Frakkar eru heimsmeistarar í knattspyrnu karla eftir að hafa unnið lið Króata 4-2 í úrslitaleik í Rússlandi rétt í þessu. Leikurinn var hin mesta skemmtun, innihélt flott tilþrif, mikil mistök, vítaspyrnu og spennu.
Sigur Frakkanna var þó sannfærandi. Þeir voru 2-1 yfir í hálfleik og komust mest í 4-1 í seinni hálfleik. Króatarnir gáfu allt sem þeir áttu, en voru þó alltaf skrefi á eftir Frökkunum. Má vera að sú erfiða leið sem þeir þurftu að fara að þessum leik í útsláttarkeppninni, þar sem þeir spiluðu þrjá framlengda leiki, samtals 450 mínútur af fótbolta síðan 1. júlí.
Mörk Frakkanna skoruðu:
Auglýsing
Mario Mandžukic (18')
Antoine Griezmann (38')
Paul Pogba (59')
Kylian Mbappé (65')
Mörk Króatanna skoruðu:
Ivan Perišic (28')
Mario Mandžukic (69')