Lagarde: Bretar þurfa að búa sig undir vandamál vegna Brexit

lagarde
Auglýsing

Christine Lag­ar­de, fram­kvæmda­stjóri Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, segir Bretar þurfi að búa sig undir erf­ið­leika og vanda­mál vegna útgöngu úr Evr­ópu­sam­band­inu. Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hefur sagt með ákveðnum hætti að Bret­land muni yfir­gefa innri markað Evr­ópu­sam­bands­ins hratt og örugg­lega. Reynt verði að hraða því ferli eins og mögu­legt er. 

May sagði í ræðu fyrr í vik­unni, að Bretar myndu ráða sér sjálfir eftir útgöng­una, þar með talið landa­mærum sín­um, og þá myndi Bret­land geta gert við­skipta­samn­inga á frjálsum grund­velli við helstu við­skipta­þjóð­ir. Útgangan ætti ekki að ógna efna­hag Bret­lands, þvert á móti að efla hann til lengdar lit­ið. 

Óhætt er að segja að ekki séu allir sam­mála þessar grein­ingu May. Frá því fyrir um hálfu ári, þegar almenn­ingur í Bret­landi kaus með Brexit í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, þá hafa efna­hags­horfur í Bret­landi ekki styrkst neitt. Dýfan hefur hins vegar ekki verið eins slæm og svört­ustu spár gerðu ráð fyr­ir, meðal ann­ars frá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðn­um. Gengi punds­ins gagn­vart helstu við­skipta­myntum heims­ins hefur hins vegar hrap­að.

Auglýsing

Lag­arde sagði í við­tali við breska rík­is­út­varpið BBC að þrátt fyrir að May hafi svarað skýrt mik­il­vægum spurn­ing­um, eins og að Bretar ætl­uðu sér út úr innri mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins, þá væri ekki ljóst á hvaða grund­velli við­skipti frá Bret­landi við Evr­ópu­sam­bands­ríki ættu að eiga sér stað þannig að allt gæti gengið vel fyrir sig. Hlut­irnir væru ekki ein­fald­ir, heldur flókn­ir. 

Hún sagð­ist ótt­ast að eng­inn samn­ingur yrði jafn góður fyrir Bret­land eins og að vera hluti af reglu­verki innri mark­að­ar­ins.

Jean Claude Juncker, for­­seti fram­­kvæmda­­stjórnar Evr­­ópu­­sam­­bands­ins, segir að samn­inga­við­ræður um útgöngu Breta úr Evr­­ópu­­sam­­band­inu verði „mjög, mjög, mjög erf­ið­­ar.“ Juncker ræddi við blaða­­menn í Strass­­borg í gær og tal­aði meðal ann­­ars um ræðu Ther­esu May, for­­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, um útgöng­una. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None