Sprenging kjarnorkudrifinnar flaugar olli geislun í Rússlandi

Talið er að fimm til sjö vísindamenn hafi látist í kjölfar sprengingar kjarnorkudrifinnar flaugar í Rússlandi. Vísindamennirnir unnu að prófun flaugarinnar sem hönnuð var til að komast fram hjá bandarískum loftvörnum.

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín, Rússlandsforseti.
Auglýsing

Fimm til sjö vís­inda­menn lét­ust í dul­ar­fullri prófun á nýrri kjarn­orku­drif­inni flaug í Rúss­landi. Rúss­nesk yfir­völd hafa lýst vís­inda­menn­ina, sem voru sér­fræð­ingar í kjarn­orku, þjóð­hetj­ur. Flaug­in, sem var hönnuð til að kom­ast fram hjá banda­rískum  loft­vörn­um, sprakk og olli geislun í kjöl­far­ið.

Flaugin sprakk í Hvíta­hafi, norðan við borg­ina Ark­hang­elsk. Valentin Kostyu­kov, yfir­maður kjarn­orku­mið­stöðvar Rúss­lands, sagði í kjöl­far slyss­ins að vís­inda­menn­irnir væru þjóð­hetjur, jafn­framt sem þeir yrðu heiðraðir rík­is­verð­launum eftir dauða sinn. 

Auglýsing
Í kjöl­far spreng­ing­ar­innar reyndi banda­ríska leyni­þjón­ustan að finna út hvað hafi valdið henni. Spreng­ingin olli mæl­an­legri geislun sem varð til þess að upp komst um til­raun­ina. ­Banda­rískir kjarn­orku­fræð­ingar telja jafn­framt að flaugin hafi verið kjarn­orku­drif­in stýriflaug.

Hönnuð til að kom­ast fram hjá banda­rískum loft­vörnum

Sam­kvæmt heim­ildum the New York Times telja banda­rískir leyni­þjón­ustu­menn að flaugin sé hin svo­kall­aða SSC-X-9 Sky­fall flaug sem Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, hefur sagt að geti náð hvert sem er í heim­in­um. Pútín kynnti flaug­ina opin­ber­lega haustið 2018 og sagði hana vera hann­aða til þess að kom­ast fram hjá banda­rískum loft­vörn­um. 

Flaugin er hönnuð til að vera ófyr­ir­sjá­an­leg í flugi og á að geta flogið afar nærri sjáv­ar­máli. Slík flaug væri banda­rískum flug­vörnum afar erfitt að skjóta niður miðað við núver­andi tækn­i. Engu að síður virð­ist til­raunin fyrr­nefnda hafa mis­heppn­ast sem gefur til kynna að flaugin sé ekki orðin jafn þróuð og rúss­nesk stjórn­völd gefa til kynna. 

Mis­vísandi upp­lýs­ingar um geislun

Mis­vísandi upp­lýs­ingar hafa borist frá rúss­neskum stjórn­völdum um hversu mikil geislun hafi orðið af völdum slyss­ins. Í kjöl­far spreng­ing­ar­innar gaf rúss­neski her­inn út að eldur hafi brot­ist út þegar vökva­elds­neyt­is­drifin flaug hafi sprungið á til­raun­ar­mið­stöð hers­ins og að geislun væri innan eðli­legra marka. 

Hins vegar gaf sveita­stjórn Sever­od­vinsk sem er í um 40 kíló­metra fjar­lægð frá Ark­hang­els að tveir geisl­un­ar­mælar hafi mælt aukna geisl­un. Auk þess gaf rúss­nesk frétta­veita út að geislun hafi farið 200 falt yfir eðli­lega geisl­un, en fréttin var fljót­lega fjar­lægð af vef frétta­veit­unn­ar.

Enda­lok vopna­samn­ings Rúss­lands og Banda­ríkj­anna

Í byrjun ágúst voru for­m­­leg enda­­lok vopna­­samn­ings milli Rús­s­lands og Banda­­ríkj­anna um bann á fram­­leiðslu með­­al­­drægra kjarn­orkuflauga. Sam­komu­lag­ið, sem í dag­­legu tali er kall­að INF, var sett á árið 1987 og var mik­il­vægur þáttur í enda­lokum Kalda stríðs­ins á níunda ára­tugn­­um.

