Almannavarnir í Nýja Sjálandi hafa lýst yfir hættuástandi við stendur landsins vegna flóðbylgjuhættu eftir að stór jarðskjálfti skók eyjarnar fyrir stundu. Jarðskjálftinn mældist 7,5 að stærð og þegar hafa borist fregnir af nokkru eignatjóni.
Þeim tilmælum hefur verið beint til fólks sem býr við strendur Nýja Sjálands að koma sér upp í hæðir vegna flóðbylgjuhættu. Búist er við að ölduhæð verði 3 til 5 metrum meiri en venjulega þar sem mesta hættan er. Ströndin frá Christchurch og norður til Wellington er talin vera í mestri hættu.
Neyðarskýlum hefur verið komið upp fyrir þá sem geta ekki leitað á náð ættingja eða vina. Nú þegar hefur myndast umferðarteppa upp í hæðirnar fyrir ofan Wellington.
Upptök jarðskjálftans voru 15 kílómetra undir syðri eyju Nýja Sjálands aðfararnótt mánudags að staðartíma. Skjálftinn stóð í allt að tvær mínútur og honum fylgdu margir eftirskjálftar. Sjálftans var vart víðar en á Nýja Sjálandi.
Ekki hefur verið greint frá slysum á fóllki. Samkvæmt breska blaðinu The Guardian er nú verið að ganga úr skugga um að allir séu heilir á húfi. Á Twitter hafa netverjar dreiftmyndum af risastórum aurskriðum, grjóthruni og djúpum sprungum þvert á þjóðvegi.