Jakob S. Jónsson mun sinna leiklistargagnrýni á Kjarnanum frá og með deginum í dag.
Hann hefur lokið fil.kand. prófi í leikhúsfræðum frá Stokkhólmsháskóla, auk þess sem hann tók á sínum tíma námskeið í bókmenntum og þjóðfræði við Háskóla Íslands, barna- og unglingabókmenntum við Stokkhólmsháskóla auk námskeiða í leiktextafræðum hjá Dramatiska Institutet í Stokkhólmi.
Jakob hefur unnið margvísleg störf við leikhús, einkum sem leikstjóri áhugaleikfélaga á Íslandi en í Svíþjóð sem handritshöfundur, leikstjóri og leiklistarkennari, m.a. við Lýðháskólann á Sörängen í Jönköpings léni.
Í Jönköpings léni starfaði Jakob einnig víða sem verkefnisstjóri menningar- og menningararfsverkefna uns hann flutti aftur til Íslands og gerðist leiðsögumaður ferðamanna auk þess að gerast leiklistargagnrýnandi Kvennablaðsins.
Fyrsta gagnrýni Jakobs birtist í dag um verkið Loddarann. Hana má lesa hér.