Japanskir bílaframleiðendur og bankar gætu farið frá Bretlandi vegna Brexit

Skýrsla sérfræðihóps japanskra stjórnvalda á G20 fundinum í Kína setur Breta undir pressu um að eyða óvissu vegna Brexit.

Shinzo-Abe.jpg
Auglýsing

Skýrsla sér­fræði­hóps jap­anskra stjórn­valda á G20 fund­inum í Hangzhou í Kína sýnir glögg­lega að for­svars­menn jap­anskra fyr­ir­tækja, einkum bíla­fram­leið­enda og banka, hafa miklar áhyggjur af útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu og þeirri óvissu sem sú staða getur skapað fyrir þróun efna­hags­mála í land­in­u. 

Japan er iðn­að­ar­stór­veldi og hefur lengi verið með sterkt við­skipta­sam­band við Bret­land. Um 140 þús­und starfs­menn vinna hjá japönskum fyr­ir­tækjum í Bret­landi, og gæti farið svo að þessi fyr­ir­tæki ákveði að vera með starf­semi sína í öðrum lönd­um. Í skýrsl­unni er enn fremur sagt, að Brexit varði Japan miklu og það eigi ekki aðeins við um ein­stök fyr­ir­tæki heldur einnig jap­anska hag­kerfið í heild. 

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.

Auglýsing

Eitt þeirra fyr­ir­tækja sem á mikið undir starf­semi í Bret­landi er Nissan en hönn­un­ar- og þró­un­ar­vinna fyr­ir­tæk­is­ins er stað­sett í Bret­landi. Fjár­fest­inga­bank­inn Nomura er einnig með stóra starfs­stöð í London og mörg fleiri fyr­ir­tæki, eins og Honda, Mitsu­bishi og Daiwa, eru öll með starf­semi í Bret­landi. Um helm­ingur af allri fjár­fest­ingu Jap­ans í Evr­ópu hefur farið í gegnum Bret­land, af því er fram kemur í skýrsl­unn­i. 

Það sem einkum veldur áhyggjum er hvað það er sem muni taka við þegar Bret­land er farið úr Evr­ópu­sam­band­inu, og hversu hratt sé hægt að vinna að nýjum við­skipta­samn­ingum og á hvaða for­sendum þeir muni byggja. Í skýrsl­unni er mikið lagt upp úr því að japönsk stjórn­völd, eins og önnur ríki sem hafa hags­muni í Bret­landi, fái að fylgj­ast náið með gangi mála þegar kemur að póli­tísku sam­tali Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins, og áhersla lögð á að hraða vinnu eins og kostur er. Óvissan ein valdi tjóni og geri lang­tíma­á­ætl­anir fyr­ir­tækja og þjóð­ríkja, þegar Bret­land og breskur mark­aður eru ann­ars veg­ar, erf­ið­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None