Arnfríður hafnaði vanhæfiskröfunni

Landsréttur úrskurðaði í dag að Arnfríður Einarsdóttir dómari væri ekki vanhæf til að dæma við réttinn í ljósi annmarka á skipun dómaranna við meðferð Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á málinu.

Landsréttur og Vilhjálmur
Auglýsing

Lands­réttur kvað rétt í þessu upp þann úrskurð sinn að Arn­fríður Ein­ars­dóttir væri ekki van­hæf og þurfi þar af leið­andi ekki að víkja sæti í máli er snýr að umferð­ar­laga­broti.

Vil­hjálmur Hans Vil­hjálms­son hæsta­rétt­ar­lög­maður hafði gert þá kröfu að Arn­fríður viki sæti vegna van­hæfis á þeim grund­velli að í ljósi ann­marka á skipun dóm­ara í Lands­rétt sam­kvæmt dómum Hæsta­réttar hefði ákærði í mál­inu rétt­mæta ástæðu til að tor­tryggja óhlut­drægni og sjálf­stæði dóm­ar­ans.

Þess­ari beiðni var sem fyrr segir hafnað og situr Arn­fríður því áfram.

Auglýsing

Vil­hjálmur var staddur erlendis í dag og því mætti Sveinn Andri Sveins­son hæsta­rétt­ar­lög­maður í hans stað. Sveinn óskaði fyrir hönd Vil­hjálms eftir fresti til að taka afstöðu til þess hvort úrskurð­ur­inn yrði kærður til Hæsta­rétt­ar, en til þess hefur hann þriggja sól­ar­hringa frest.

Arn­fríður upp­fyllir og upp­fyllir enn almenn hæf­is­skil­yrði

Í nið­ur­stöðu Lands­réttar kemur meðal ann­ars fram að Alþingi hafi sam­þykkt skipun dóm­ar­anna, í einu lagi. Á þeim grund­velli hafi Arn­fríður verið skipuð dóm­ari af for­seta Íslands. Skip­unin sé ótíma­bundin og henni verði ekki hagg­að. Þá liggi fyrir að Arn­fríður upp­fylli og upp­fyllti við skip­un­ina almenn hæf­is­skil­yrði sam­kvæmt lögum um dóm­stóla. Sem skip­uðum dóm­ara beri henni að rækja þann starfa sem emb­ætt­inu fylgir í sam­ræmi við stjórn­ar­skránna. Þá njóti hún sjálf­stæðis í emb­ætt­is­at­höfnum sín­um, meðal ann­ars gagn­vart ráð­herra sem gerði til­lögu um skipan hennar í emb­ætt­ið.

Fram kemur að dóm­arar skuli að sjálfs­dáðum gæta að hæfi sínu til að fara með mál og leysa með úrskurði kröfu um að hann víki sæti sökum van­hæf­is. „Til­gangur hæf­is­reglna í rétt­ar­fars­lögum er að tryggja að dóm­ari sitji ekki í máli nema hann sé óhlut­drægur gagn­vart bæði aðilum máls og efni þess. Jafn­framt sé til­gangur þeirra sá að tryggja traust aðil­anna jafnt sem almenn­ings til dóm­stóla með því að koma í veg fyrir að dóm­ari standi að úrlausn máls í til­viki þar sem rétt­mæt tor­tryggni gæti risið um óhlut­drægni hans.“ Þannig birt­ist í hæf­is­reglum útfærsla á þeirri skyldu lög­gjafans sam­kvæmt stjórn­ar­skránni að setja skýrar reglur um hvenær dóm­ari verði tal­inn van­hæfur í máli. Sú skylda grund­vall­ist á skil­yrði ákvæð­is­ins um óhlut­drægan dóm­stól, en það feli í sér áskilnað um að dóm­ari í máli þurfi að vera hlut­laus og að aðilar njóti jafn­ræðis að því leyti, sem ásamt áskiln­aði þess um óháða dóm­stóla sé und­ir­staða þess að maður geti talist njóta rétt­látrar máls­með­ferðar fyrir þeim.

Ekki deilt um per­sónu­lega afstöðu Arn­fríðar í mál­inu

Þannig þurfi atvik eða aðstæður að vera fyrir hendi sem séu til þess fallnar að draga óhlut­drægni dóm­ar­ans í efa. Ekki hafi verið byggt á því að per­sónu­leg afstaða Arn­fríðar til ákærða eða efnis máls hafi verið með þeim hætti að draga megi óhlut­drægni hennar í efa. Heldur hafi ákærði byggt á því að í ljósi ann­marka á skipun dóm­ara í Lands­rétt sam­kvæmt dómum Hæsta­rétt­ar, hafi hann rétt­mæta ástæðu til að tor­tryggja óhlut­drægni hennar og sjálf­stæði. Þannig séu ann­mark­arnir þess eðlis að hún sé ekki með réttu hand­hafi dóms­valds og því ekki bær til að fara með mál­ið.

Þá er rakin lagaum­gjörðin í kringum skipan dóm­ara, að dóm­nefndin meti hæfni umsækj­enda og láti ráð­herra í té umsögn um umsækj­end­ur. Ráð­herra sé óheim­ilt að skipa í dóm­ara­emb­ætti mann sem dóm­nefnd teldi ekki hæf­astan meðal umsækj­enda, hvort heldur einn eða sam­hliða öðrum, nema ef Alþingi sam­þykkti til­lögu ráð­herra um annan umsækj­anda.

Málið hafi verið lagt fyrir Alþingi, líkt og kveðið er á um í grein­ar­gerð með frum­varpi er varð að lögum um dóm­stóla, þar sem fram kemur að í ljósi þess að skip­aðir yrðu 15 dóm­arar í þetta sinn við upp­haf Lands­réttar væri eðli­legt að tryggja aðkomu fleiri en eins valda­hafa rík­is­valds að því.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent