Arnfríður hafnaði vanhæfiskröfunni

Landsréttur úrskurðaði í dag að Arnfríður Einarsdóttir dómari væri ekki vanhæf til að dæma við réttinn í ljósi annmarka á skipun dómaranna við meðferð Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á málinu.

Landsréttur og Vilhjálmur
Auglýsing

Lands­réttur kvað rétt í þessu upp þann úrskurð sinn að Arn­fríður Ein­ars­dóttir væri ekki van­hæf og þurfi þar af leið­andi ekki að víkja sæti í máli er snýr að umferð­ar­laga­broti.

Vil­hjálmur Hans Vil­hjálms­son hæsta­rétt­ar­lög­maður hafði gert þá kröfu að Arn­fríður viki sæti vegna van­hæfis á þeim grund­velli að í ljósi ann­marka á skipun dóm­ara í Lands­rétt sam­kvæmt dómum Hæsta­réttar hefði ákærði í mál­inu rétt­mæta ástæðu til að tor­tryggja óhlut­drægni og sjálf­stæði dóm­ar­ans.

Þess­ari beiðni var sem fyrr segir hafnað og situr Arn­fríður því áfram.

Auglýsing

Vil­hjálmur var staddur erlendis í dag og því mætti Sveinn Andri Sveins­son hæsta­rétt­ar­lög­maður í hans stað. Sveinn óskaði fyrir hönd Vil­hjálms eftir fresti til að taka afstöðu til þess hvort úrskurð­ur­inn yrði kærður til Hæsta­rétt­ar, en til þess hefur hann þriggja sól­ar­hringa frest.

Arn­fríður upp­fyllir og upp­fyllir enn almenn hæf­is­skil­yrði

Í nið­ur­stöðu Lands­réttar kemur meðal ann­ars fram að Alþingi hafi sam­þykkt skipun dóm­ar­anna, í einu lagi. Á þeim grund­velli hafi Arn­fríður verið skipuð dóm­ari af for­seta Íslands. Skip­unin sé ótíma­bundin og henni verði ekki hagg­að. Þá liggi fyrir að Arn­fríður upp­fylli og upp­fyllti við skip­un­ina almenn hæf­is­skil­yrði sam­kvæmt lögum um dóm­stóla. Sem skip­uðum dóm­ara beri henni að rækja þann starfa sem emb­ætt­inu fylgir í sam­ræmi við stjórn­ar­skránna. Þá njóti hún sjálf­stæðis í emb­ætt­is­at­höfnum sín­um, meðal ann­ars gagn­vart ráð­herra sem gerði til­lögu um skipan hennar í emb­ætt­ið.

Fram kemur að dóm­arar skuli að sjálfs­dáðum gæta að hæfi sínu til að fara með mál og leysa með úrskurði kröfu um að hann víki sæti sökum van­hæf­is. „Til­gangur hæf­is­reglna í rétt­ar­fars­lögum er að tryggja að dóm­ari sitji ekki í máli nema hann sé óhlut­drægur gagn­vart bæði aðilum máls og efni þess. Jafn­framt sé til­gangur þeirra sá að tryggja traust aðil­anna jafnt sem almenn­ings til dóm­stóla með því að koma í veg fyrir að dóm­ari standi að úrlausn máls í til­viki þar sem rétt­mæt tor­tryggni gæti risið um óhlut­drægni hans.“ Þannig birt­ist í hæf­is­reglum útfærsla á þeirri skyldu lög­gjafans sam­kvæmt stjórn­ar­skránni að setja skýrar reglur um hvenær dóm­ari verði tal­inn van­hæfur í máli. Sú skylda grund­vall­ist á skil­yrði ákvæð­is­ins um óhlut­drægan dóm­stól, en það feli í sér áskilnað um að dóm­ari í máli þurfi að vera hlut­laus og að aðilar njóti jafn­ræðis að því leyti, sem ásamt áskiln­aði þess um óháða dóm­stóla sé und­ir­staða þess að maður geti talist njóta rétt­látrar máls­með­ferðar fyrir þeim.

Ekki deilt um per­sónu­lega afstöðu Arn­fríðar í mál­inu

Þannig þurfi atvik eða aðstæður að vera fyrir hendi sem séu til þess fallnar að draga óhlut­drægni dóm­ar­ans í efa. Ekki hafi verið byggt á því að per­sónu­leg afstaða Arn­fríðar til ákærða eða efnis máls hafi verið með þeim hætti að draga megi óhlut­drægni hennar í efa. Heldur hafi ákærði byggt á því að í ljósi ann­marka á skipun dóm­ara í Lands­rétt sam­kvæmt dómum Hæsta­rétt­ar, hafi hann rétt­mæta ástæðu til að tor­tryggja óhlut­drægni hennar og sjálf­stæði. Þannig séu ann­mark­arnir þess eðlis að hún sé ekki með réttu hand­hafi dóms­valds og því ekki bær til að fara með mál­ið.

Þá er rakin lagaum­gjörðin í kringum skipan dóm­ara, að dóm­nefndin meti hæfni umsækj­enda og láti ráð­herra í té umsögn um umsækj­end­ur. Ráð­herra sé óheim­ilt að skipa í dóm­ara­emb­ætti mann sem dóm­nefnd teldi ekki hæf­astan meðal umsækj­enda, hvort heldur einn eða sam­hliða öðrum, nema ef Alþingi sam­þykkti til­lögu ráð­herra um annan umsækj­anda.

Málið hafi verið lagt fyrir Alþingi, líkt og kveðið er á um í grein­ar­gerð með frum­varpi er varð að lögum um dóm­stóla, þar sem fram kemur að í ljósi þess að skip­aðir yrðu 15 dóm­arar í þetta sinn við upp­haf Lands­réttar væri eðli­legt að tryggja aðkomu fleiri en eins valda­hafa rík­is­valds að því.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent