Danskir menntaskólar berjast gegn unglingadrykkju

Fjöldi menntaskóla í Danmörku hefur innleitt reglur til að stemma stigu við áfengisnotkun nemenda sinna á böllum og hátíðum. Reglurnar fela meðal annars í sér að einungis verði hægt að selja nemendunum bjór á skipulögðum hátíðum skólans.

Danmörk fáni
Auglýsing

Mennta­skól­ar í Dan­mörku eru í bar­áttu við áfeng­is­notkun nem­enda sinna, en rekt­orar skól­anna eru ánægðir með nýjar reglur sem ætl­aðar eru til að „stöðva“ drykkju­menn­ing­una. Regl­urnar fela meðal ann­ars í sér bann á sölu á sterku áfengi og tak­mörkun á áfeng­is­kaupum skól­ans. Þetta kemur fram í frétt á vef danska rík­is­út­varps­ins.

Bara bjór á böllum

Nem­endur danskra mennta­skóla eru að jafn­aði 16-19 ára gaml­ir, en hefð hefur verið fyrir því að áfengi sé haft við hönd í fjöl­mörgum af skipu­lögðum við­burðum skól­anna. Í fyrra settu mennta­skólar á Fjóni, Sjá­landi og Jót­landi hins vegar upp sam­eig­in­legar áfeng­is­reglur í fyrra þar sem mælt var með því að tak­marka sölu áfengis á hátíðum skól­anna.  Regl­urnar eru eft­ir­far­andi:

  1. Áfengi er alla jafna ekki leyft í busa­ferðum og öðrum lær­dóms­ferð­um. Þó gæti neysla þess verið leyfð með sam­þykki og þátt­töku kenn­ara við kvöld­verð á síð­asta deg­i. 
  2. Í mesta lagi mega mennta­skól­arnir halda fimm skóla­böll á hverju ári. Fyrir þessar hátíðir má áfengi ein­ungis vera keypt í tak­mörk­uðu magn­i. 
  3. Ekki má gefa nem­endum drykki með meira en fimm pró­senta áfeng­is­magni á böllum skól­ans. 
  4. Nem­endur sem virð­ast hafa drukkið of mikið við komu á böllin verða sendir heim.
  5. Ein­staka skólar munu láta nem­endur blása í áfeng­is­mæli við inn­gang­inn á böll­un­um. Hafi nem­andi þar meira en 0,5 pró­milla áfeng­is­magn í lík­am­anum sínum verði hann sendur heim.
    Auglýsing

Færri árekstrar eftir inn­leið­ingu regln­anna

Í við­tali við danska rík­is­út­varpið segja rekt­orar mennta­skól­anna við Hró­arskeldu og Rung­sted að regl­urnar hafi leitt til mik­illa breyt­inga á skóla­skemmt­un­unum sjálf­um.

„Við og aðrir skólar upp­lifðum að áfeng­is­neysla væri mjög mik­il, sér­stak­lega á böll­un­um. Við getum séð að böllin hafa breyst (eftir inn­leið­ingu regln­anna). Þau hafa orðið huggu­legri á þann hátt að það er meira talað og færri árekstrar sem hafa nei­kvæð áhrif á félags­líf­ið,“ segir Ruth ­Kirkegaard, rektor við mennta­skól­ann í Rung­sted. 

Þess utan vill Ruth meina að regl­urnar hafi hjálpað til við að fjar­lægja félags­legan þrýst­ing við að byrja að drekka áfengi, sem margir ung­lingar finni fyr­ir. „Með dönsku drykkju­menn­ing­unni gætu sumum fund­ist að þeir þurfi að dreka áfengi þar sem aðrir gera það. Við skynjum það að það hafi orðið létt­ara fyrir þá sem frá­biðja sér áfengi að vera með,“ segir hún. 

For­eldrar þurfi að vera með

Þrátt fyrir til­raunir skól­anna til að bjóða nem­endum upp á ung­linga­há­tíðir undir eft­ir­liti full­orð­inna í stað óskipu­lagðra sam­koma segja rekt­orar þeirra að þátt­taka for­eldr­anna sé mik­il­væg. „Við getum ekki gert upp drykkju­menn­ingu heils lands alein. Við þurfum að hafa for­eld­rana með, og til allrar ham­ingju höfum við mik­inn stuðn­ing frá for­eldra­hópn­um, þar sem þau hafa stjórn á fyr­ir­par­tíum og geta sett áfeng­is­neysl­unni ein­hver tak­mörk,“ segir Ruth ­Kirkegaard.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent