Notre Dame dómkirkjan í París, sem milljónir manna heimsækja árlega til að skoða einstök menningarverðmæti, er í ljósum logum. Hún var rýmd snögglega eftir að eldur kom upp, og virðist hann verulega mikill af myndum að dæma.
Kirkjan er meðal merkustu byggingar Evrópu, og geymir heimssöguleg menningarverðmæti. Milljónir manna heimsækja hana árlega, og er hún sögð meðal djásna gotneskrar listar í Evrópu.
Hún er forn og var byggð á árunum 1163 til 1345. Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC er ekki vitað á þessari stundu hvernig eldurinn kom upp, en að meginstofni er byggingin 850 ára gömul.
Auglýsing