Off venue-tónleikstöðum hefur verið fækkað úr sextíu í tuttugu og fimm á Iceland Airwaves í ár. Þetta staðfestir Ísleifur Þórhallsson, nýr framkvæmdarstjóri Iceland Airwaves og forstjóri Senu Live, í samtali við Kjarnann. Greiðslan hefur jafnframt verið hækkuð fyrir að halda Off Venue-tónleika úr 60 þúsund krónur fyrir alla helgina í 500 þúsund krónur.
Í nýja fyrirkomulaginu hjá Iceland Airwaves verða tónleikastaðir sem halda vilja Off Venue-viðburði rukkaðir um dagsgjald sem fer hækkandi er nær dregur helginni. Að halda Off Venue-viðburð á miðvikudeginum kostar 50 þúsund krónur, á fimmtudeginum 100 þúsund krónur, föstudeginum 150 þúsund krónur og á laugardeginum 200 þúsund krónur.
Þetta þýðir að ef ákveðinn tónleikastaður vill halda halda Off Venue-viðburði hjá sér yfir alla hátíðina þá þarf að hann að greiða 500 þúsund krónur. Ísleifur tekur þó fram að þeir geri sérsamninga við staði sem eru ekki reknir í hagnaðarskyni en enginn greinarmunur hafi verið gerður á milli staða, stærð þeirra eða hvernig staðir voru reknar síðustu ár.
Ísleifur segir að innifalið í þessu gjaldi sé að Off Venue-tónleikastaðirnir og dagskráin er kynnt sem hluti af hátíðinni. Það séu þó ákveðnar reglur um tónleikahald Off Venue-tónleika, til dæmis að listamenn sem spila einnig á hátíðinni sjálfri megi ekki spila á Off Venue-tónleikum sama dag.
Hann tekur það jafnframt fram að Off Venue-dagskráin sé mikilvægur og skemmtilegur hluti af hátíðinni en fækkun tónleikastaði sé hluti af því ferli nýrra eigandi í að endurskipuleggja hátíðina með það að markmiði að rétta úr kútnum og halda hátíðinni gangandi. En samkvæmt Ísleifi hefur fjöldi Off Venue-viðburða haft mikil áhrif á miðasölu hátíðarinnar síðustu ár og í raun verið mjög sligandi fjárhagslega fyrir hátíðina.
Nýir eigendur Iceland Airwaves vonast til að með þessum breytingum mun fleiri miðar seljast á hátíðina. Í ár mun eitt armband veitir aðgang inn á alla viðburði hátíðarinnar, ólíkt fyrri árum. Ísleifur segir að markmiðið sé að auka virði armbandsins og sé það gert með því að fækka Off Venue-stöðum en í stað þess mun hátíðin sjálf standa fyrir sérstökum viðburðum yfir helgina. Ísleifur leggur áherslu á, í samtali við Kjarnann, hversu alvarlega þeir taki nýja hlutverki sínu sem eigendur Iceland Airwaves. Hann segir hátíðina gríðarlega mikilvæga fyrir íslenska tónlistarsenu, sem og Reykjavíkurborg.