1,8 millj­ón. Launa­lægstu lista­menn­irnir eru Helgi Sæmundur Guð­munds­son í Úlfur Úlf­ur, með 170 þús­und, og Eyjólfur Krist­jáns­son tón­list­ar­maður með 169 þús­und.

Meðal íþrótta­manna og þjálf­ara eru þeir Sig­ur­karl Aðal­steins­son fit­ness­meist­ari, sem er með tæpa 1,8 milljón á mán­uði, og Krist­inn Kjærne­sted, for­maður knatt­spyrnu­deildar KR, með tæpa 1,3 millj­ón­ir, launa­hæst­ir. Launa­lægstir eru Hilmar Þór Ólafs­son, einka­þjálf­ari í World Class, með 150 þús­und, og Hel­ena Sverr­is­dóttir körfuknatt­leiks­kona með 138 þús­und krónur í laun á mán­uð­i. 

Morg­un­blaðið á toppnum

Í flokknum Fjöl­miðla­menn eru það Morg­un­blaðs­menn­irnir Davíð Odds­son rit­stjóri og Har­aldur Johann­es­en, fram­kvæmda­stjóri Árvak­urs launa­hæst­ir. Davíð er með rúmar 3,6 millj­ónir á mán­uði og Har­aldur með rúmar 2,4 millj­ón­ir. Eins og kunn­ugt er var Davíð í fram­boði til for­seta. Hann var með hærri laun en allir hinir átta fram­bjóð­end­urnir sam­tals. Launa­lægstu fjöl­miðla­menn­irnir í Tekju­blað­inu eru Sig­urður Bogi Sæv­ars­son, blaða­maður á MBL, með 509 þús­und krón­ur, og Trausti Haf­liða­son, blaða­maður á Við­skipta­blað­inu, með 508 þús­und. 

Skip­stjórar með tæpar fimm millj­ónir

Pétur Hörður Hann­es­son, aðjúnkt við lækna­deild HÍ, er launa­hæsti skóla­mað­ur­inn með rúmar 2,4 millj­ónir á mán­uði. Kristín Jóhann­es­dótt­ir, skóla­stjóri Aust­ur­bæj­ar­skóla, er launa­lægst, með 761 þús­und krónur á mán­uði. Meðal sjó­manna eru skip­stjór­arnir Bergur Ein­ars­son og Guð­laugur Jóns­son launa­hæst­ir. Bergur var með rúmar 4,6 millj­ónir á mán­uði og Guð­laugur með ræpar 4,6 millj­ón­ir. Sig­urður Villi Guð­munds­son, vél­stjóri hjá HB Granda, er launa­lægstur í þeim flokki, með 742 þús­und krónur á mán­uð­i. 

Listi Frjálsrar versl­unar er byggður á útsvar­s­­skyldum tekjum á árinu 2015. Þær þurfa því ekki að end­­ur­­spegla föst laun við­kom­andi. Í ein­hverjum til­­vikum kann skatt­­stjóri að hafa áætlað tekj­­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None