May vill svigrúm til að undirbúa Brexit

Theresa May hitti Angelu Merkel í Berlín í dag.
Theresa May hitti Angelu Merkel í Berlín í dag.
Auglýsing

Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hefur beint þeim til­mælum til Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýsklands, að hún muni þurfa meiri tíma til að und­ir­búa úrsögn Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu. May er nú í Berlín á sínum fyrsta fundi með Merkel eftir að hún varð for­sæt­is­ráð­herra á dög­un­um.

Merkel hefur hvatt nýja rík­is­stjórn Bret­lands til að ganga hratt til verks og eyða óviss­unni um Brexit snar­lega. Bretar kusu úrsögn úr ESB í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í lok júní. Bresk stjórn­völd hafa enn ekki sent inn form­lega úrsagn­ar­beiðni til ráða­manna í Brus­sel.

Talið er að fundur May og Merkel muni að mestu snú­ast um útgöngu Bret­lands úr ESB, flótta­manna­vandan í Evr­ópu og hryðju­verkaógn. May hefur þegar óskað eftir því að Bret­land gegni ekki for­mennsku í Evr­ópu­ráð­inu á næsta ári, en röðin er nú komin að Bret­um, en hvert aðild­ar­ríkj­anna 28 gegna þessu hlut­verki í sex mán­uði í senn.

Auglýsing

Eftir fund May með Merkel flýgur hún til Par­ísar þar sem hún hittir Francois Hollande, for­seta Frakk­lands. Á báðum fundum mun May útskýra hvers vegna úrsögnin taki svo langan tíma. Sam­kvæmt heim­ildum The Guar­dian er það vegna þess að enn eiga bresk stjórn­völd eftir að ráð­færa­sig við Skota, Wales­verja og Norð­ur­-Íra um hvernig haga eigi fram­hald­inu.

Mál­efni inn­flytj­enda eru Ther­esu May mjög hug­leik­in. Hún sagði í sér­stökum spurn­inga­tíma til for­sæt­is­ráð­herra á breska þing­inu í dag að minnka þyrfti straum inn­flytj­enda til lands­ins. Það var eitt af helstu bar­áttu­málum þeirra sem börð­ust fyrir úrsögn úr ESB í kosn­inga­bar­átt­unni fyrir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None