Lögmaður Daniels fullviss um að Trump muni segja af sér

Lögmaður Stormy Daniels, klámstjörnunnar bandarísku sem segist hafa haldið við Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist fullviss um að Trump verði gert að segja af sér. Frekari upplýsingar muni koma fram sem fylli Bandaríkjamenn viðbjóði.

Stormy Daniels með lögmanni sínum Michael Avenatti.
Stormy Daniels með lögmanni sínum Michael Avenatti.
Auglýsing

Lög­maður Stormy Dani­els, klám­stjörn­unnar banda­rísku sem seg­ist hafa haldið við Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta, seg­ist full­viss um að Trump verði gert að segja af sér. Í sam­tali við Guar­dian segir Mich­ael Avenatti, lög­maður Dani­els, að svo mikið af sönn­un­ar­gögnum um mis­ferli for­set­ans og ann­arra í kringum hann eigi eftir að koma upp á yfir­borðið að það verði ómögu­legt fyrir hann að lifa það af.

Skjól­stæð­ingur Avenatti, klám­mynda­stjarnan Stormy Dani­els, mun hafa eytt nótt með Trump árið 2006 en lög­maður for­set­ans, Mic­ael Cohen, greiddi henni 130 þús­und Banda­ríkja­dali til að þegja um mál­ið.

Cohen þessi sætir nú rann­sókn vegna þess­arar greiðslu sem átti sér stað í miðri kosn­inga­bar­áttu Trump árið 2016. Þessi þöggun kunni þannig að hafa áhrif á nið­ur­stöðu kosn­ing­ar­innar og sé þar af leið­andi ólög­leg íhlutun í kosn­inga­bar­átt­una.

Auglýsing

Avenatti segir að aðeins sé búið að snerta topp­inn á ísjak­anum í þessu máli. Amer­ík­anar muni fyll­ast við­bjóði þegar þeir frétta a fram­ferði Trump og Cohen og að afleið­ing­arnar verði alvar­leg­ar.

Fram­hjá­hald Trump með Dani­els hefur valdið honum erf­ið­leikum lengi. Hann sagði frétta­mönnum í apríl að hann hefði ekki vitað af greiðslu Cohen til henn­ar. Hins vegar sagði Rudy Giuli­ani, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri New York borgar og einn af nýju lög­mönnum for­set­ans, að ekki aðeins hafi Trump vitað af greiðsl­unni, hann hafi end­ur­greitt Cohen vegna henn­ar.

Við tók und­ar­legt ferli næstu tvo sól­ar­hring­ana þar sem Trump fyrst við­ur­kenndi það sem Giuli­ani hafði sagt en síðar dró hann það til baka og sagði borg­ar­stjór­ann fyrr­ver­andi ekki með sitt á tæru.

Í við­tal­inu við Guar­dian sagði Avenatti að Guili­ani hefði eitt sinn verið öfl­ugur lög­mað­ur. Hann sé hins vegar kom­inn af léttasta skeiði sem sjá­ist best á þessum mál­flutn­ingi og vand­ræðum sem orð lög­manns­ins hafa komið for­set­anum í.

Avenatti hefur ýjað að því að það kunni að vera að fleiri konur hafi þegið greiðslu sam­bæri­legri þeirri sem Dani­els fékk, jafn­vel marg­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent