Vefsíða opnuð með frásögnum um kynferðisbrot og áreiti Jóns Baldvins

Í dag verður opnuð vefsíða með vitnisburðum um meint kynferðisbrot og áreiti Jóns Baldvins Hannibalssonar í garð kvenna. Elsta sagan er frá árinu 1962 og sú yngsta frá árinu 2018.

Jón Baldvin Hallibalsson
Jón Baldvin Hallibalsson
Auglýsing

Í dag verður opnuð vef­síða með vitn­is­burðum um kyn­ferð­is­brot og áreiti Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar, fyrr­ver­andi ráð­herra og sendi­herra, í garð kvenna og barna.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá hóp kvenna sem sér um vef­síð­una. 

Í henni kemur fram að elsta sagan sé frá árinu 1962 og sú yngsta frá árinu 2018. Sög­unum var safnað saman á Face­book­síð­unni #metoo Jón Bald­vin Hanni­bals­son. Frá­sagn­irnar er að finna á síð­unni metoo-jon­bald­vin.blog.is. Einnig er hægt að lesa frá­sagn­irnar hér

Auglýsing

Heldur því fram að atvik hafi verið svið­sett

Jón Bald­vin var í við­tali í Silfr­inu á RÚV í gær þar sem hann ræddi þær ásak­­anir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kyn­­ferð­is­brot. Þetta var fyrsta við­talið sem hann veitir frá því að konur stigu fram í Stund­inni í jan­úar og sök­uðu hann um kyn­­ferð­is­­lega áreitn­i. 

Í við­tal­inu var Jón Bald­vin meðal ann­ars spurður út frá­­sagnir þeirra fjögra kvenna sem stigu fram í Stund­inni þann 11. jan­úar síð­ast­lið­inn og sögðu að hann hefði áreitt þær kyn­­ferð­is­­lega. T­vær þeirra voru nem­endur hans í Haga­­skóla en hinar tvær tengj­­ast honum fjöl­­skyldu- eða vina­­bönd­­um. Tvær aðrar konur úr fjöl­­skyld­unni hafa einnig stigið fram. Frá­­sagn­­irnar spanna yfir fimm­­tíu ár en nýjasta frá­­­sögnin hverf­ist um meinta kyn­­ferð­is­­lega áreitni sem á að hafa átt sér stað á Spáni síð­­asta sum­­­ar. Þar segir Car­­men Jóhanns­dóttir frá því að Jón Bald­vin hafi áreitt hana kyn­­ferð­is­­lega á heim­ili hans og Bryn­­dís­ar Scharm á spán­i. 

„Þegar ég stóð upp á einum tíma­­punkti og fór að skenkja í glös­in, þá bara gerði kall­inn sér lítið fyrir og byrj­­aði að strjúka á mér rass­inn.“ segir Car­­men í við­tali við Stund­ina. Hún seg­ist hafa fros­ið, horft á hinar kon­­urnar við borðið og reynt að átta sig á hvað væri að ger­­ast. „Ég fékk svo mikið áfall að ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta.“ Hún sett­ist niður hjá móður sinni og vissi ekki hvað hún átti að segja. Lauf­ey, móðir henn­­ar, stað­­festir í sam­tali við Stund­ina að hún hafi séð Jón Bald­vin káfa á Car­­men. „Ég horfði á þetta ger­ast,“ segir Lauf­ey. „Ég sagði honum við borðið að ég hefði séð hann gera þetta og að það minnsta sem hann gæti gert væri að biðja hana afsök­unar fyrir framan okk­­ur. Hann hélt nú ekki.“ 

