Norður-Kórea spýta í lófana vegna þvingana öryggisráðsins

Brugðist hefur verið við auknum viðskiptaþvingunum á Norður-Kóreu með hefðbundnum yfirlýsingum.

Norður-Kórea hefur hraðað þróun vopnabúrs síns á undanförnum árum.
Norður-Kórea hefur hraðað þróun vopnabúrs síns á undanförnum árum.
Auglýsing

Norð­ur­-Kórea hefur brugð­ist við við­skipta­þving­un­unum sem sam­þykktar voru í örygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna á mánu­dag­inn, með hefð­bundnum yfir­lýs­ingum um að nú myndu stjórn­völd spýta í lóf­ana og efla þróun kjarna­vopna norð­urs­ins.

Örygg­is­ráðið sam­þykkti sam­hljóða að herða við­skipta­þving­anir á hið ein­angr­aða ríki á norð­ur­hluta Kóreu­skag­ans vegna sjöttu og lang stærstu kjarn­orku­til­raun þeirra. Sam­an­burður gervi­tungla­mynda af yfir­borði fjalls­ins sem notað var sem til­rauna­stöð fyrir vetn­is­sprengj­una sem sprengd var 3. sept­em­ber síð­ast­lið­in, sýnir að kraftur sprengj­unnar hefur hnikað til landi og sent af stað jarð­skrið­ur.

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna hefur sagt þessar ákvarð­anir örygg­is­ráðs­ins um að herða þving­anir of smá skref í þeirri veg­ferð að þvinga Norð­ur­-Kóreu til þess að hætta kjarn­orku­vopna­brölti.

Auglýsing

Upp­haf­leg til­laga Banda­ríkj­anna var mun harð­orð­ari og skil­yrt­ari en sú til­laga sem örygg­is­ráðið sam­þykkti að lok­um. Til­lagan var linuð til þess að afla mætti stuðn­ings Kína og Rúss­lands, helstu við­skipta­ríkja Norð­ur­-Kóreu. Upp­haf­leg til­laga gerði ráð fyrir að olíu­út­flutn­ingur til Norð­ur­-Kóreu yrði bann­að­ur, en Kína selur lang mest af þeirri olíu sem brennd er í Norð­ur­-Kóreu.

Örygg­is­ráðið ákvað á mánu­dag að banna útflutn­ing textíl­vara frá Norð­ur­-Kóreu og setja hámark á magn elds­neytis sem hægt væri að selja til norð­urs­ins. Þá er orðið ólög­legt fyrir erlend fyr­ir­tæki að eiga í við­skipta­sam­starfi með norð­ur­kóreskum stofn­un­um.

Utan­rík­is­ráðu­neyti Norð­ur­-Kóreu hefur sagt við­skipta­þving­an­irnar vera í and­stöðu við alþjóð­leg rétt­indi ríkja til þess að vernda sjálft sig. Þving­an­irnar væru þess vegna til þess að „kæfa ríkið og þjóð­ina algjör­lega með algerum efn­hags­legum hindr­un­um“.

„Al­þýðu­lýð­veldið Kórea mun tví­efla kraft­inn sem fer í að standa vörð um full­veldi lands­ins og til­vistar­rétt og við­halda friði og öryggi heims­hlut­ans,“ sagði í yfir­lýs­ingu norð­ur­kóreskra stjórn­valda.

Han Tae Song, sendi­full­trúi Norð­ur­-Kóreu gagn­vart Sam­ein­uðu þjóð­unum í Genf í Sviss, sagði stjórn­völd í Norð­ur­-Kóreu vera til­búin að nota hvaða ráð sem er. „Þær aðgerðir sem gripið verður til munu valda Banda­ríkj­unum mesta sárs­auka sem landið hefur nokkru sinni fund­ið.“

Meira úr sama flokkiErlent