Zuckerberg: Ábyrgðin er okkar

Mark Zuckerberg stofnandi Facebook kom fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í gær. Hann segir að Facebook beri ábyrgð á að Cambridge Analytica hafi notað gögn um 87 milljóna notenda Facebook.

h_53588326.jpg Mark Zuckerberg Facebook
Auglýsing

Mark Zucker­berg, stofn­andi Face­book, segir fyr­ir­tækið bera ábyrgð á að ráð­gjafa- og grein­ing­ar­fyr­ir­tækið Cambridge Ana­lyt­ica hafi kom­ist yfir gögn um 87 millj­óna not­enda Face­book. Þetta kom fram við yfir­heyrslur banda­rísku öld­unga­deild­ar­innar í gær og greint var frá í The Guar­di­an. 

Yfir­heyrsl­urnar stóðu yfir í fimm klukku­tíma og skipt­ust 44 öld­unga­deild­ar­þing­menn á að spyrja Zucker­berg spurn­inga en þær snér­ust um Face­book og frið­helgi einka­lífs­ins. Í dag munu yfir­heyrsl­urnar svo halda áfram en þá kemur Zucker­berg fyrir full­trúa­deild­ar­þing­menn sem sitja í orku- og við­skipta­nefnd.

Kveikjan að yfir­heyrsl­unum er afhjúpun Channel 4 á vinnu­brögðum Cambridge Ana­lyt­ica. Afhjúp­unin hefur leitt í ljós að Cambridge Ana­lyt­ica hefur notað gögn frá Face­book í þeim til­gangi að hafa áhrif á kosn­ingar víða um heim. Fyr­ir­tækið hefur upp­lýs­ingar um 87 millj­ónir not­enda Face­book.

Auglýsing

Mark­aðsvirði Face­book, sem hefur farið lækk­andi síð­ustu vik­ur, hækk­aði um 4,5 pró­sent í gær vegna yfir­heyrsl­anna. Zucker­berg hefur hlotið mikla gagn­rýni eftir að upp komst um málið en miðað við frammi­stöðu gær­dags­ins virð­ist almenn­ings­á­litið fara vax­andi á ný.

Gátu ekki úti­lokað Cambridge Ana­lyt­ica

Stjórn­endur Face­book vissu fyrst af notkun Cambridge Ana­lyt­ica árið 2015 en Zucker­berg sagði snemma í yfir­heyrsl­unum að sam­fé­lags­mið­il­inn hefði ekki getað úti­lokað fyr­ir­tækið frá Face­book því það er ekki aug­lýs­inga­að­il­i. 

Eftir hlé leið­rétti hann sig hins vegar og sagði að Cambridge Ana­lyt­ica hefði verið aug­lýs­inga­að­ili á Face­book árið 2015 og að það hefði verið mis­tök að banna fyr­ir­tækið ekki strax frá því að aug­lýsa á Face­book.  

Bein­skeyttar spurn­ingar þing­manna

­Þing­menn spurðu tölu­vert ein­faldra spurn­inga um virkni sam­fé­lags­mið­ils­ins en þau hlífðu Zucker­berg þó ekki og spurðu margir bein­skeyttra spurn­inga um frið­helgi einka­lífs­ins og söfnun gagna.

Dick Dur­bin þing­maður demókrata spurði Zucker­berg hvort hann væri til­bú­inn til að deila því á hvaða hót­eli hann gisti í nótt. Zucker­berg kvaðst ekki vilja gera það. Dur­bin spurði hann því næst hvort hann vildi deila því hverjum hann hefði sent skila­boð í vik­unni en Zucker­berg vildi ekki heldur deila því á svo opin­berum vett­vangi.

Bill Nel­son þing­maður demókrata tal­aði ekki undir rós til Zucker­berg. „Ég skal draga þetta saman fyrir þig. Ef Face­book og aðrir sam­fé­lags­miðlar taka sig ekki saman í and­lit­inu mun eng­inn njóta frið­helgi einka­lífs­ins leng­ur. Ef Face­book og aðrir sam­fé­lags­miðlar geta ekki varist árásum, þá verðum við að gera það. Við sem sitjum á þing­i,“ sagði Nel­son. 

Repúblikan­inn John Kenn­edy fór ekki mjúkum höndum um Zucker­berg og sagði honum að fara heim og skrifa not­enda­skil­málana aft­ur. Skil­mál­arnir væru ein­göngu gerðir til þess að forða Face­book frá mál­sóknum en ekki til að upp­lýsa not­and­ann. Seinna spurði Ron Johns­son hann að því hvort hann vissi hversu margir lesa skil­málana. Zucker­berg sagð­ist ekki vita það en að allir hefðu tæki­færi til þess að lesa þá.

Ted Cruz öld­unga­deild­ar­þing­maður repúblik­ana og fyrr­ver­andi for­seta­fram­bjóð­andi mætti einnig til yfir­heyrsl­anna. Fjallað hefur verið um Cruz í fréttum en fram­boð hans keypti ráð­gjöf hjá Cambridge Ana­lyt­ica í for­vals kosn­ingum repúblik­ana fyrir for­seta­kosn­ing­arnar 2016.

Opinn fyrir lög­gjöf um gagna­söfnun sam­fé­lags­miðla

Rauður þráður í gegnum yfir­heyrsl­urnar voru spurn­ingar um lög­gjöf um gagna­söfnun og sam­fé­lags­miðla. Zucker­berg virt­ist opinn fyrir því en ítrek­aði að útfærsla lag­anna skipti miklu máli. Hann svar­aði að það væri ekki spurn­ing um hvort þörf væri á lög­gjöf heldur hvernig lög­gjöf væri. Hún þarf að vera rétt, að hans mat­i. 

Edward Markey þing­maður demókrata spurði hvort hann myndi styðja lög sem segja að Face­book, og önnur fyr­ir­tæki sem safna upp­lýs­ing­um, þyrfti að fá leyfi til að safna upp­lýs­ing­um, áður en þær séu not­aðar í eitt­hvað ann­að. Zucker­berg svar­aði að almennt teldi hann þetta vera réttu hug­mynd­ina að lögum en ef hann myndi styðja lög­gjöf sem þessa þá skiptu smá­at­riðin miklu máli.

Kosn­ingar á árinu for­gangs­mál

Zucker­berg sagði enn fremur í yfir­heyrsl­unum að kosn­ingar víða um heim á árinu yrðu for­gangs­mál hjá Face­book. Hann sagði að fyr­ir­tækið hefði verið að rann­saka aðkomu Rússa að fyrri kosn­ingum og að í for­gangi væri að fyr­ir­byggja að óprút­tnir aðilar hefðu áhrif á lýð­ræð­is­legar kosn­ing­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent