Aukin fjárframlög til Landspítalans leiða ekki til aukins fjármagns til menntunar og vísinda

Landspítalinn hefur ítrekað óskað eftir auknu fjármagni til að efla vísinda- og menntastarf innan stofnunarinnar en í fjárlagafrumvarpinu er ekkert fjármagn eyrnamerkt fyrir það starf.

landspitalinn_15850803887_o.jpg
Auglýsing

Nauð­syn­legt er að stjórn­völd auki áherslu á menntun heil­brigð­is­starfs­manna en ekki síður að halda mennt­uðum heil­brigð­is­starfs­mönnum í störf­um. Ef stefnt er að breyta lækna­nám­inu og fjölga nem­endum úr 48 í 60 á næstu árum þá þarf heil­brigð­is­kerfið að eiga mögu­leika á að mæta þeirra fjölg­un. Þetta segir Krist­ján Erlends­son, læknir og kennslu­stjóri lækna­deilar háskóla Íslands, í grein í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins.

Hann skorar á stjórn­völd að fara í átak í að byggja upp mennta­væna inn­viði í heil­brigð­is­kerf­inu og vísar hann jafn­framt til skýrslu frá Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofnun sem greinir því að 18 millj­ónir heil­brigð­is­starfs­manna muni vanta á heims­vísu árið 2030.

Krist­ján bendir enn fremur á í grein sinni að sam­kvæmt Mck­insey skýrsl­unni frá árinu 2016, sem gerð var að beiðni fjár­laga­nefndar Alþing­is, sé íslenska heil­brigð­is­kerfið nú þegar alvar­lega und­ir­mannað og ef ekk­ert verði að gert þá muni það bitna á þróun og gæðum heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar. Þess megi nú þegar sjá merki.

Auglýsing

Ísland langt á eftir Norð­ur­lönd­unum

Í grein Krist­jáns kemur fram að fyrir menntun lækna­nema þurfi góða sam­vinnu við heil­brigð­is­stofn­anir fyrir klíníska mennt­un, en þar hafi Ísland setið eftir í sam­an­burði við hin Norð­ur­löndin sem og Banda­ríkin og Bret­land. Í dag sé fjár­magn til mennt­unar og vís­inda á Land­spít­al­anum undir 1 pró­sent af heild­ar­kostnað spít­al­ans. Í Vís­inda­stefnu spít­al­ans frá 2007 var stefnt að sú tala væri 3 pró­sent sem er þó vel undir stefnu Norð­ur­land­anna í þessu málum en þar var talan 6 pró­sent árið 2007. Krist­ján bendir á að lítið fjár­magn og aukið þjón­ustu­á­lagi sem og fjölgun nem­enda hljóti að fylgja hnignun í menntun og vís­ind­um.

Fram kemur í umsögn Land­spít­al­ans um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um fjár­mála­ætlun 2019 til 2023 frá 3. maí síð­ast­liðnum að Land­spít­al­inn óski eftir tals­vert meira fjár­magni en þings­á­lykt­un­ar­til­lagan geri ráð fyr­ir. Í umsögn­inni kemur meðal ann­ars fram ósk um fjár­magn til að við­halda og byggja upp vís­inda­starf og til að sinna fjölgun nem­enda í heil­brigð­is­vís­ind­um. En fram kemur að mat Land­spít­al­ans á upp­safn­aðri við­bót­ar­fjár­þörf til að sinna þeim tveimur verk­efnum til næstu þurfi 893 millj­ónum króna árið 2018 en alls 12.788 millj­ónir upp­safnað til að standa undir 5 ára áætl­un.

Hlut­fall fjár­magns til mennta- og vís­inda­starfs mun ekki hækka

Sam­kvæmt nýja fjár­laga­frum­varp­inu verða fram­lög rík­­is­ins til rekst­­urs Land­­spít­­al­ans á næsta ári 71,3 millj­­arðar króna eða 65,4 millj­­arðar að teknu til­­liti til sér­­­tekju­­á­ætl­un­­ar, sam­an­­borið við 61,8 millj­­arða að teknu til­­liti til sér­­­tekna árið 2018.

Í sam­tali við Kjarn­inn segir Anna Sig­rún Bald­urs­dótt­ur, aðstoð­ar­maður Páll Matth­í­as­sonar for­stjóra Land­spít­al­ans, að ekki sé gert ráð fyrir auknu fjár­magni til mennta- og vís­inda­starfs innan Land­spít­al­ans í nýja fjár­laga­frum­varp­inu. Land­spít­al­inn hafi ítrekað á hverju ári óskað eftir auknu fjár­magni til mennta- og vís­inda­starfs og muni gera það áfram. Hún tekur fram að Land­spít­al­inn sé nú þegar búin að koma með athuga­semdir við frum­varp­ið. Hlut­fall fjár­magns til mennta- og vís­inda innan Land­spít­al­ans muni því ekki hækka úr undir 1 pró­sent á næsta ári þó fjölgun hjúkr­un­ar­fræði­nema sem og lækna­nema liggi fyr­ir­.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent