Andri Snær: „Ofgnótt af rafmagni" á Íslandi

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason segir „harmleikinn" í kringum Hvalárvirkjun ekki verða til vegna skorts, heldur ofgnóttar á rafmagni.

Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
Auglýsing

Andri Snær Magna­son rit­höf­undur og fyrr­ver­andi for­seta­fram­bjóð­andi  gagn­rýnir umræðu um Hval­ár­virkjun og segir harm­leik­inn í kringum hana ekki hafa orðið til við skort á raf­magni, heldur ofgnótt. 

Í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni segir Andri Snær sér­kenni­legt hversu auð­velt sé að rugla saman grunn­þörf almenn­ings og braski auð­manna sem selji orku frá virkj­un­um. Þar að auki bendir hann á að orku­fram­leiðsla á höfða­tölu sé lang­mest allra landa á Íslandi, en sam­kvæmt honum getur orkan í land­inu þjónað fimm milljón manna sam­fé­lag­i.  Því sé meint orku­ó­ör­yggi á Vest­fjörðum ekki vegna van­nýttra virkj­un­ar­kosta heldur van­rækslu manna í orku­geir­an­um.

Við því bætir Andri að það sé full­kom­lega hægt að búa til þjóð­garð kringum Dranga­jökul og feg­urð­ina ekki vera nýlega upp­götv­aða. Hann kall­aði stöð­una sem upp hafi komið stefna í ein­hvers­konar harm­leik þar sem allir myndu tapa nema erlendur aðili sem muni eiga virkj­un­ina og mala gull úr henni. Þannig harm­leikur verði til af ofgnótt, ekki skorti á raf­magn­i. 

Auglýsing

Færslu Andra má lesa í heild sinni hér að neð­an:

Ég hef ekki tjáð mig mikið um Hval­ár­virkj­un. Það er alveg eins hægt að sitja heima hjá sér og horfa á Ground Hog Day á...

Posted by Andri Snær Magna­son on Thurs­day, June 28, 2018

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Andri tjáir sig um virkj­un­ina, en Kjarn­inn greindi frá því fyrir mán­uði síðan þegar Andri sagði orku­fyr­ir­tækin beita almenn­ingi fyrir sig í við­leitni þeirra til að afla orku fyrir stór­iðju. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Sálumessa
Kjarninn 2. júlí 2020
Hæfileg fjarlægð breytist í 1 metra samkvæmt nýju reglunum.
„Þú þarft ekki að kynnast nýju fólki í sumar“
Nýjar reglur og leiðbeiningar fyrir veitingastaði og kaffihús hafa verið gefnar út í Svíþjóð. Samkvæmt þeim skal halda 1 metra bili milli hópa. Yfir 5.400 manns hafa dáið vegna COVID-19 í landinu, þar af var tilkynnt um 41 í gær.
Kjarninn 2. júlí 2020
Ríki og borg hækka framlög til Bíó Paradísar um 26 milljónir
Framlag ríkis og borgar hækkar samtals um 26 milljónir á ári í uppfærðum samstarfssamningi við Heimili kvikmyndanna, rekstraraðila Bíós Paradísar. Stefnt er að því að opna bíóið um miðjan september en þá fagnar Bíó Paradís tíu ára afmæli.
Kjarninn 2. júlí 2020
Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók kipp upp á við eftir að COVID-19 faraldurinn skall á Ísland .Hann hefur hins vegar dalað á ný í síðustu könnunum.
Stuðningur við ríkisstjórnina dregst saman
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samanlagt með 6,7 prósentustigum minna fylgi en í síðustu kosningum og myndu ekki fá meirihluta atkvæða ef kosið yrði í dag. Þrír flokkar í stjórnarandstöðu mælast yfir kjörfylgi en tveir undir.
Kjarninn 2. júlí 2020
Áfram verslað með Icelandair þrátt fyrir tilkynningu um mögulega greiðslustöðvun
Grunur þarf að vera um ójafnan aðgang fjárfesta að innherjaupplýsingum til þess að viðskipti með bréf Icelandair verði stöðvuð tímabundið í Kauphöllinni. Aðilar á fjármálamarkaði furða sig sumir á því að enn sé verslað og bréfin ekki athugunarmerkt.
Kjarninn 2. júlí 2020
Ketill Sigurjónsson
Átök á raforkumarkaði stóriðju
Kjarninn 2. júlí 2020
Jafnréttismál eru orðin hluti af sjálfsmynd Íslands – og jafnrétti að vörumerki
Jafnréttismál eru hluti af sjálfsmynd Íslands, samkvæmt nýrri rannsókn. Það lýsir sér m.a. í tilkomu Kvennalistans, kjöri Vigdísar Finnbogadóttur og valdatíð Jóhönnu Sigurðardóttur og Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 2. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Framtíð 5G á Íslandi
Kjarninn 2. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent