Lagarde: Bretar þurfa að búa sig undir vandamál vegna Brexit

lagarde
Auglýsing

Christine Lag­ar­de, fram­kvæmda­stjóri Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, segir Bretar þurfi að búa sig undir erf­ið­leika og vanda­mál vegna útgöngu úr Evr­ópu­sam­band­inu. Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hefur sagt með ákveðnum hætti að Bret­land muni yfir­gefa innri markað Evr­ópu­sam­bands­ins hratt og örugg­lega. Reynt verði að hraða því ferli eins og mögu­legt er. 

May sagði í ræðu fyrr í vik­unni, að Bretar myndu ráða sér sjálfir eftir útgöng­una, þar með talið landa­mærum sín­um, og þá myndi Bret­land geta gert við­skipta­samn­inga á frjálsum grund­velli við helstu við­skipta­þjóð­ir. Útgangan ætti ekki að ógna efna­hag Bret­lands, þvert á móti að efla hann til lengdar lit­ið. 

Óhætt er að segja að ekki séu allir sam­mála þessar grein­ingu May. Frá því fyrir um hálfu ári, þegar almenn­ingur í Bret­landi kaus með Brexit í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, þá hafa efna­hags­horfur í Bret­landi ekki styrkst neitt. Dýfan hefur hins vegar ekki verið eins slæm og svört­ustu spár gerðu ráð fyr­ir, meðal ann­ars frá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðn­um. Gengi punds­ins gagn­vart helstu við­skipta­myntum heims­ins hefur hins vegar hrap­að.

Auglýsing

Lag­arde sagði í við­tali við breska rík­is­út­varpið BBC að þrátt fyrir að May hafi svarað skýrt mik­il­vægum spurn­ing­um, eins og að Bretar ætl­uðu sér út úr innri mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins, þá væri ekki ljóst á hvaða grund­velli við­skipti frá Bret­landi við Evr­ópu­sam­bands­ríki ættu að eiga sér stað þannig að allt gæti gengið vel fyrir sig. Hlut­irnir væru ekki ein­fald­ir, heldur flókn­ir. 

Hún sagð­ist ótt­ast að eng­inn samn­ingur yrði jafn góður fyrir Bret­land eins og að vera hluti af reglu­verki innri mark­að­ar­ins.

Jean Claude Juncker, for­­seti fram­­kvæmda­­stjórnar Evr­­ópu­­sam­­bands­ins, segir að samn­inga­við­ræður um útgöngu Breta úr Evr­­ópu­­sam­­band­inu verði „mjög, mjög, mjög erf­ið­­ar.“ Juncker ræddi við blaða­­menn í Strass­­borg í gær og tal­aði meðal ann­­ars um ræðu Ther­esu May, for­­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, um útgöng­una. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None