Að minnsta kosti ein vél Primera Air var kyrrsett á Stanstedflugvelli í Lundúnum í gær vegna ógreiddra lendingargjalda. Engin vél á vegum félagsins var hins vegar á Keflavíkurflugvelli á þeim tíma. Isavia, fyrirtæki sem er að fullu í eigu íslenska ríkisins, mun tapa fjármunum á yfirvofandi gjaldþroti Primera Air. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Í tilkynningu frá félaginu í gær kom fram að engir viðskiptavinir íslenskra ferðaskrifstofa ættu að verða fyrir áhrifum af gjaldþrotinu en ljóst að margir farþegar urðu strandaglópar í Evrópu í gær þegar starfsemi fyrirtækisin lagðist af. Samgöngustofa hvetur hinsvegar viðskiptavini að leita réttar síns.
Primera Air, sem eru í eigu Andra Már Ingólfssonar, fer fram á greiðslustöðvun í dag eftir 14 ár í rekstri. Í tilkynningu flugfélagsins kemur fram að gjaldþrotið er til komið í kjölfar þungbærra áfalla á síðasta ári, m.a. missti félagið vél úr flota sínum vegna tæringu sem hafi í för með sér 1,5 milljarða viðbótarkostnað.
Flugfélagið stóð þó engu síðar í uppbygginu á þessu ári og átti að taka á móti 10 nýjum og sérhönnuð Boeing flugvélum á næsta ári en þær áttu að gera félaginu kleift að fljúga frá nokkrum lykilflugvöllum í Evrópu. Í tilkynningunni er fjallað um hversu erfitt sé að standast slík áföll í því rekstrarumhverfi sem ríki á markaðinum og því hafi stjórn Primera tekið ákvörðun um að hætta rekstri á þessum tíma.