#norður-kórea

Norður-Kórea spýta í lófana vegna þvingana öryggisráðsins

Brugðist hefur verið við auknum viðskiptaþvingunum á Norður-Kóreu með hefðbundnum yfirlýsingum.

Norður-Kórea hefur hraðað þróun vopnabúrs síns á undanförnum árum.
Norður-Kórea hefur hraðað þróun vopnabúrs síns á undanförnum árum.

Norð­ur­-Kórea hefur brugð­ist við við­skipta­þving­un­unum sem sam­þykktar voru í örygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna á mánu­dag­inn, með hefð­bundnum yfir­lýs­ingum um að nú myndu stjórn­völd spýta í lóf­ana og efla þróun kjarna­vopna norð­urs­ins.

Örygg­is­ráðið sam­þykkti sam­hljóða að herða við­skipta­þving­anir á hið ein­angr­aða ríki á norð­ur­hluta Kóreu­skag­ans vegna sjöttu og lang stærstu kjarn­orku­til­raun þeirra. Sam­an­burður gervi­tungla­mynda af yfir­borði fjalls­ins sem notað var sem til­rauna­stöð fyrir vetn­is­sprengj­una sem sprengd var 3. sept­em­ber síð­ast­lið­in, sýnir að kraftur sprengj­unnar hefur hnikað til landi og sent af stað jarð­skrið­ur.

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna hefur sagt þessar ákvarð­anir örygg­is­ráðs­ins um að herða þving­anir of smá skref í þeirri veg­ferð að þvinga Norð­ur­-Kóreu til þess að hætta kjarn­orku­vopna­brölti.

Auglýsing

Upp­haf­leg til­laga Banda­ríkj­anna var mun harð­orð­ari og skil­yrt­ari en sú til­laga sem örygg­is­ráðið sam­þykkti að lok­um. Til­lagan var linuð til þess að afla mætti stuðn­ings Kína og Rúss­lands, helstu við­skipta­ríkja Norð­ur­-Kóreu. Upp­haf­leg til­laga gerði ráð fyrir að olíu­út­flutn­ingur til Norð­ur­-Kóreu yrði bann­að­ur, en Kína selur lang mest af þeirri olíu sem brennd er í Norð­ur­-Kóreu.

Örygg­is­ráðið ákvað á mánu­dag að banna útflutn­ing textíl­vara frá Norð­ur­-Kóreu og setja hámark á magn elds­neytis sem hægt væri að selja til norð­urs­ins. Þá er orðið ólög­legt fyrir erlend fyr­ir­tæki að eiga í við­skipta­sam­starfi með norð­ur­kóreskum stofn­un­um.

Utan­rík­is­ráðu­neyti Norð­ur­-Kóreu hefur sagt við­skipta­þving­an­irnar vera í and­stöðu við alþjóð­leg rétt­indi ríkja til þess að vernda sjálft sig. Þving­an­irnar væru þess vegna til þess að „kæfa ríkið og þjóð­ina algjör­lega með algerum efn­hags­legum hindr­un­um“.

„Al­þýðu­lýð­veldið Kórea mun tví­efla kraft­inn sem fer í að standa vörð um full­veldi lands­ins og til­vistar­rétt og við­halda friði og öryggi heims­hlut­ans,“ sagði í yfir­lýs­ingu norð­ur­kóreskra stjórn­valda.

Han Tae Song, sendi­full­trúi Norð­ur­-Kóreu gagn­vart Sam­ein­uðu þjóð­unum í Genf í Sviss, sagði stjórn­völd í Norð­ur­-Kóreu vera til­búin að nota hvaða ráð sem er. „Þær aðgerðir sem gripið verður til munu valda Banda­ríkj­unum mesta sárs­auka sem landið hefur nokkru sinni fund­ið.“

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiErlent