Danskir menntaskólar berjast gegn unglingadrykkju

Fjöldi menntaskóla í Danmörku hefur innleitt reglur til að stemma stigu við áfengisnotkun nemenda sinna á böllum og hátíðum. Reglurnar fela meðal annars í sér að einungis verði hægt að selja nemendunum bjór á skipulögðum hátíðum skólans.

Danmörk fáni
Auglýsing

Mennta­skól­ar í Dan­mörku eru í bar­áttu við áfeng­is­notkun nem­enda sinna, en rekt­orar skól­anna eru ánægðir með nýjar reglur sem ætl­aðar eru til að „stöðva“ drykkju­menn­ing­una. Regl­urnar fela meðal ann­ars í sér bann á sölu á sterku áfengi og tak­mörkun á áfeng­is­kaupum skól­ans. Þetta kemur fram í frétt á vef danska rík­is­út­varps­ins.

Bara bjór á böllum

Nem­endur danskra mennta­skóla eru að jafn­aði 16-19 ára gaml­ir, en hefð hefur verið fyrir því að áfengi sé haft við hönd í fjöl­mörgum af skipu­lögðum við­burðum skól­anna. Í fyrra settu mennta­skólar á Fjóni, Sjá­landi og Jót­landi hins vegar upp sam­eig­in­legar áfeng­is­reglur í fyrra þar sem mælt var með því að tak­marka sölu áfengis á hátíðum skól­anna.  Regl­urnar eru eft­ir­far­andi:

  1. Áfengi er alla jafna ekki leyft í busa­ferðum og öðrum lær­dóms­ferð­um. Þó gæti neysla þess verið leyfð með sam­þykki og þátt­töku kenn­ara við kvöld­verð á síð­asta deg­i. 
  2. Í mesta lagi mega mennta­skól­arnir halda fimm skóla­böll á hverju ári. Fyrir þessar hátíðir má áfengi ein­ungis vera keypt í tak­mörk­uðu magn­i. 
  3. Ekki má gefa nem­endum drykki með meira en fimm pró­senta áfeng­is­magni á böllum skól­ans. 
  4. Nem­endur sem virð­ast hafa drukkið of mikið við komu á böllin verða sendir heim.
  5. Ein­staka skólar munu láta nem­endur blása í áfeng­is­mæli við inn­gang­inn á böll­un­um. Hafi nem­andi þar meira en 0,5 pró­milla áfeng­is­magn í lík­am­anum sínum verði hann sendur heim.
    Auglýsing

Færri árekstrar eftir inn­leið­ingu regln­anna

Í við­tali við danska rík­is­út­varpið segja rekt­orar mennta­skól­anna við Hró­arskeldu og Rung­sted að regl­urnar hafi leitt til mik­illa breyt­inga á skóla­skemmt­un­unum sjálf­um.

„Við og aðrir skólar upp­lifðum að áfeng­is­neysla væri mjög mik­il, sér­stak­lega á böll­un­um. Við getum séð að böllin hafa breyst (eftir inn­leið­ingu regln­anna). Þau hafa orðið huggu­legri á þann hátt að það er meira talað og færri árekstrar sem hafa nei­kvæð áhrif á félags­líf­ið,“ segir Ruth ­Kirkegaard, rektor við mennta­skól­ann í Rung­sted. 

Þess utan vill Ruth meina að regl­urnar hafi hjálpað til við að fjar­lægja félags­legan þrýst­ing við að byrja að drekka áfengi, sem margir ung­lingar finni fyr­ir. „Með dönsku drykkju­menn­ing­unni gætu sumum fund­ist að þeir þurfi að dreka áfengi þar sem aðrir gera það. Við skynjum það að það hafi orðið létt­ara fyrir þá sem frá­biðja sér áfengi að vera með,“ segir hún. 

For­eldrar þurfi að vera með

Þrátt fyrir til­raunir skól­anna til að bjóða nem­endum upp á ung­linga­há­tíðir undir eft­ir­liti full­orð­inna í stað óskipu­lagðra sam­koma segja rekt­orar þeirra að þátt­taka for­eldr­anna sé mik­il­væg. „Við getum ekki gert upp drykkju­menn­ingu heils lands alein. Við þurfum að hafa for­eld­rana með, og til allrar ham­ingju höfum við mik­inn stuðn­ing frá for­eldra­hópn­um, þar sem þau hafa stjórn á fyr­ir­par­tíum og geta sett áfeng­is­neysl­unni ein­hver tak­mörk,“ segir Ruth ­Kirkegaard.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Pawel Bartoszek
Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni
Kjarninn 30. október 2020
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent