Arnfríður hafnaði vanhæfiskröfunni

Landsréttur úrskurðaði í dag að Arnfríður Einarsdóttir dómari væri ekki vanhæf til að dæma við réttinn í ljósi annmarka á skipun dómaranna við meðferð Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á málinu.

Landsréttur og Vilhjálmur
Auglýsing

Lands­réttur kvað rétt í þessu upp þann úrskurð sinn að Arn­fríður Ein­ars­dóttir væri ekki van­hæf og þurfi þar af leið­andi ekki að víkja sæti í máli er snýr að umferð­ar­laga­broti.

Vil­hjálmur Hans Vil­hjálms­son hæsta­rétt­ar­lög­maður hafði gert þá kröfu að Arn­fríður viki sæti vegna van­hæfis á þeim grund­velli að í ljósi ann­marka á skipun dóm­ara í Lands­rétt sam­kvæmt dómum Hæsta­réttar hefði ákærði í mál­inu rétt­mæta ástæðu til að tor­tryggja óhlut­drægni og sjálf­stæði dóm­ar­ans.

Þess­ari beiðni var sem fyrr segir hafnað og situr Arn­fríður því áfram.

Auglýsing

Vil­hjálmur var staddur erlendis í dag og því mætti Sveinn Andri Sveins­son hæsta­rétt­ar­lög­maður í hans stað. Sveinn óskaði fyrir hönd Vil­hjálms eftir fresti til að taka afstöðu til þess hvort úrskurð­ur­inn yrði kærður til Hæsta­rétt­ar, en til þess hefur hann þriggja sól­ar­hringa frest.

Arn­fríður upp­fyllir og upp­fyllir enn almenn hæf­is­skil­yrði

Í nið­ur­stöðu Lands­réttar kemur meðal ann­ars fram að Alþingi hafi sam­þykkt skipun dóm­ar­anna, í einu lagi. Á þeim grund­velli hafi Arn­fríður verið skipuð dóm­ari af for­seta Íslands. Skip­unin sé ótíma­bundin og henni verði ekki hagg­að. Þá liggi fyrir að Arn­fríður upp­fylli og upp­fyllti við skip­un­ina almenn hæf­is­skil­yrði sam­kvæmt lögum um dóm­stóla. Sem skip­uðum dóm­ara beri henni að rækja þann starfa sem emb­ætt­inu fylgir í sam­ræmi við stjórn­ar­skránna. Þá njóti hún sjálf­stæðis í emb­ætt­is­at­höfnum sín­um, meðal ann­ars gagn­vart ráð­herra sem gerði til­lögu um skipan hennar í emb­ætt­ið.

Fram kemur að dóm­arar skuli að sjálfs­dáðum gæta að hæfi sínu til að fara með mál og leysa með úrskurði kröfu um að hann víki sæti sökum van­hæf­is. „Til­gangur hæf­is­reglna í rétt­ar­fars­lögum er að tryggja að dóm­ari sitji ekki í máli nema hann sé óhlut­drægur gagn­vart bæði aðilum máls og efni þess. Jafn­framt sé til­gangur þeirra sá að tryggja traust aðil­anna jafnt sem almenn­ings til dóm­stóla með því að koma í veg fyrir að dóm­ari standi að úrlausn máls í til­viki þar sem rétt­mæt tor­tryggni gæti risið um óhlut­drægni hans.“ Þannig birt­ist í hæf­is­reglum útfærsla á þeirri skyldu lög­gjafans sam­kvæmt stjórn­ar­skránni að setja skýrar reglur um hvenær dóm­ari verði tal­inn van­hæfur í máli. Sú skylda grund­vall­ist á skil­yrði ákvæð­is­ins um óhlut­drægan dóm­stól, en það feli í sér áskilnað um að dóm­ari í máli þurfi að vera hlut­laus og að aðilar njóti jafn­ræðis að því leyti, sem ásamt áskiln­aði þess um óháða dóm­stóla sé und­ir­staða þess að maður geti talist njóta rétt­látrar máls­með­ferðar fyrir þeim.

Ekki deilt um per­sónu­lega afstöðu Arn­fríðar í mál­inu

Þannig þurfi atvik eða aðstæður að vera fyrir hendi sem séu til þess fallnar að draga óhlut­drægni dóm­ar­ans í efa. Ekki hafi verið byggt á því að per­sónu­leg afstaða Arn­fríðar til ákærða eða efnis máls hafi verið með þeim hætti að draga megi óhlut­drægni hennar í efa. Heldur hafi ákærði byggt á því að í ljósi ann­marka á skipun dóm­ara í Lands­rétt sam­kvæmt dómum Hæsta­rétt­ar, hafi hann rétt­mæta ástæðu til að tor­tryggja óhlut­drægni hennar og sjálf­stæði. Þannig séu ann­mark­arnir þess eðlis að hún sé ekki með réttu hand­hafi dóms­valds og því ekki bær til að fara með mál­ið.

Þá er rakin lagaum­gjörðin í kringum skipan dóm­ara, að dóm­nefndin meti hæfni umsækj­enda og láti ráð­herra í té umsögn um umsækj­end­ur. Ráð­herra sé óheim­ilt að skipa í dóm­ara­emb­ætti mann sem dóm­nefnd teldi ekki hæf­astan meðal umsækj­enda, hvort heldur einn eða sam­hliða öðrum, nema ef Alþingi sam­þykkti til­lögu ráð­herra um annan umsækj­anda.

Málið hafi verið lagt fyrir Alþingi, líkt og kveðið er á um í grein­ar­gerð með frum­varpi er varð að lögum um dóm­stóla, þar sem fram kemur að í ljósi þess að skip­aðir yrðu 15 dóm­arar í þetta sinn við upp­haf Lands­réttar væri eðli­legt að tryggja aðkomu fleiri en eins valda­hafa rík­is­valds að því.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent