Siðmennt er í sjöunda sæti yfir stærstu trú- og lífsskoðunarfélög landsins, með 3055 skráða félaga í júlí 2019. Skráningum í Siðmennt hefur fjölgað um 23,5 prósent frá því í desember 2017 eða um 776 manns. Frá 1. desember á síðasta ári hefur þeim fjölgað um alls 240 manns eða um 8,5 prósent. Þetta kemur fram í nýjustu tölum Þjóðskrár.
Tvöfalt fleiri Íslendingar biðja athafnastjóra Siðmenntar að gifta sig
Lesa meira
Athöfnum félagsins hefur farið fjölgandi á síðustu árum en á vegum félagsins starfa á fjórða tug athafnarstjóra. Fjöldi Íslendinga sem kjósa að láta athafnastjóra á vegum Siðmenntar gefa sig saman hefur tvöfaldast síðustu fimm árum, samkvæmt upplýsingum frá Siðmennt í ágúst 2018. Árið 2017 voru framkvæmdar 213 hjónavígslur en samkvæmt Sigurði Hólm Gunnarssyni, formanni Siðmennta, eru giftingarnar vinsælar á meðal erlendra ferðamanna.
„Óskum eftir athöfnum hefur farið fjölgandi á hverju ári síðan við fórum að bjóða upp á þessa þjónustu. Ég held það verði ekkert lát á þessari fjölgun á næstu árum. Giftingar eru mjög algengar meðal erlendra ferðamanna en líka meðal Íslendinga,“ sagði Sigurður Hólm í samtali við Fréttablaðið í ágúst í fyrra.
545 börn fermdust borgarlega í fyrra 13
Enn fremur hafa sífellt fleiri börn kosið að fermast borgarlega hjá Siðmennt. Á þessu ári voru þrjátíu ár frá því að fyrsta borgarlega fermingin fór fram en í fyrstu athöfninni fermdust 16 börn. Þeim hefur hins vegar fjölgað svo um munar á undanförnum þremur áratugum en 545 börn fermdust borgarlega í ár eða um 13 prósent fermingarárgangsins. Það er talsvert fleiri börn en í fyrra þegar 470 börn fermdust borgarlega.