Hins vegar hefur samn­ing­­ur­inn verið í upp­­­námi á síð­­­ustu árum. Banda­­ríkja­­stjórn ásak­aði rík­­is­­stjórn Rús­s­lands um að hafa gengið á bak orða sinna með æfinga­skotum árið 2014. Sam­­kvæmt tals­­mönnum Banda­­ríkja­hers hafa Rússar fram­­leitt teg­und kjarn­orkuflaugar sem sér­­fræð­ingar telja að geti verið skotið upp í um 2 þús­und kíló­­metra fjar­lægð frá áfanga­­stað. Rússar neit­uðu ásök­unum og svör­uðu með því að ásaka Banda­­ríkja­­menn um að hafa gerst sjálfir brot­­legir á samn­ingn­­um. 

Hvor­ugt ríkið hefur birt sann­­anir um brot á samn­ingnum opin­ber­­lega, en NATO tók undir með Banda­­ríkja­­mönnum á aðal­­fundi þeirra í fyrra­sum­­­ar. Þar sögðu tals­­menn hern­að­­ar­­banda­lags­ins meint brot Rússa vera „senn­i­­leg­asta túlk­un­in“ á þau gögn sem þeir bjuggu yfir.

Í októ­ber í fyrra hót­­aði svo Don­ald Trump ­for­­seti Banda­­ríkj­anna því að rifta samn­ingnum við Rús­s­land vegna meintra brota, svari rík­­is­­stjórn Rús­s­lands ekki kröfum þeirra. Rús­s­land stóð fast í sinni afstöðu og svo fór að Trump til­­kynnti end­an­­lega að sam­komu­lag­inu yrði rift með hálfs árs fyr­ir­vara síð­­asta febr­­ú­­ar.

Eftir nýliðin samn­ings­­slit milli Rús­s­lands og Banda­­ríkj­anna er aðeins einn vopna­­samn­ingur í gildi milli land­anna, sem ber heit­ið ­New Start. Sá samn­ingur kveður á um hámarks­­­fjölda kjarn­orku­odda í hvoru land­inu, en sam­­kvæmt blaða­­manni Al Jazeera er útlit fyrir að að honum ljúki án end­­ur­nýj­unar árið 2021.

Auknar líkur á vopna­kapp­hlaupi

Sér­­fræð­ingar í hern­að­­ar­­málum segja riftun hern­að­­ar­­samn­inga Banda­­ríkj­anna við Rús­s­land auka lík­­­urnar á alþjóð­­legu vopna­­kapp­hlaupi. Banda­­ríkja­­for­­seti virð­ist einnig hafa haft vopna­­kapp­hlaup í huga.

Alþjóð­­legt vopna­­kapp­hlaup virð­ist því vera í start­hol­un­­um. Til að mynda sagð­ist Mark Esper, varn­­ar­­mála­ráð­herra ­Banda­­ríkj­anna, vilja flytja með­­al­­drægar eld­flaugar til Aust­­ur-Asíu núna um helg­ina, rétt eftir að samn­ingnum við Rús­s­land hafði verið rift. Aðspurður hvort vopna­­kapp­hlaup sé í vænd­um, svar­aði utan­­­rík­­is­ráð­herra Rús­s­lands því að valið væri í höndum Banda­­ríkj­anna. Hins vegar bætti hann við að ef til vopna­­kapp­hlaups kæmi myndu Rússar aldrei tapa. 

Rússar auka hernað sinn á norð­ur­slóðum

Í skýrslu varn­ar­mála­ráðu­neytis Banda­ríkj­anna er því haldið fram að þörf sé á að nútíma­væða eld­flauga­varnir og varnir gegn lang­dregnum flaugum á norð­ur­slóð­um. Varn­ar­mála­ráðu­neytið vill enn fremur auka sjó­eft­ir­lit á haf­svæð­inu milli Íslands, Græn­lands og Bret­land, það er hjá hinu svo­kall­aða GIUK bili. Það falli vel að núver­andi verk­efnum NATO á Íslandi. Í skýrsl­unni segir enn fremur að hætta sé á ákveð­inni keðju­verkun frá öðrum svæð­um. Til að mynda geti spenna milli Banda­ríkj­anna og Rúss­lands eða Kína í öðrum heims­svæðum smitað út frá sér og skapað spennu á milli þeirra á norð­ur­slóð­um.

Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, sagði á fyr­ir­lestri í Nor­ræna hús­inu 11. júní síð­ast­lið­inn að aukin hern­að­­ar­­upp­­­bygg­ing Rússa á norð­­ur­slóð­um, með auknum her­­stöðv­­um, kaf­bátum og auk­inni hern­að­­ar­­legri loft­um­­ferð, valdi banda­lag­inu sér­­stak­­lega áhyggj­u­m.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent