Rússneskir hakkarar birtu lyfjagögn um Biles og Williams systur

Rússnesk yfirvöld eru sökuð um að standa á bak við tölvuárás á Alþjóðalyfjaeftirlitið. Þau harðneita.

Biles
Auglýsing

Rúss­neskir tölvu­hakk­ar­ar, undir við­ur­nefn­inu Fancy Bear­s, komust yfir gögn um lyfja­inn­töku banda­rískra íþrótta­manna á Ólymp­íu­leik­unum í Ríó í Bras­il­íu, og segja í opin­berun sinni að gögnin sýni ótví­rætt að „­banda­rískir íþrótta­menn kom­ist upp með að svind­la“. 

Alþjóða­lega lyfja­eft­ir­litið (WA­DA) hefur harð­lega gagn­rýnt tölvu­inn­brotið og birt­ing­una á gögn­un­um. Jafn­framt segir eft­ir­litið í yfir­lýs­ingu, sem vitnað er til í umfjöllun breska rík­is­út­varps­ins BBC, að það sé ekki til þess fallið að auka traust á rúss­neskum yfir­völdum og íþrótta­hreyf­ing­unni í Rúss­landi, en eins og kunn­ugt er þá var fjöl­mörgum rúss­neskum íþrótta­mönn­um ­meinað að keppa í Ríó eftir að upp komst um kerf­is­bundið lyfja­mis­ferli í rúss­nesku íþrótta­hreyf­ing­unni, sem stjórn­völd þar í landi vissu um og ­skipu­lögðu.

Auglýsing


Ekki voru þó allir rúss­neskir íþrótta­menn þátt­tak­endur í mis­ferl­inu.

Í gögn­unum sem rúss­nesku hakk­ar­arnir komust yfir segir með­al­ ann­ars að sumir banda­rísku íþrótta­mann­anna, þar á meðal fim­leika­drottn­ing­in Simone Biles tenn­is­kon­urnar og Ser­ana og Venus Willi­am, hafi neitt ólög­legra lyfja en kom­ist upp með það, þar sem það hafi verið sam­þykkt. Í gögn­unum kem­ur einnig skýrt fram, að íþrótta­menn­irnir hafi farið eftir regl­um, og notkun lyfja hafi verið í sam­ræmi við lækn­is­ráð á hverjum tíma.

Biles tjáir sig um málið á Twitt­er-­síðu sinni, og seg­ist þurfa á lyfjum að halda vegna þess að hún sé með ADHD og hafi tekið inn lyf­ ­sökum þess frá því hún var krakki. Hún ítrekar síðan að hún hafi ekk­ert rang­t ­gert og styðji heið­ar­lega fram­göngu í íþróttum í hví­vetna. Það sama hafa ­for­svars­menn íþrótta­hreyf­ing­ar­innar í Banda­ríkj­unum gert, og segja tölvu­árás­ina og birt­ing­una á gögn­un­um, undir því yfir­skini að íþrótta­fólkið hafi sýnt af sér­ ó­heið­ar­leika, vera „heig­uls­hátt“ af verstu sort.

Tra­vis Tygart, yfir­maður lyfja­eft­ir­lits­ins í Banda­ríkj­un­um, ­segir að íþrótta­fólkið hafi gert allt eðli­lega og heið­ar­lega, og að lyfja­inntakan hafi verið í fullu sam­ræmi við lög og regl­ur.

Stjórn­völd í Rúss­landi hafa alfarið neitað því að hafa ver­ið viðrin tölvu­inn­brot­ið. Dmi­try Peskov, tals­maður stjórn­valda í Kreml, sagð­i á­sak­anir um að rúss­nesk stjórn­völd hafi komið að inn­brot­inu verða fjar­stæðu­kenndar og í engu sam­ræmi við veru­leik­ann. Leita yrði annað eft­ir ­skýr­ingum á þessum athöfnum glæpa­manna en hjá stjórn­völdum í Rúss­landi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None