Jón Bald­vin rifj­aði upp þessa heim­­sókn þeirra mæðgna í Silfr­in­u og full­yrti að atvikið hefði verið svið­­sett. „Við erum varla fyrr sest þegar að móðir Car­­menar - það var hún sem hrópar þetta upp: „Jón Bald­vin, þú ert að káfa á henni, ég sá það“.  Þetta voru hennar orð,“ sagði Jón Bald­vin. „Það getur ekk­ert verið annað að baki þess­­ari heim­­sókn heldur en að reyna að setja þetta á svið vegna þess að þetta er ósatt. Það var engin snert­ing, ekki neitt,“ stað­hæfði hann. Hann sagði að engin önnur skýr­ing gæti verið að baki þess að Car­­men og móður hennar hefðu komið í heim­­sókn til þeirra á Spáni heldur en að hún hefði verið til þess gerð að koma höggi á hann. Fanney Birna spurði þá hvort hann teldi að móð­­ur­inn hefði sigað dóttur sinni á hann til þess eins að geta sakað hann um kyn­­ferð­is­of­beldi. Þá sagði Jón að þær ­mæðgurn­ar ­væru tengdar Aldísi dóttur hans.

Yfirlýsing kvennanna

Hér er að finna 23 nafn­lausar sögur þolenda af kyn­ferð­is­brotum og áreiti Jóns Bald­vins Hanni­bals­sonar sem ná yfir nær 60 ár. Við viljum gera þær opin­berar í anda þeirrar bylgju sem farið hefur yfir heim­inn og sam­einar konur þegar þær segja: Ég líka – Me too! Við viljum að það sam­fé­lag sem hefur litið undan þrátt fyrir að kyn­ferð­is­brot hans hafi verið gerð opin­ber geti nú lesið þær reynslu­sögur sem er okkar sann­leik­ur. Þannig viljum við frelsa okkur frá þeirri þján­ingu sem sam­skipti við hann hafa valdið okkur í ára­tugi. Við erum frels­inu fegn­ar.

Við hófum þessa veg­ferð nokkrar konur eftir að við fregn­uðum að Jón Bald­vin væri enn að áreita kon­ur, með þá von í brjósti að nú myndum við afhjúpa og stöðva þann sem braut gegn okk­ur. Það hefur verið reynt áður án árang­urs. Árið 2012 var gert opin­bert að hann braut gegn Guð­rúnu Harð­ar­dóttur og árið 2013 steig Aldís Schram fram og gerði afbrot hans kunn­ug. Þær lögðu báðar fram kæru gegn honum sem sættu frá­vísun án rann­sókn­ar. Við vissum að fleiri konur byggju yfir sömu reynslu og óskuðum eftir vitn­is­burðum þeirra. Þegar sög­urnar fóru að ber­ast átt­uðum við okkur á stærð máls­ins og vitum að enn eru fleiri sögur ósagð­ar.

Við viljum beina sjónum að ger­and­anum Jóni Bald­vini Hanni­bals­syni fyrr­ver­andi kenn­ara, skóla­meist­ara, rit­stjóra, þing­manni, for­manni Alþýðu­flokks­ins, ráð­herra og sendi­herra sem hefur með mis­beit­ingu valds og með því að mis­nota traust brotið á fjölda kvenna og barna í áranna rás. Nöfn okkar skipta ekki máli heldur hann sem ger­andi. Umræðan á að snú­ast um hann, brot hans og afleið­ingar þeirra. Það er kom­inn tími til að Jón Bald­vin taki afleið­ingum gerða sinna.

Við erum sterk­ari eftir þessa reynslu en líka fullar af auð­mýkt og þakk­læti vegna þess mikla stuðn­ings sem við höfum not­ið. Við viljum þakka þeim fjöl­mörgu sem hafa haft sam­band við okkur og tengst síð­unni #metoo Jón Bald­vin Hanni­bals­son. Þar eru nú um 760 með­limir og er öllum vel­komið að slást í hóp­inn. Okkur finnst margt benda til þess að nú sé sam­fé­lagið til­búið að hlusta og vilji læra af fyrri mis­tök­um.

Við erum stoltar af því að stíga þetta skref sem við vissum að yrði hvorki auð­velt né sárs­auka­laust en það er styrkur að gera það sem hóp­ur. Það er líka gott að vita að með því að heyja þessa bar­áttu höfum við blásið öðrum konum kjark í brjóst. Það gerir þetta allt saman þess virði.

Sam­ein­aðar erum við ótta­laus­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent