Bankamenn mokgræddu á kjöri Trumps

Samkvæmt upplýsingum sem Wall Street Journal komst yfir hafa yfirmenn hjá Goldman Sachs, JP Morgan og Morgan Stanley mokgrætt á hlutabréfasölu eftir að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna.

Donald Trump
Auglýsing

Stjórn­endur hjá Goldaman Sachs, JP Morgan og Morgan Stanley hafa mok­grætt á for­seta­kjöri Don­alds J. Trump, sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem Wall Street Journal greindi frá því gær. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem stjórn­endur hafa skilað inn til kaup­hall­ar­innar í New York hafa stjórn­endur banka á Wall Street sam­tals selt hluta­bréf fyrir 100 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 14 millj­arða króna, frá því 8. nóv­em­ber þegar Trump var kjör­inn. Þetta eru umfangs­mestu við­skipti sem stjórn­endur í bönkum á Wall Street hafa átt á þessum tíma árs­ins, í meira en ára­tug.

Hluta­bréf í bönkum á Wall Street hækkuð nokkuð skarpt eftir kjör Trumps en hann hefur þegar lofað því að draga veru­lega úr eft­ir­liti með fjár­mála­fyr­ir­tækjum á Wall Street og síðan lýsti hann því yfir í gær, á fundi með for­stjórum stór­fyr­ir­tækja, að hann ætl­aði sér að lækka veru­lega skatta. Þá bað hann þá um að sjá til þess að fyr­ir­tækin myndu skapa störf í Banda­ríkj­un­um, en Trump skrif­aði undir fyr­ir­skipun þess efnis í gær að Banda­ríkin myndu fara út tólf þjóða við­skipta­samn­inga­við­ræðum sem kall­ast í dag­legu tali TPP-við­ræð­ur.

Auglýsing

Trump segir að Banda­ríkin hafi ekki hagn­ast neitt á þessum samn­ingi og hann vilji frekar að fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­unum haldi starf­semi sinni í land­inu. „Nú verður hugsað um verka­menn­ina,“ sagði hann eftir að til­kynnt var um ákvörðun hans. Þingið á þó enn eftir að fjalla um hana og sam­þykkja hana.

Wall Street hefur tekið kjöri Trumps fagnandi.

Á meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa eru hags­muna­sam­tök bænda en að sögn Was­hington Post telja þau að samn­ing­ur­inn hefði tryggt aðgang að mörk­uðum erlendis og að hags­mun­irnir séu um fjórir millj­arða Banda­ríkja­dala á ári. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Þór gerir ráð fyrir að farþegum frá Suður-Evrópu muni fjölga í ágúst.
Segir fjölgun öruggra landa skipta miklu máli fyrir ferðaþjónustuna
Frá og með morgundeginum þurfa einstaklingar sem dvalið hafa í að minnsta kosti tvær vikur í löndum sem talin eru örugg ekki að fara í skimun eða sóttkví. Það er fagnaðarefni að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.
Kjarninn 15. júlí 2020
Sæmundur Sæmundsson hættir sem forstjóri Borgunar
Forstjóri Borgunar hefur ákveðið að láta af störfum.
Kjarninn 15. júlí 2020
Menningarpólítísk nýbreytni
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Endalausa þræði eftir sviðslistahópinn Streng.
Kjarninn 15. júlí 2020
Birgir Birgisson
Á villtum götum
Kjarninn 15. júlí 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun halda fund í Atlanta í kvöld og tilkynna um breytingar sínar á náttúruverndarlögunum.
Trump ætlar að veikja náttúruverndarlögin
Í kvöld mun Donald Trump tilkynna breytingu á náttúruverndarlögum Bandaríkjanna. Lögum sem standa vörð um þátttöku almennings í ákvarðanatöku þegar kemur að framkvæmdum á borð við olíuleiðslur og hraðbrautir.
Kjarninn 15. júlí 2020
Benedikt Jóhannesson
Tengslin milli útgerðarinnar og stjórnmálaflokka verði að rofna
Fyrrverandi formaður Viðreisnar og fjármála- og efnahagsráðherra spyr hversu lengi Íslendingar eigi að láta bjóða sér óbreytt ástand.
Kjarninn 15. júlí 2020
Miklar landslagsbreytingar þetta árið í Surtsey
Nú stendur yfir árlegur líffræðileiðangur í Surtsey en sérstaka athygli vöktu landslagsbreytingar þar sem jarðvegur hefur skolast úr hlíðum og út í haf. Það hefur myndað sandstrendur á austanverðri eynni.
Kjarninn 15. júlí 2020
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None