Nýr iPhone fær nýtt útlit

Stór snertiskjár þekur framhlið nýs iPhone og innrauður skanni þekkir andlitið á þér, ef leki frá Apple gefur réttar vísbendingar.

Framhlið iPhone-símans mun líta svona út, ef smámynd sem fylgir kóðanum gefur rétta mynd af nýjustu kynslóð símans.
Framhlið iPhone-símans mun líta svona út, ef smámynd sem fylgir kóðanum gefur rétta mynd af nýjustu kynslóð símans.
Auglýsing

Miðað við það sem sér­fræð­ingar hafa náð að lesa úr kóða nýrrar tækni frá tölvuris­anum Apple má búast við að nýjasta kyn­slóð iPho­ne-­snjall­sím­ans verði búin inn­rauðum and­litsskanna sem þekkir and­lit eig­anda og aflæsir sím­anum aðeins fyrir hann. Um leið verða fingras­kann­inn og lyk­il­orðin óþörf.

For­rit hug­bún­að­ar­ins fyrir aðra græju frá App­le, HomePod, komst í hendur tölv­un­ar­fræð­inga á dög­unum en þar má finna vís­anir í aðra tækni og teng­ingar á milli þeirra. Ekki er vitað hvort for­ritið hafi verið sent út frá Apple af ásettu ráði svo tækni­menn geti haf­ist handa við að hanna við­bót­ar­hug­búnað við HomePod, eða hvort kóð­anum hafi verið lekið í leyf­is­leysi.

Tölv­un­ar­fræð­ing­arnir sem hafa grafið í kóð­anum segja að fram­hlið nýja sím­ans verði þakin snert­iskjá, og að Apple sé þannig að svara keppi­nautum sínum sem hafa stækkað snert­iskjái tækja sinna svo um munar á und­an­förnum miss­er­um.

Auglýsing

Frá þessu er meðal ann­ars greint á vef breska dag­blaðs­ins The Guar­dian. Gert er ráð fyrir að nýjasta kyn­slóð iPhone verði síðar á þessu ári.Ekki er enn komið á hreint hvað nýr iPhone mun heita. Snjall­sími Apple varð 10 ára fyrr á þessu ári, eins og Tækni­varpið fjall­aði um í Hlað­varpi Kjarn­ans, og þess vegna gera græju­fíklar og tækni­á­huga­menn ráð fyrir að sím­inn muni ekki endi­lega fylgja hinu hefð­bundna rað­núm­era­kerfi sím­anna. Þess vegna er ekki víst hvort sím­inn muni heita iPhone 8, iPhone X eða iPhone 10.

Í kóð­anum sem skoð­aður var er að finna smá­mynd af snjall­síma sem er frá­brugðin fyrri iPho­ne-sím­um. Á smá­mynd­inni virð­ast allar skjá­brúnir sím­ans hafa verið tak­mark­aðar fyrir utan smá svæði efst þar sem gert er ráð fyrir mynda­vél, skynj­urum og hátal­ara.

Apple hefur kosið að tjá sig ekki um þennan gagna­leka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent