Bankar á Wall Street hafa rokið upp í verði

Trump tekur ekki við stjórnartaumunum fyrr en í janúar en frá því hann tók við sem forseti hefur verð á hlutabréfum í Bandaríkjunum rokið upp.

wall-street-sign.jpeg
Auglýsing

Óhætt er að segja að kosn­inga­sigur Don­alds Trump hafi komið eins og vítamín­sprauta fyrir hluta­bréfa­mark­að­inn í Banda­ríkj­un­um, og þá einkum og sér í lagi banka. Frá því 8. nóv­em­ber, þegar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna, hefur virði hluta­bréfa rokið upp. 

Sér­stak­lega hefur síð­asta vika á mark­aði ein­kennst af miklum hækk­unum en á aðeins fimm við­skipta­dögum hefur virði hluta­bréfa hækkað um 5 pró­sent sam­kvæmt hluta­bréfa­vísi­tölu Nas­daq.

Í við­skipta­rit­inu IBD Weekly er fjallað um stöðu mála á hluta­bréfa­mark­aði og því velt upp hvort fjár­festar á mark­aði - einkum og sér í lagi hlut­hafar fjár­mála­fyr­ir­tækja - séu að reikna með því að langt tíma­bil mik­illa hækk­ana sé framundan (Will Trump Unle­ash A New Bull Market?). 

Auglýsing

Er í umfjöll­un­inni horft til þess að Trump vilji hafa sam­bæri­leg áhrif á fjár­mála­mark­aði eins og Ron­ald Reagan hafði á níunda ára­tugn­um. Þá var dregið úr eft­ir­liti og ýtt undir fjár­fest­ingu og hækkun eigna­verðs með marg­vís­legum aðgerð­um, ekki síst skatta­lækk­unum á fyr­ir­tæki. „Er að hefj­ast nýtt tíma­bil mik­illa hækk­ana á eign­um?,“ er spurt í umfjöllun IBD Weekly.Í umfjöllun Bloomberg segir frá því í gær segir að hluta­bréf í bönkum á Wall Street hafi hækkað um 300 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða um 34 þús­und millj­arða króna, á aðeins 25 dög­um. Svo virð­ist sem stærstu hlut­hafar stærstu fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna séu vissir um að Trump muni gera breyt­ingar á reglu­verk­inu sem nýt­ast bönk­unum til enn frek­ari vaxtar og sókn­ar. Undir stjórn Baracks Obama hafa yfir­völd styrkt eft­ir­lit með bönkum en Trump hefur lofað því að draga úr eft­ir­liti.

Útfærðar til­lögur frá honum liggja þó ekki fyr­ir.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None