Á þriðja tug sagt upp hjá Icelandair

Uppsagnirnar munu ná til starfsfólks á ýmsum sviðum og deilum bæði í Reykjavík og Keflavík og eru liður í hagræðingaraðgerðum sem félagið hefur gripið til að undanförnu eftir mikla erfiðleika í kjölfar hækkandi olíuverðs og samkeppni.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Á þriðja tug starfs­manna hefur verið sagt upp hjá Icelanda­ir. Vísir greinir frá og fékk stað­fest­ingu frá Guð­jóni Arn­gríms­syni upp­lýs­inga­full­trúa félags­ins.

­Upp­sagn­irnar munu ná til starfs­fólks á ýmsum sviðum og deilum bæði í Reykja­vík og Kefla­vík og eru liður í hag­ræð­ing­ar­að­gerðum sem félagið hefur gripið til að und­an­förnu eftir mikla erf­ið­leika í kjöl­far hækk­andi olíu­verðs og sam­keppni.

Eins og fjallað hefur verið ítar­­lega um á vef Kjarn­ans á und­an­­förnum vikum, þá hefur rekstr­­ar­um­hverfi flug­­­fé­laga versnað nokkuð á und­an­­förnum mis­s­er­­um. WOW Air vinnu enn að því að styrkja fjár­­hag félags­­ins, til að tryggja rekst­­ur­inn til fram­­tíð­­ar, og afkoma Icelandair hefur farið versn­and­i.

Auglýsing

Olíu­­verð hefur farið hækk­­andi en verð á hrá­ol­­íu­t­unn­inni er nú komið upp undir 80 Banda­­ríkja­dali, og hefur það hækkað um tíu pró­­sent á tveimur vik­­um. Spár gera ráð fyrir áfram­hald­andi hækk­­un­um, sam­­kvæmt grein­ingum sem Wall Street Journal hefur að und­an­­förnu vitnað til í umfjöllun sinn­i.

Afkomu­­spá félags­­ins gerir ráð fyrir því EBITDA rekstr­­ar­hagn­aður Icelandair verði 80 til 100 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala á þessu ári, eða sem nemur 8,5 til 11 millj­­örðum króna. Björgólfur Jóhanns­­son sagði starfi sínu sem for­­stjóri laus, 27. ágúst síð­­ast­lið­inn, en í til­­kynn­ingu sagði hann að félagið stæði fjár­­hags­­lega sterkt á þessum tíma­­punkti, og til­­­búið að takast á við sveiflu­­kennt umhverfi flug­­iðn­­að­­ar­ins.

Auk þess­ara upp­sagna hefur flug­freyjum og flug­þjónum Icelandair í hlutastafi verið velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. jan­úar næst­kom­andi ellegar missa vinn­una. Tölu­verð reiði er meðal þess hóps sem þessi ákvörðun nær til hjá félag­inu.

Í tölvu­­póst­i þar sem flug­liðum var til­kynnt um þessar breyt­ingar félags­ins sagði að breytt staða Icelandair kalli á breyt­ing­­ar. „Nú er útlit fyrir að fyr­ir­tækið verði ekki rekið með hagn­aði árið 2018 og er það grafal­var­­leg staða, enda byggja fyr­ir­tæki fram­­tíð sína á að geta fjár­­­fest í upp­­­bygg­ingu og þróun til að vaxa og dafna,“ segir í tölvu­­póst­­in­­um.

Í ágúst síð­ast­liðnum var einnig upp­lýst um að að Icelandair hygð­ist að færa hluta bak- og bók­halds­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins til eist­nesks dótt­ur­fé­lags.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent