Hjörtur Hjartarson íþróttafréttamaður hefur óskað eftir starfslokum hjá Sýn hf. í kjölfar þess að hafa verið kallaður heim af HM í fótbolta í Rússlandi vegna óæskilegrar hegðunar. Þessu greinir Hjörtur frá í stöðuuppfærslu á facebook-síðu sinni.
Í uppfærslu sinni segist Hjörtur skilja mætavel þau hörðu viðbrögð sem framkoma hans hefur vakið og segir áfengisneyslu ekki vera neina afsökun fyrir slíkri hegðun. Það sé bæði sanngjörn og sjálfsögð krafa að fólki standi ekki stuggur af samstarfsmönnum sínum og rétt að krefjast þess að öryggt vinnuumhverfi sé sett í fyrsta sæti.
Kjarninn greindi frá yfirlýsingu hóps fjölmiðlakvenna þar sem þær mótmæltu því að Hjörtur fái að starfa í fjölmiðlum. Í yfirlýsingunni er þess krafist að yfirmenn fylgi eftir fyrirmælum #MeToo byltingarinnar. Í morgun var undirskriftarlisti yfirlýsingarinnar uppfærður, en hann telur nú 102 undirskriftir.
Stöðuuppfærslu Hjartar má lesa hér að neðan:
Kæru vinir. Hér koma nokkur orð frá mér að gefnu tilefni. Ég vil koma því á framfæri að ég skil mætavel þau hörðu...
Posted by Hjörtur Hjartarson on Wednesday, June 27, 2018