B-listi Eflingar vill segja upp kjarasamningum

Sólveig Anna Jónsdóttir og B-listinn í Eflingu vilja segja upp samningum og undra sig á að Efling hafi ekki boðað til almenns félagsfundar til að ræða stöðuna.

Sólveig Anna Jónsdóttir
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dóttir og B-list­inn í Efl­ingu vilja segja upp samn­ingum og undra sig á að Efl­ing hafi ekki boðað til almenns félags­fundar til að ræða stöð­una.

Þetta skrif­aði Sól­veig Anna á Face­book síðu fram­boðs­ins í morg­un.

„Þegar sú staða kemur upp í sam­fé­lagi, fyrst og fremst vegna óstjórn­legrar ásælni yfir­stétt­ar­innar í sífellt meiri efna­hags­leg gæði og þar með meiri völd, að verka­fólk og lág­launa­fólk byrjar að æsa sig, bæði vegna slakrar stöðu sinnar og yfir lúx­us­lífi þeirra sem kunna ekki að skamm­ast sín, er (nú til dags) talað um For­sendu­brest,“ skrifar Sól­veig Anna.

Auglýsing

Hún segir for­sendu­brest þýða að þau, vinnu­aflið séu orðin svo fúl og pirruð að það búi til sam­fé­lags­legt vesen og verka­lýðs­for­kólfarnir í Guð­rúnar­túni verði því að stíga fram og krefj­ast þess að gripið verði til aðgerða.

„Í orð­inu For­sendu­brestur býr því eitt­hvað agn­ar­lítið af svaka­legum krafti verka­fólks, því ómæl­an­lega afli sem svo sjaldan er not­að. Síð­ustu ára­tugir hafa jú farið í að telja okkur trú um að best sé fyrir alla að verka­fólk beisli mátt sinn, að við hættum að nota hann og leyfum öðrum að sjá alfarið um að skipu­leggja til­veru okkar í stig­veld­inu sem sam­fé­lagið er. Máttur vinnu­aflsins hefur því verið lok­aður inní alls­konar orð­um, eins og Þjóð­ar­sátt, Stöð­ug­leiki, Þjóð­ar­skúta, Launa­skrið og svo fram­veg­is, og svo auð­vitað inní hreyf­ing­unni sjálfri, þar sem full­trúar okk­ar, fólkið sem er í vinnu (hjá okk­ur) við að gæta kjara okk­ar, hefur geng­ist undir hug­myndir nýfrjáls­hyggj­unnar um að best sé fyrir alla að verð­leggja vinnu­aflið eins lágt og hægt er, enda muni til­rauna­sér­fræð­ingar brauð­mola­vís­ind­anna í kjöl­farið búa til svo gott og skemmti­legt sam­fé­lag að eng­inn þurfi að kvarta.“

Hún segir þau nú sjá, alveg skýrt, að þau geti, með því að beita bara ögn af krafti sínum og með því að frelsa örlítið af löng­unum í rét­tæti, sann­ar­lega ruggað fjand­ans stöð­ug­leika­bátnum svo eftir því sé tek­ið. Allt tal um for­sendu­brest nú sé sönnun á því sem þau, vinnu­aflið, hafi. Sól­veig segir þessa stund, stund for­sendu­brests­ins, eigi að hvetja þau til dáða í bar­átt­unni fyrir rétt­læti og jöfn­uði, nú ríði á að láta ekki deigan síga, nú sé sókn­ar­færi.

„Þegar við, lág­launa og verka­fólk, segj­umst ekki lengur ætla að bera ábyrgð á stöð­ug­leika í lífi hinna auð­ugu erum við með öðrum orðum að segja:  Hér hefur orðið For­sendu­brestur og við viljum hann leið­rétt­ann, án und­an­bragða og án þeirra miklu mála­miðl­ana sem þau sem samið hafa fyrir okkar hönd gera alltaf, á kostnað okk­ar.“

Sól­veig segir þau því vilja koma því á fram­færi, skýrt og án mála­leng­inga að þau sem manna B – list­ann telja aug­ljóst að segja skuli upp kjara­samn­ingum ef atvinnu­rek­end­ur, ríki og sveita­fé­lög fást ekki til að við­ur­kenna órétt­lætið og arðránið sem fengið hefur að grass­era á Íslandi.

„Ef kjör okkar eru ekki leið­rétt með til­liti til æðis­geng­inna hækk­ana á launum þeirra sem verma þægi­leg­ustu sæti þjóð­fé­lags­ins (nýjasta dæmið er sturl­aðar hækk­anir á launum toppa Lands­virkj­un­ar) hefur orðið aug­ljós og óum­deil­an­legur For­sendu­brest­ur.“

Hún segir til lít­ils að vera með upp­sagn­ar­á­kvæði vegna for­sendu­brests í kjara­samn­ingum ef ekki eigi að nýta þau þegar aug­ljóst er orð­ið, enn á ný, að þau hafi verið höfð að fífl­um, að í miðju góð­ær­inu á Guð-blessi-Ís­landi streymi allur auður upp og að verka­fólk eigi að láta sér nægja að hringla í klinkinu í úlpu­vas­an­um, enn eina ferð­ina.

„For­sendur eru aug­ljós­lega brostnar og við ætlum ekki að sætta okkur við það. Við krefj­umst lag­fær­ingar á kjörum okkar og spyrj­um: Er eftir ein­hverju að bíða?“

Sól­veig Anna segir að síð­ustu að þau á B-list­anum undrist að stjórn Efl­ingar skuli ekki hafa boðað til opins félags­fundar með með­limum verka­lýðs­fé­lags­ins vegna stöð­unnar sem upp er komin í tengslum við kjara­samn­inga. Hún spyr hvers vegna stjórn félags­ins telji ekki bráð­nauð­syn­legt að kalla eftir afstöðu og skoð­unum alls þess mikla fjölda sem greiði sam­visku­sam­lega með­lima­gjöld sín mán­að­ar­lega og geri með því starf­semi Efl­ingar mögu­lega.

„Hver önnur er við sem stritum á vinnu­mark­aðnum eigum að stýra þeim ákvörð­unum sem teknar eru? Aftur sann­ast að for­ysta félags­ins hefur lít­inn sem engan áhuga á að vera í tengslum við með­limi, þrátt fyrir að sjaldan hafi verið eins mikil þörf á því að raddir verka­fólks fái að heyr­ast hátt og skýrt.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent