B-listi Eflingar vill segja upp kjarasamningum

Sólveig Anna Jónsdóttir og B-listinn í Eflingu vilja segja upp samningum og undra sig á að Efling hafi ekki boðað til almenns félagsfundar til að ræða stöðuna.

Sólveig Anna Jónsdóttir
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dóttir og B-list­inn í Efl­ingu vilja segja upp samn­ingum og undra sig á að Efl­ing hafi ekki boðað til almenns félags­fundar til að ræða stöð­una.

Þetta skrif­aði Sól­veig Anna á Face­book síðu fram­boðs­ins í morg­un.

„Þegar sú staða kemur upp í sam­fé­lagi, fyrst og fremst vegna óstjórn­legrar ásælni yfir­stétt­ar­innar í sífellt meiri efna­hags­leg gæði og þar með meiri völd, að verka­fólk og lág­launa­fólk byrjar að æsa sig, bæði vegna slakrar stöðu sinnar og yfir lúx­us­lífi þeirra sem kunna ekki að skamm­ast sín, er (nú til dags) talað um For­sendu­brest,“ skrifar Sól­veig Anna.

Auglýsing

Hún segir for­sendu­brest þýða að þau, vinnu­aflið séu orðin svo fúl og pirruð að það búi til sam­fé­lags­legt vesen og verka­lýðs­for­kólfarnir í Guð­rúnar­túni verði því að stíga fram og krefj­ast þess að gripið verði til aðgerða.

„Í orð­inu For­sendu­brestur býr því eitt­hvað agn­ar­lítið af svaka­legum krafti verka­fólks, því ómæl­an­lega afli sem svo sjaldan er not­að. Síð­ustu ára­tugir hafa jú farið í að telja okkur trú um að best sé fyrir alla að verka­fólk beisli mátt sinn, að við hættum að nota hann og leyfum öðrum að sjá alfarið um að skipu­leggja til­veru okkar í stig­veld­inu sem sam­fé­lagið er. Máttur vinnu­aflsins hefur því verið lok­aður inní alls­konar orð­um, eins og Þjóð­ar­sátt, Stöð­ug­leiki, Þjóð­ar­skúta, Launa­skrið og svo fram­veg­is, og svo auð­vitað inní hreyf­ing­unni sjálfri, þar sem full­trúar okk­ar, fólkið sem er í vinnu (hjá okk­ur) við að gæta kjara okk­ar, hefur geng­ist undir hug­myndir nýfrjáls­hyggj­unnar um að best sé fyrir alla að verð­leggja vinnu­aflið eins lágt og hægt er, enda muni til­rauna­sér­fræð­ingar brauð­mola­vís­ind­anna í kjöl­farið búa til svo gott og skemmti­legt sam­fé­lag að eng­inn þurfi að kvarta.“

Hún segir þau nú sjá, alveg skýrt, að þau geti, með því að beita bara ögn af krafti sínum og með því að frelsa örlítið af löng­unum í rét­tæti, sann­ar­lega ruggað fjand­ans stöð­ug­leika­bátnum svo eftir því sé tek­ið. Allt tal um for­sendu­brest nú sé sönnun á því sem þau, vinnu­aflið, hafi. Sól­veig segir þessa stund, stund for­sendu­brests­ins, eigi að hvetja þau til dáða í bar­átt­unni fyrir rétt­læti og jöfn­uði, nú ríði á að láta ekki deigan síga, nú sé sókn­ar­færi.

„Þegar við, lág­launa og verka­fólk, segj­umst ekki lengur ætla að bera ábyrgð á stöð­ug­leika í lífi hinna auð­ugu erum við með öðrum orðum að segja:  Hér hefur orðið For­sendu­brestur og við viljum hann leið­rétt­ann, án und­an­bragða og án þeirra miklu mála­miðl­ana sem þau sem samið hafa fyrir okkar hönd gera alltaf, á kostnað okk­ar.“

Sól­veig segir þau því vilja koma því á fram­færi, skýrt og án mála­leng­inga að þau sem manna B – list­ann telja aug­ljóst að segja skuli upp kjara­samn­ingum ef atvinnu­rek­end­ur, ríki og sveita­fé­lög fást ekki til að við­ur­kenna órétt­lætið og arðránið sem fengið hefur að grass­era á Íslandi.

„Ef kjör okkar eru ekki leið­rétt með til­liti til æðis­geng­inna hækk­ana á launum þeirra sem verma þægi­leg­ustu sæti þjóð­fé­lags­ins (nýjasta dæmið er sturl­aðar hækk­anir á launum toppa Lands­virkj­un­ar) hefur orðið aug­ljós og óum­deil­an­legur For­sendu­brest­ur.“

Hún segir til lít­ils að vera með upp­sagn­ar­á­kvæði vegna for­sendu­brests í kjara­samn­ingum ef ekki eigi að nýta þau þegar aug­ljóst er orð­ið, enn á ný, að þau hafi verið höfð að fífl­um, að í miðju góð­ær­inu á Guð-blessi-Ís­landi streymi allur auður upp og að verka­fólk eigi að láta sér nægja að hringla í klinkinu í úlpu­vas­an­um, enn eina ferð­ina.

„For­sendur eru aug­ljós­lega brostnar og við ætlum ekki að sætta okkur við það. Við krefj­umst lag­fær­ingar á kjörum okkar og spyrj­um: Er eftir ein­hverju að bíða?“

Sól­veig Anna segir að síð­ustu að þau á B-list­anum undrist að stjórn Efl­ingar skuli ekki hafa boðað til opins félags­fundar með með­limum verka­lýðs­fé­lags­ins vegna stöð­unnar sem upp er komin í tengslum við kjara­samn­inga. Hún spyr hvers vegna stjórn félags­ins telji ekki bráð­nauð­syn­legt að kalla eftir afstöðu og skoð­unum alls þess mikla fjölda sem greiði sam­visku­sam­lega með­lima­gjöld sín mán­að­ar­lega og geri með því starf­semi Efl­ingar mögu­lega.

„Hver önnur er við sem stritum á vinnu­mark­aðnum eigum að stýra þeim ákvörð­unum sem teknar eru? Aftur sann­ast að for­ysta félags­ins hefur lít­inn sem engan áhuga á að vera í tengslum við með­limi, þrátt fyrir að sjaldan hafi verið eins mikil þörf á því að raddir verka­fólks fái að heyr­ast hátt og skýrt.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent