Danskir menntaskólar berjast gegn unglingadrykkju

Fjöldi menntaskóla í Danmörku hefur innleitt reglur til að stemma stigu við áfengisnotkun nemenda sinna á böllum og hátíðum. Reglurnar fela meðal annars í sér að einungis verði hægt að selja nemendunum bjór á skipulögðum hátíðum skólans.

Danmörk fáni
Auglýsing

Menntaskólar í Danmörku eru í baráttu við áfengisnotkun nemenda sinna, en rektorar skólanna eru ánægðir með nýjar reglur sem ætlaðar eru til að „stöðva“ drykkjumenninguna. Reglurnar fela meðal annars í sér bann á sölu á sterku áfengi og takmörkun á áfengiskaupum skólans. Þetta kemur fram í frétt á vef danska ríkisútvarpsins.

Bara bjór á böllum

Nemendur danskra menntaskóla eru að jafnaði 16-19 ára gamlir, en hefð hefur verið fyrir því að áfengi sé haft við hönd í fjölmörgum af skipulögðum viðburðum skólanna. Í fyrra settu menntaskólar á Fjóni, Sjálandi og Jótlandi hins vegar upp sameiginlegar áfengisreglur í fyrra þar sem mælt var með því að takmarka sölu áfengis á hátíðum skólanna.  Reglurnar eru eftirfarandi:

  1. Áfengi er alla jafna ekki leyft í busaferðum og öðrum lærdómsferðum. Þó gæti neysla þess verið leyfð með samþykki og þátttöku kennara við kvöldverð á síðasta degi. 
  2. Í mesta lagi mega menntaskólarnir halda fimm skólaböll á hverju ári. Fyrir þessar hátíðir má áfengi einungis vera keypt í takmörkuðu magni. 
  3. Ekki má gefa nemendum drykki með meira en fimm prósenta áfengismagni á böllum skólans. 
  4. Nemendur sem virðast hafa drukkið of mikið við komu á böllin verða sendir heim.
  5. Einstaka skólar munu láta nemendur blása í áfengismæli við innganginn á böllunum. Hafi nemandi þar meira en 0,5 prómilla áfengismagn í líkamanum sínum verði hann sendur heim.
    Auglýsing

Færri árekstrar eftir innleiðingu reglnanna

Í viðtali við danska ríkisútvarpið segja rektorar menntaskólanna við Hróarskeldu og Rungsted að reglurnar hafi leitt til mikilla breytinga á skólaskemmtununum sjálfum.

„Við og aðrir skólar upplifðum að áfengisneysla væri mjög mikil, sérstaklega á böllunum. Við getum séð að böllin hafa breyst (eftir innleiðingu reglnanna). Þau hafa orðið huggulegri á þann hátt að það er meira talað og færri árekstrar sem hafa neikvæð áhrif á félagslífið,“ segir Ruth Kirkegaard, rektor við menntaskólann í Rungsted. 

Þess utan vill Ruth meina að reglurnar hafi hjálpað til við að fjarlægja félagslegan þrýsting við að byrja að drekka áfengi, sem margir unglingar finni fyrir. „Með dönsku drykkjumenningunni gætu sumum fundist að þeir þurfi að dreka áfengi þar sem aðrir gera það. Við skynjum það að það hafi orðið léttara fyrir þá sem frábiðja sér áfengi að vera með,“ segir hún. 

Foreldrar þurfi að vera með

Þrátt fyrir tilraunir skólanna til að bjóða nemendum upp á unglingahátíðir undir eftirliti fullorðinna í stað óskipulagðra samkoma segja rektorar þeirra að þátttaka foreldranna sé mikilvæg. „Við getum ekki gert upp drykkjumenningu heils lands alein. Við þurfum að hafa foreldrana með, og til allrar hamingju höfum við mikinn stuðning frá foreldrahópnum, þar sem þau hafa stjórn á fyrirpartíum og geta sett áfengisneyslunni einhver takmörk,“ segir Ruth Kirkegaard.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent