Japanskir bílaframleiðendur og bankar gætu farið frá Bretlandi vegna Brexit

Skýrsla sérfræðihóps japanskra stjórnvalda á G20 fundinum í Kína setur Breta undir pressu um að eyða óvissu vegna Brexit.

Shinzo-Abe.jpg
Auglýsing

Skýrsla sér­fræði­hóps jap­anskra stjórn­valda á G20 fund­inum í Hangzhou í Kína sýnir glögg­lega að for­svars­menn jap­anskra fyr­ir­tækja, einkum bíla­fram­leið­enda og banka, hafa miklar áhyggjur af útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu og þeirri óvissu sem sú staða getur skapað fyrir þróun efna­hags­mála í land­in­u. 

Japan er iðn­að­ar­stór­veldi og hefur lengi verið með sterkt við­skipta­sam­band við Bret­land. Um 140 þús­und starfs­menn vinna hjá japönskum fyr­ir­tækjum í Bret­landi, og gæti farið svo að þessi fyr­ir­tæki ákveði að vera með starf­semi sína í öðrum lönd­um. Í skýrsl­unni er enn fremur sagt, að Brexit varði Japan miklu og það eigi ekki aðeins við um ein­stök fyr­ir­tæki heldur einnig jap­anska hag­kerfið í heild. 

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.

Auglýsing

Eitt þeirra fyr­ir­tækja sem á mikið undir starf­semi í Bret­landi er Nissan en hönn­un­ar- og þró­un­ar­vinna fyr­ir­tæk­is­ins er stað­sett í Bret­landi. Fjár­fest­inga­bank­inn Nomura er einnig með stóra starfs­stöð í London og mörg fleiri fyr­ir­tæki, eins og Honda, Mitsu­bishi og Daiwa, eru öll með starf­semi í Bret­landi. Um helm­ingur af allri fjár­fest­ingu Jap­ans í Evr­ópu hefur farið í gegnum Bret­land, af því er fram kemur í skýrsl­unn­i. 

Það sem einkum veldur áhyggjum er hvað það er sem muni taka við þegar Bret­land er farið úr Evr­ópu­sam­band­inu, og hversu hratt sé hægt að vinna að nýjum við­skipta­samn­ingum og á hvaða for­sendum þeir muni byggja. Í skýrsl­unni er mikið lagt upp úr því að japönsk stjórn­völd, eins og önnur ríki sem hafa hags­muni í Bret­landi, fái að fylgj­ast náið með gangi mála þegar kemur að póli­tísku sam­tali Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins, og áhersla lögð á að hraða vinnu eins og kostur er. Óvissan ein valdi tjóni og geri lang­tíma­á­ætl­anir fyr­ir­tækja og þjóð­ríkja, þegar Bret­land og breskur mark­aður eru ann­ars veg­ar, erf­ið­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None