May vill svigrúm til að undirbúa Brexit

Theresa May hitti Angelu Merkel í Berlín í dag.
Theresa May hitti Angelu Merkel í Berlín í dag.
Auglýsing

Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hefur beint þeim til­mælum til Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýsklands, að hún muni þurfa meiri tíma til að und­ir­búa úrsögn Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu. May er nú í Berlín á sínum fyrsta fundi með Merkel eftir að hún varð for­sæt­is­ráð­herra á dög­un­um.

Merkel hefur hvatt nýja rík­is­stjórn Bret­lands til að ganga hratt til verks og eyða óviss­unni um Brexit snar­lega. Bretar kusu úrsögn úr ESB í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í lok júní. Bresk stjórn­völd hafa enn ekki sent inn form­lega úrsagn­ar­beiðni til ráða­manna í Brus­sel.

Talið er að fundur May og Merkel muni að mestu snú­ast um útgöngu Bret­lands úr ESB, flótta­manna­vandan í Evr­ópu og hryðju­verkaógn. May hefur þegar óskað eftir því að Bret­land gegni ekki for­mennsku í Evr­ópu­ráð­inu á næsta ári, en röðin er nú komin að Bret­um, en hvert aðild­ar­ríkj­anna 28 gegna þessu hlut­verki í sex mán­uði í senn.

Auglýsing

Eftir fund May með Merkel flýgur hún til Par­ísar þar sem hún hittir Francois Hollande, for­seta Frakk­lands. Á báðum fundum mun May útskýra hvers vegna úrsögnin taki svo langan tíma. Sam­kvæmt heim­ildum The Guar­dian er það vegna þess að enn eiga bresk stjórn­völd eftir að ráð­færa­sig við Skota, Wales­verja og Norð­ur­-Íra um hvernig haga eigi fram­hald­inu.

Mál­efni inn­flytj­enda eru Ther­esu May mjög hug­leik­in. Hún sagði í sér­stökum spurn­inga­tíma til for­sæt­is­ráð­herra á breska þing­inu í dag að minnka þyrfti straum inn­flytj­enda til lands­ins. Það var eitt af helstu bar­áttu­málum þeirra sem börð­ust fyrir úrsögn úr ESB í kosn­inga­bar­átt­unni fyrir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None