Lagarde: Bretar þurfa að búa sig undir vandamál vegna Brexit

lagarde
Auglýsing

Christine Lag­ar­de, fram­kvæmda­stjóri Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, segir Bretar þurfi að búa sig undir erf­ið­leika og vanda­mál vegna útgöngu úr Evr­ópu­sam­band­inu. Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hefur sagt með ákveðnum hætti að Bret­land muni yfir­gefa innri markað Evr­ópu­sam­bands­ins hratt og örugg­lega. Reynt verði að hraða því ferli eins og mögu­legt er. 

May sagði í ræðu fyrr í vik­unni, að Bretar myndu ráða sér sjálfir eftir útgöng­una, þar með talið landa­mærum sín­um, og þá myndi Bret­land geta gert við­skipta­samn­inga á frjálsum grund­velli við helstu við­skipta­þjóð­ir. Útgangan ætti ekki að ógna efna­hag Bret­lands, þvert á móti að efla hann til lengdar lit­ið. 

Óhætt er að segja að ekki séu allir sam­mála þessar grein­ingu May. Frá því fyrir um hálfu ári, þegar almenn­ingur í Bret­landi kaus með Brexit í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, þá hafa efna­hags­horfur í Bret­landi ekki styrkst neitt. Dýfan hefur hins vegar ekki verið eins slæm og svört­ustu spár gerðu ráð fyr­ir, meðal ann­ars frá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðn­um. Gengi punds­ins gagn­vart helstu við­skipta­myntum heims­ins hefur hins vegar hrap­að.

Auglýsing

Lag­arde sagði í við­tali við breska rík­is­út­varpið BBC að þrátt fyrir að May hafi svarað skýrt mik­il­vægum spurn­ing­um, eins og að Bretar ætl­uðu sér út úr innri mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins, þá væri ekki ljóst á hvaða grund­velli við­skipti frá Bret­landi við Evr­ópu­sam­bands­ríki ættu að eiga sér stað þannig að allt gæti gengið vel fyrir sig. Hlut­irnir væru ekki ein­fald­ir, heldur flókn­ir. 

Hún sagð­ist ótt­ast að eng­inn samn­ingur yrði jafn góður fyrir Bret­land eins og að vera hluti af reglu­verki innri mark­að­ar­ins.

Jean Claude Juncker, for­­seti fram­­kvæmda­­stjórnar Evr­­ópu­­sam­­bands­ins, segir að samn­inga­við­ræður um útgöngu Breta úr Evr­­ópu­­sam­­band­inu verði „mjög, mjög, mjög erf­ið­­ar.“ Juncker ræddi við blaða­­menn í Strass­­borg í gær og tal­aði meðal ann­­ars um ræðu Ther­esu May, for­­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, um útgöng­una. 

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None