Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, var kjörinn varafoseti dómstólsins í dag. Allir 47 dómarar dómstólsins tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og sigraði Róbert þar portúgalskan dómara.
Hann var áður forseti sinnar dómdeildar frá því í maí 2017 og sat meðal annars í dómnum sem dæmdi íslenska ríkinu í óhag í Landsréttarmálinu svokallaða. Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins.
Lestu meira
Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu,sem féll í síðasta mánuði, var að Ísland hefði brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu, sem fjallar um rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi, í máli gegn manni sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi í Landsrétti. Ástæðan er sú að maðurinn fékk ekki réttláta málsmeðferð fyrir Landsrétti vegna þess að Arnfríður Einarsdóttir, sem er dómari við réttinn, hafi ekki verið skipuð í hann með lögmætum hætti.
Nú er hart tekist á um hvort hvort það eigi að reyna á að vísa niðurstöðu dómstólsins til efri deildar hans eða una niðurstöðunni og vinda sér í að eyða þeirri óvissu sem er til staðar.