Aukin fjárframlög til Landspítalans leiða ekki til aukins fjármagns til menntunar og vísinda

Landspítalinn hefur ítrekað óskað eftir auknu fjármagni til að efla vísinda- og menntastarf innan stofnunarinnar en í fjárlagafrumvarpinu er ekkert fjármagn eyrnamerkt fyrir það starf.

landspitalinn_15850803887_o.jpg
Auglýsing

Nauð­syn­legt er að stjórn­völd auki áherslu á menntun heil­brigð­is­starfs­manna en ekki síður að halda mennt­uðum heil­brigð­is­starfs­mönnum í störf­um. Ef stefnt er að breyta lækna­nám­inu og fjölga nem­endum úr 48 í 60 á næstu árum þá þarf heil­brigð­is­kerfið að eiga mögu­leika á að mæta þeirra fjölg­un. Þetta segir Krist­ján Erlends­son, læknir og kennslu­stjóri lækna­deilar háskóla Íslands, í grein í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins.

Hann skorar á stjórn­völd að fara í átak í að byggja upp mennta­væna inn­viði í heil­brigð­is­kerf­inu og vísar hann jafn­framt til skýrslu frá Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofnun sem greinir því að 18 millj­ónir heil­brigð­is­starfs­manna muni vanta á heims­vísu árið 2030.

Krist­ján bendir enn fremur á í grein sinni að sam­kvæmt Mck­insey skýrsl­unni frá árinu 2016, sem gerð var að beiðni fjár­laga­nefndar Alþing­is, sé íslenska heil­brigð­is­kerfið nú þegar alvar­lega und­ir­mannað og ef ekk­ert verði að gert þá muni það bitna á þróun og gæðum heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar. Þess megi nú þegar sjá merki.

Auglýsing

Ísland langt á eftir Norð­ur­lönd­unum

Í grein Krist­jáns kemur fram að fyrir menntun lækna­nema þurfi góða sam­vinnu við heil­brigð­is­stofn­anir fyrir klíníska mennt­un, en þar hafi Ísland setið eftir í sam­an­burði við hin Norð­ur­löndin sem og Banda­ríkin og Bret­land. Í dag sé fjár­magn til mennt­unar og vís­inda á Land­spít­al­anum undir 1 pró­sent af heild­ar­kostnað spít­al­ans. Í Vís­inda­stefnu spít­al­ans frá 2007 var stefnt að sú tala væri 3 pró­sent sem er þó vel undir stefnu Norð­ur­land­anna í þessu málum en þar var talan 6 pró­sent árið 2007. Krist­ján bendir á að lítið fjár­magn og aukið þjón­ustu­á­lagi sem og fjölgun nem­enda hljóti að fylgja hnignun í menntun og vís­ind­um.

Fram kemur í umsögn Land­spít­al­ans um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um fjár­mála­ætlun 2019 til 2023 frá 3. maí síð­ast­liðnum að Land­spít­al­inn óski eftir tals­vert meira fjár­magni en þings­á­lykt­un­ar­til­lagan geri ráð fyr­ir. Í umsögn­inni kemur meðal ann­ars fram ósk um fjár­magn til að við­halda og byggja upp vís­inda­starf og til að sinna fjölgun nem­enda í heil­brigð­is­vís­ind­um. En fram kemur að mat Land­spít­al­ans á upp­safn­aðri við­bót­ar­fjár­þörf til að sinna þeim tveimur verk­efnum til næstu þurfi 893 millj­ónum króna árið 2018 en alls 12.788 millj­ónir upp­safnað til að standa undir 5 ára áætl­un.

Hlut­fall fjár­magns til mennta- og vís­inda­starfs mun ekki hækka

Sam­kvæmt nýja fjár­laga­frum­varp­inu verða fram­lög rík­­is­ins til rekst­­urs Land­­spít­­al­ans á næsta ári 71,3 millj­­arðar króna eða 65,4 millj­­arðar að teknu til­­liti til sér­­­tekju­­á­ætl­un­­ar, sam­an­­borið við 61,8 millj­­arða að teknu til­­liti til sér­­­tekna árið 2018.

Í sam­tali við Kjarn­inn segir Anna Sig­rún Bald­urs­dótt­ur, aðstoð­ar­maður Páll Matth­í­as­sonar for­stjóra Land­spít­al­ans, að ekki sé gert ráð fyrir auknu fjár­magni til mennta- og vís­inda­starfs innan Land­spít­al­ans í nýja fjár­laga­frum­varp­inu. Land­spít­al­inn hafi ítrekað á hverju ári óskað eftir auknu fjár­magni til mennta- og vís­inda­starfs og muni gera það áfram. Hún tekur fram að Land­spít­al­inn sé nú þegar búin að koma með athuga­semdir við frum­varp­ið. Hlut­fall fjár­magns til mennta- og vís­inda innan Land­spít­al­ans muni því ekki hækka úr undir 1 pró­sent á næsta ári þó fjölgun hjúkr­un­ar­fræði­nema sem og lækna­nema liggi fyr­ir­.  

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Samþykkt að fara í verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg
Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg eða 95,5% samþykkti verkfallsboðun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Guðrún Svanhvít sagði Bláskógabyggð hafa hugsað vel um hálendið og staðið þar fyrir uppbyggingu og verndun.
„Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu okkar“
Hálendisþjóðgarður mynda taka skipulagsvald af sveitarstjórnum, segir bóndi og sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Tómas Guðbjartsson segir svæðið „gullmola“ sem beri að varðveita og til þess að svo megi verða þurfi allir að gefa eitthvað eftir.
Kjarninn 26. janúar 2020
Ófullburða arfur – ljúf, fyndin og frábær leiklist
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Engilinn eftir Þorvald Þorsteinsson.
Kjarninn 26. janúar 2020
Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Vonin kveikt með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun
Norðlægi hvíti nashyrningurinn er í raun útdauður. Síðasta karldýrið er fallið. En nú hefur tekist með fordæmalausri aðgerð að búa til lífvænlega fósturvísa sem setja á upp í annarri deilitegund þessara einstöku risa.
Kjarninn 26. janúar 2020
Kirkja í Holte í Danmörku.
Tækifæriskirkjur
Hvað á að gera við gamla kirkju sem ekkert er notuð vegna þess að íbúarnir á svæðinu eru fluttir burt? Í Danmörku eru tugir slíkra guðshúsa, flest mjög gömul. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta sumum slíkum kirkjum í svokallaðar tækifæriskirkjur.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent