Bankamenn mokgræddu á kjöri Trumps

Samkvæmt upplýsingum sem Wall Street Journal komst yfir hafa yfirmenn hjá Goldman Sachs, JP Morgan og Morgan Stanley mokgrætt á hlutabréfasölu eftir að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna.

Donald Trump
Auglýsing

Stjórn­endur hjá Goldaman Sachs, JP Morgan og Morgan Stanley hafa mok­grætt á for­seta­kjöri Don­alds J. Trump, sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem Wall Street Journal greindi frá því gær. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem stjórn­endur hafa skilað inn til kaup­hall­ar­innar í New York hafa stjórn­endur banka á Wall Street sam­tals selt hluta­bréf fyrir 100 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 14 millj­arða króna, frá því 8. nóv­em­ber þegar Trump var kjör­inn. Þetta eru umfangs­mestu við­skipti sem stjórn­endur í bönkum á Wall Street hafa átt á þessum tíma árs­ins, í meira en ára­tug.

Hluta­bréf í bönkum á Wall Street hækkuð nokkuð skarpt eftir kjör Trumps en hann hefur þegar lofað því að draga veru­lega úr eft­ir­liti með fjár­mála­fyr­ir­tækjum á Wall Street og síðan lýsti hann því yfir í gær, á fundi með for­stjórum stór­fyr­ir­tækja, að hann ætl­aði sér að lækka veru­lega skatta. Þá bað hann þá um að sjá til þess að fyr­ir­tækin myndu skapa störf í Banda­ríkj­un­um, en Trump skrif­aði undir fyr­ir­skipun þess efnis í gær að Banda­ríkin myndu fara út tólf þjóða við­skipta­samn­inga­við­ræðum sem kall­ast í dag­legu tali TPP-við­ræð­ur.

Auglýsing

Trump segir að Banda­ríkin hafi ekki hagn­ast neitt á þessum samn­ingi og hann vilji frekar að fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­unum haldi starf­semi sinni í land­inu. „Nú verður hugsað um verka­menn­ina,“ sagði hann eftir að til­kynnt var um ákvörðun hans. Þingið á þó enn eftir að fjalla um hana og sam­þykkja hana.

Wall Street hefur tekið kjöri Trumps fagnandi.

Á meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa eru hags­muna­sam­tök bænda en að sögn Was­hington Post telja þau að samn­ing­ur­inn hefði tryggt aðgang að mörk­uðum erlendis og að hags­mun­irnir séu um fjórir millj­arða Banda­ríkja­dala á ári. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca kærir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur kært Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None