Tekjur áhrifavaldanna

Laun vinsælustu áhrifavalda landsins Sólrúnar Diego, Guðrúnar Veigu, Birgittu Lífar og Manuelu Óskar eru í Tekjublaðinu.

Áhrifavaldar
Auglýsing

Áhrifavaldar verða sífellt meira áberandi í íslenskri dægurmálaumfjöllun en ekki síður umfjöllun um markaðsmál. Áhrifavaldar eru þau kölluð sem sinna markaðssetningu í gegnum samfélagsmiðla en mikil umræða hefur verið um svokallaðar duldar auglýsingar og vöruinnsetningar hjá þessum hópi. Markaðs- og auglýsingastofur hafa beint fjármagni í meira mæli en áður til þessara einstaklinga sem geta náð beint til sinna fylgjenda í gegnum miðlana.

DV birti í Tekjublaði sínu skráð mánaðarlaun nokkurra vinsælustu áhrifavalda landsins.

Sólrún Diego áhrifavaldur og þrifbókarithöfund er með skráðar tekjur upp á 320 þúsund á mánuði samkvæmt Tekjublaði DV. Sólrún er einn vinsælasti snappari landsins og nær til þúsunda í gegnum samskiptaforritin Snapchat og Instagram, þar sem hún er með um 26 þúsund fylgjendur. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir tilburði sína þegar kemur að þrifum og gaf fyrir jólin út metsölubókina Heima þar sem hún gaf góð ráð í heimilishaldi.

Auglýsing


Birgitta Líf Björnsdóttir áhrifavaldur og framkvæmdastjóri er með skráðar tekjur upp á 527 þúsund krónur á mánuði. Birgitta er einnig snappari og tískubloggari á heimasíðunni Trendnet. Birgitta er vinsæl á samfélagsmiðlum, bæði sjálf og undir hattir RVKfit sem hún rekur með vinkonum sínum og veitir góð ráð og innblástur þegar kemur að hreyfingu og heilsu almennt.

Sunneva Eir Einarsdóttir samfélagsmiðlastjóri hjá umboðsskrifstofunni Eylenda er ekki síðri áhrifavaldur en hinar tvær fyrrnefndu. Sú er með skráðar mánaðartekjur samkvæmt DV upp á 305 þúsund krónur á mánuði. Sunneva er með meira en 30 þúsund fylgjendur á Instagram.

Ingileif Friðriksdóttir laganemi og áhrifavaldur er með 225 þúsund krónur í mánaðarlaun. Ingileif var lengi bloggari á síðunni Mamie, stýrði Hinseginleika snappinu þar sem hún og unnusta hennar María Rut Kristinsdóttir fræddu fylgjendur um réttindi LGBT fólks og fleira því tengt auk þess sem Ingileif stýrði samnefndum vefþætti fyrir RÚV. Ingileif var í síðasta mánuði valin Framúrskarandi ungur Íslendingur af samtökunum JCI.

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir snappari er einnig einn vinsælasti áhrifavaldurinn í dag en hún er með skráðar 247 þúsund krónur í mánaðarlaun. Hún kemur daglega fram á Snapchat þar sem hún er þekkt fyrir afar hispurslausa framkomu, auk þess sem hún er förðunarfræðingur og matarbókahöfundur og sjónvarpskona, en hún gerði þættina Nenni ekki að elda árið 2014. Guðrún Veiga eignaðist annað barn sitt í maí á síðasta ári og hefur því verið í fæðingarorlofi stóran hluta ársins.


Manuela Ósk Harðardóttir fyrrverandi fegurðardrottning og stjórnandi Miss Universe Iceland var meðal fyrstu íslensku samfélagsmiðlastjarnanna. Manuela er með 16 þúsund krónur í mánaðarlaun samkvæmt DV en stóran hluta síðasta árs var Manuela við nám í Bandaríkjunum. Manuela er með meira en 50 þúsund fylgjendur á Instagram og mjög vinsælan Snapchataðgang.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent