Andri Snær Magnason rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi gagnrýnir umræðu um Hvalárvirkjun og segir harmleikinn í kringum hana ekki hafa orðið til við skort á rafmagni, heldur ofgnótt.
Lestu meira
Við því bætir Andri að það sé fullkomlega hægt að búa til þjóðgarð kringum Drangajökul og fegurðina ekki vera nýlega uppgötvaða. Hann kallaði stöðuna sem upp hafi komið stefna í einhverskonar harmleik þar sem allir myndu tapa nema erlendur aðili sem muni eiga virkjunina og mala gull úr henni. Þannig harmleikur verði til af ofgnótt, ekki skorti á rafmagni.
Færslu Andra má lesa í heild sinni hér að neðan:
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Andri tjáir sig um virkjunina, en Kjarninn greindi frá því fyrir mánuði síðan þegar Andri sagði orkufyrirtækin beita almenningi fyrir sig í viðleitni þeirra til að afla orku fyrir stóriðju.