Andri Snær Magnason rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi gagnrýnir umræðu um Hvalárvirkjun og segir harmleikinn í kringum hana ekki hafa orðið til við skort á rafmagni, heldur ofgnótt.
Í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni segir Andri Snær sérkennilegt hversu auðvelt sé að rugla saman grunnþörf almennings og braski auðmanna sem selji orku frá virkjunum. Þar að auki bendir hann á að orkuframleiðsla á höfðatölu sé langmest allra landa á Íslandi, en samkvæmt honum getur orkan í landinu þjónað fimm milljón manna samfélagi. Því sé meint orkuóöryggi á Vestfjörðum ekki vegna vannýttra virkjunarkosta heldur vanrækslu manna í orkugeiranum.
Við því bætir Andri að það sé fullkomlega hægt að búa til þjóðgarð kringum Drangajökul og fegurðina ekki vera nýlega uppgötvaða. Hann kallaði stöðuna sem upp hafi komið stefna í einhverskonar harmleik þar sem allir myndu tapa nema erlendur aðili sem muni eiga virkjunina og mala gull úr henni. Þannig harmleikur verði til af ofgnótt, ekki skorti á rafmagni.
Færslu Andra má lesa í heild sinni hér að neðan:
Ég hef ekki tjáð mig mikið um Hvalárvirkjun. Það er alveg eins hægt að sitja heima hjá sér og horfa á Ground Hog Day á...
Posted by Andri Snær Magnason on Thursday, June 28, 2018
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Andri tjáir sig um virkjunina, en Kjarninn greindi frá því fyrir mánuði síðan þegar Andri sagði orkufyrirtækin beita almenningi fyrir sig í viðleitni þeirra til að afla orku fyrir stóriðju.