Bankar á Wall Street hafa rokið upp í verði

Trump tekur ekki við stjórnartaumunum fyrr en í janúar en frá því hann tók við sem forseti hefur verð á hlutabréfum í Bandaríkjunum rokið upp.

wall-street-sign.jpeg
Auglýsing

Óhætt er að segja að kosn­inga­sigur Don­alds Trump hafi komið eins og vítamín­sprauta fyrir hluta­bréfa­mark­að­inn í Banda­ríkj­un­um, og þá einkum og sér í lagi banka. Frá því 8. nóv­em­ber, þegar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna, hefur virði hluta­bréfa rokið upp. 

Sér­stak­lega hefur síð­asta vika á mark­aði ein­kennst af miklum hækk­unum en á aðeins fimm við­skipta­dögum hefur virði hluta­bréfa hækkað um 5 pró­sent sam­kvæmt hluta­bréfa­vísi­tölu Nas­daq.

Í við­skipta­rit­inu IBD Weekly er fjallað um stöðu mála á hluta­bréfa­mark­aði og því velt upp hvort fjár­festar á mark­aði - einkum og sér í lagi hlut­hafar fjár­mála­fyr­ir­tækja - séu að reikna með því að langt tíma­bil mik­illa hækk­ana sé framundan (Will Trump Unle­ash A New Bull Market?). 

Auglýsing

Er í umfjöll­un­inni horft til þess að Trump vilji hafa sam­bæri­leg áhrif á fjár­mála­mark­aði eins og Ron­ald Reagan hafði á níunda ára­tugn­um. Þá var dregið úr eft­ir­liti og ýtt undir fjár­fest­ingu og hækkun eigna­verðs með marg­vís­legum aðgerð­um, ekki síst skatta­lækk­unum á fyr­ir­tæki. „Er að hefj­ast nýtt tíma­bil mik­illa hækk­ana á eign­um?,“ er spurt í umfjöllun IBD Weekly.Í umfjöllun Bloomberg segir frá því í gær segir að hluta­bréf í bönkum á Wall Street hafi hækkað um 300 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða um 34 þús­und millj­arða króna, á aðeins 25 dög­um. Svo virð­ist sem stærstu hlut­hafar stærstu fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna séu vissir um að Trump muni gera breyt­ingar á reglu­verk­inu sem nýt­ast bönk­unum til enn frek­ari vaxtar og sókn­ar. Undir stjórn Baracks Obama hafa yfir­völd styrkt eft­ir­lit með bönkum en Trump hefur lofað því að draga úr eft­ir­liti.

Útfærðar til­lögur frá honum liggja þó ekki fyr­ir.

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None