Andri Snær: „Ofgnótt af rafmagni" á Íslandi

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason segir „harmleikinn" í kringum Hvalárvirkjun ekki verða til vegna skorts, heldur ofgnóttar á rafmagni.

Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
Auglýsing

Andri Snær Magnason rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi  gagnrýnir umræðu um Hvalárvirkjun og segir harmleikinn í kringum hana ekki hafa orðið til við skort á rafmagni, heldur ofgnótt. 

Í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni segir Andri Snær sérkennilegt hversu auðvelt sé að rugla saman grunnþörf almennings og braski auðmanna sem selji orku frá virkjunum. Þar að auki bendir hann á að orkuframleiðsla á höfðatölu sé langmest allra landa á Íslandi, en samkvæmt honum getur orkan í landinu þjónað fimm milljón manna samfélagi.  Því sé meint orkuóöryggi á Vestfjörðum ekki vegna vannýttra virkjunarkosta heldur vanrækslu manna í orkugeiranum.

Við því bætir Andri að það sé fullkomlega hægt að búa til þjóðgarð kringum Drangajökul og fegurðina ekki vera nýlega uppgötvaða. Hann kallaði stöðuna sem upp hafi komið stefna í einhverskonar harmleik þar sem allir myndu tapa nema erlendur aðili sem muni eiga virkjunina og mala gull úr henni. Þannig harmleikur verði til af ofgnótt, ekki skorti á rafmagni. 

Auglýsing

Færslu Andra má lesa í heild sinni hér að neðan:

Ég hef ekki tjáð mig mikið um Hvalárvirkjun. Það er alveg eins hægt að sitja heima hjá sér og horfa á Ground Hog Day á...

Posted by Andri Snær Magnason on Thursday, June 28, 2018

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Andri tjáir sig um virkjunina, en Kjarninn greindi frá því fyrir mánuði síðan þegar Andri sagði orkufyrirtækin beita almenningi fyrir sig í viðleitni þeirra til að afla orku fyrir stóriðju. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent