23 manna hópur íslenska karlalandsliðsins fyrir heimsmeistaramótsins var kynntur rétt í þessu. Nokkuð var um óvænt tíðindi. Þau helstu voru líkast til þau að hinn dansk-íslenski Frederik Schram verður einn þriggja markmanna liðsins á mótinu, en hann á þrjá landsleiki að baki, og valið á valið á Samúel Kára Friðjónssyni, leikmanni Vålerenga í Noregi, en hann á einnig þrjá landsleiki að baki. Þá voru Hólmar Örn Eyjólfsson, Rúrik Gíslason, Arnór Ingvi Traustason og Albert Guðmundsson allir valdir, en getgátur höfðu verið um það hvort þeir myndu verða teknir fram yfir aðra leikmenn.
Bæði Gylfi Sigurðsson og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, sem eru burðarásar liðsins en eru sem stendur báðir meiddir, eru í hópnum. Kolbeinn Sigþórsson er ekki valinn í hópinn en hann er á meðal þeirra tólf leikmanna sem gætu mögulega bæst við hópinn ef einhver dettur út. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sagði að mótið kæmi einfaldlega of snemma fyrir Kolbein, sem hefur verið meira og minna meiddur síðan á EM fyrir tveimur árum.
Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari landsliðsins, sagði að það hefði verið erfitt að velja ekki Ingvar Jónsson og Ögmund Kristinsson, sem hafa verið í landsliðshópnum á undanförnum árum, í hópinn. Það hafi hins vegar verið skýrt að eftir æfingaferð til Bandaríkjanna að Frederik og Rúnar Alex Rúnarsson væru þeir markmenn sem myndi fara með Hannesi Þór Halldórssyni, aðalmarkmanni liðsins, til Rússlands.
Heimir útskýrði valið á Samúel Kára með því að hann hefði mikla hlaupagetu og gæti spilað margar stöður. Hann hefði staðið sig vel með U-21 landsliðinu og væri framtíðarleikmaður. Sögu sögu væri að segja um Albert Guðmundsson. Hann hefði heillað þjálfaranna og hefði aðra eiginleika en aðrir framherjar sem hafa verið að spila með landsliðinu.
Hópurinn sem valinn var:
Markmenn:
Hannes Þór Halldórsson
Frederik Schram
Rúnar Alex Rúnarsson
Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson
Samúel Kári Friðjónsson
Ragnar Sigurðsson
Sverrir Ingi Ingason
Kári Árnason
Hólmar Örn Eyjólfsson
Hörður Björgvin Magnússon
Ari Freyr Skúlason
Miðjumenn:
Rúrík Gíslason
Birkir Bjarnason
Emil Hallfreðsson
Gylfi Sigurðsson
Ólafur Ingi Skúlason
Aron Einar Gunnarsson
Arnór Ingvi Traustason
Jóhann Berg Guðmundsson
Sóknarmenn:
Björn Bergmann Sigurðarson
Albert Guðmundsson
Alfreð Finnbogason
Jón Daði Böðvarsson