Andri Snær: „Ofgnótt af rafmagni" á Íslandi

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason segir „harmleikinn" í kringum Hvalárvirkjun ekki verða til vegna skorts, heldur ofgnóttar á rafmagni.

Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
Auglýsing

Andri Snær Magna­son rit­höf­undur og fyrr­ver­andi for­seta­fram­bjóð­andi  gagn­rýnir umræðu um Hval­ár­virkjun og segir harm­leik­inn í kringum hana ekki hafa orðið til við skort á raf­magni, heldur ofgnótt. 

Í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni segir Andri Snær sér­kenni­legt hversu auð­velt sé að rugla saman grunn­þörf almenn­ings og braski auð­manna sem selji orku frá virkj­un­um. Þar að auki bendir hann á að orku­fram­leiðsla á höfða­tölu sé lang­mest allra landa á Íslandi, en sam­kvæmt honum getur orkan í land­inu þjónað fimm milljón manna sam­fé­lag­i.  Því sé meint orku­ó­ör­yggi á Vest­fjörðum ekki vegna van­nýttra virkj­un­ar­kosta heldur van­rækslu manna í orku­geir­an­um.

Við því bætir Andri að það sé full­kom­lega hægt að búa til þjóð­garð kringum Dranga­jökul og feg­urð­ina ekki vera nýlega upp­götv­aða. Hann kall­aði stöð­una sem upp hafi komið stefna í ein­hvers­konar harm­leik þar sem allir myndu tapa nema erlendur aðili sem muni eiga virkj­un­ina og mala gull úr henni. Þannig harm­leikur verði til af ofgnótt, ekki skorti á raf­magn­i. 

Auglýsing

Færslu Andra má lesa í heild sinni hér að neð­an:

Ég hef ekki tjáð mig mikið um Hval­ár­virkj­un. Það er alveg eins hægt að sitja heima hjá sér og horfa á Ground Hog Day á...

Posted by Andri Snær Magna­son on Thurs­day, June 28, 2018

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Andri tjáir sig um virkj­un­ina, en Kjarn­inn greindi frá því fyrir mán­uði síðan þegar Andri sagði orku­fyr­ir­tækin beita almenn­ingi fyrir sig í við­leitni þeirra til að afla orku fyrir stór­iðju. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Boris Johnson var í kvöld lagður inn á spítala í London.
Boris Johnson lagður inn á spítala
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á spítala í London til skoðunar, en hann hefur verið með „þrálát einkenni“ COVID-19 sýkingar allt frá því að hann greindist með veiruna fyrir tíu dögum síðan.
Kjarninn 5. apríl 2020
Virði veðsettra bréfa dróst saman um 30 milljarða í mars
Heildarvirði allra félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands og First North markaðinn dróst saman um 184 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020.
Kjarninn 5. apríl 2020
Söngvaskáld gefur út Skrifstofuplöntu
Söngvaskáldið Sveinn Guðmundsson safnar fyrir útgáfu nýrrar plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 5. apríl 2020
Frá Ísafirði. Þar og í Bolungarvík eru hertar sóttvarnaráðstafanir einnig áfram í gildi.
Hertar aðgerðir á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og í Súðavík
Rétt eins og á Ísafirði og í Bolungarvík hefur nú verið ákveðið að loka leik- og grunnskólum í minni bæjum á norðanverðum Vestfjörðum á meðan smitrakning nýrra smita á svæðinu stendur yfir.
Kjarninn 5. apríl 2020
Einar Helgason
Gömlum frethólki svarað
Kjarninn 5. apríl 2020
Ellefu sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild vegna COVID-19
Fólki í sóttkví fjölgar á ný
Í dag eru 1.054 einstaklingar með virk COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.017. Alls er 428 manns batnað.
Kjarninn 5. apríl 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Við þurfum að skuldsetja ríkissjóð verulega“
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna kvörtuðu undan samráðsleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar í Silfrinu í morgun og sögðust telja að stjórnvöld þyrftu að bæta verulega í hvað varðar efnahagsleg viðbrögð við heimsfaraldrinum.
Kjarninn 5. apríl 2020
Hugfangin af jöklum og kvikunni sem kraumar undir
Hún gekk í geimbúningi á Vatnajökli og er með gasgrímu og öryggishjálm til taks í vinnunni. Hún heldur sig þó heima þessa dagana enda „verður maður að hugsa um landlækni,“ segir eldfjallafræðingurinn Helga Kristín Torfadóttir, dóttir Ölmu Möller.
Kjarninn 5. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent