Bankamenn mokgræddu á kjöri Trumps

Samkvæmt upplýsingum sem Wall Street Journal komst yfir hafa yfirmenn hjá Goldman Sachs, JP Morgan og Morgan Stanley mokgrætt á hlutabréfasölu eftir að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna.

Donald Trump
Auglýsing

Stjórn­endur hjá Goldaman Sachs, JP Morgan og Morgan Stanley hafa mok­grætt á for­seta­kjöri Don­alds J. Trump, sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem Wall Street Journal greindi frá því gær. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem stjórn­endur hafa skilað inn til kaup­hall­ar­innar í New York hafa stjórn­endur banka á Wall Street sam­tals selt hluta­bréf fyrir 100 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 14 millj­arða króna, frá því 8. nóv­em­ber þegar Trump var kjör­inn. Þetta eru umfangs­mestu við­skipti sem stjórn­endur í bönkum á Wall Street hafa átt á þessum tíma árs­ins, í meira en ára­tug.

Hluta­bréf í bönkum á Wall Street hækkuð nokkuð skarpt eftir kjör Trumps en hann hefur þegar lofað því að draga veru­lega úr eft­ir­liti með fjár­mála­fyr­ir­tækjum á Wall Street og síðan lýsti hann því yfir í gær, á fundi með for­stjórum stór­fyr­ir­tækja, að hann ætl­aði sér að lækka veru­lega skatta. Þá bað hann þá um að sjá til þess að fyr­ir­tækin myndu skapa störf í Banda­ríkj­un­um, en Trump skrif­aði undir fyr­ir­skipun þess efnis í gær að Banda­ríkin myndu fara út tólf þjóða við­skipta­samn­inga­við­ræðum sem kall­ast í dag­legu tali TPP-við­ræð­ur.

Auglýsing

Trump segir að Banda­ríkin hafi ekki hagn­ast neitt á þessum samn­ingi og hann vilji frekar að fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­unum haldi starf­semi sinni í land­inu. „Nú verður hugsað um verka­menn­ina,“ sagði hann eftir að til­kynnt var um ákvörðun hans. Þingið á þó enn eftir að fjalla um hana og sam­þykkja hana.

Wall Street hefur tekið kjöri Trumps fagnandi.

Á meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa eru hags­muna­sam­tök bænda en að sögn Was­hington Post telja þau að samn­ing­ur­inn hefði tryggt aðgang að mörk­uðum erlendis og að hags­mun­irnir séu um fjórir millj­arða Banda­ríkja­dala á ári. 

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None