Norska ríkið selur SAS

Norska ríkið seldi allan sinn hlut í flugfélaginu SAS fyrr í dag, en hlutabréf félagsins lækkuðu um 3% í kjölfarið.

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs
Auglýsing

Atvinn­u-og sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyti Nor­egs til­kynnti í gær áform sín um að selja 10% hlut sinn í flug­fé­lag­inu. Í kjöl­far til­kynn­ing­ar­innar lækk­aði verð á hluta­bréfum félags­ins um rúm 3% við opnun mark­aða í dag. 

Rík­is­stjórn Nor­egs og NRK greindu frá því fyrr í dag að allir útistand­andi hlutir sem norska ríkið átti í flug­fé­lag­inu væru seld­ir, en sölu­verðið nam 597 millj­ónum norskra króna, sem jafn­gildir tæpum 7,9 millj­örðum íslenskra króna. Fréttir af söl­unni birt­ist degi eftir til­kynn­ingu atvinn­u-og sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neytis Nor­egs þar sem áhugi rík­is­ins á að selja hlut sinn í félag­inu var til­greind­ur. Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni segir efna­hags­ráð­herra lands­ins, Tor­bjørn Røe Isaksen, að rík­is­stjórnin hafi verið skýr með að eiga ekki hluti í SAS til langs tíma. 

For­sæt­is­ráð­herra lands­ins, Erna Sol­berg, sagði sömu­leiðis að salan hafi lengi legið í kort­unum og rík­is­stjórnin hafi fullt umboð til þess. 

Auglýsing

70 ára saga á enda

Með söl­unni lýkur meira en 70 ára eign­ar­sögu norska rík­is­ins á SAS. Flug­fé­lag­ið, sem fullu nafni heitir Scand­in­av­ian Air­lines, var stofnað árið 1946 úr sam­runa opin­berra flug­fé­laga Nor­egs, Sví­þjóðar og Dan­merk­ur. Meg­in­mark­mið félags­ins var að vera í stakk búin fyrir langar vega­lengd­ir, en fyrsta áætl­un­ar­flug félags­ins var á milli Stokk­hólms og New York. Árið 2001 fór SAS svo á hluta­bréfa­markað í Skand­ínavíu­lönd­unum þrem­ur, en rík­is­stjórnir land­anna áttu þá sam­an­lagt helm­ing allra hluta­bréfa fyr­ir­tæk­is­ins. 

Salan hefur verið gagn­rýnd af Verka­manna­flokknum og Miðju­flokknum þar í landi, en Terje Aas­land, tals­maður Verka­manna­flokks­ins, segir rík­is­stjórn­ina virð­ast ætla að selja hlut sinn til þess eins að selja. Geir Pollestad, þing­maður Miðju­flokks­ins, seg­ist hræð­ast sölu­mara­þon af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þar sem hún muni selja út mik­il­væg fyr­ir­tæki til erlendra aðila. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent