Byggingarfyrirtækjum fjölgað hratt á vanskilaskrá

Á síðastliðnu ári hefur byggingarfyrirtækjum á vanskilaskrá fjölgað um tíu prósent. Alls skulduðu byggingarfyrirtæki bönkum 168 milljarða króna í ágúst.

Kranar
Auglýsing

Mikill uppgangur hefur verið í byggingargeiranum á síðustu árum og búast má við fjölda nýrra bygginga á næstu árum. Skuldir byggingageirans við bankana hafa aukist undanfarin ár og námu þær um 168 milljörðum króna í lok ágúst síðastliðnum. Þá hefur byggingarfyrirtækjum á vanskilaskrá fjölgað um tæp tíu prósent á undanförnu ári. Þetta kemur fram í nýjum Fjár­mála­stöðug­leiki Seðlabank­ans. 

Ferðaþjónusta og fasteignamarkaðurinn helstu áhættuþættirnir

Í Fjármálastöðugleikanum kemur fram að óvissa um framvindu efnahagsmála bæði hér á landi og erlendis hafi aukist á liðnum mánuðum. Alþjóðlegar hagvaxtarhorfur hafa versnað og spár gera ráð fyrir að innlendur hagvöxtur verði óverulegur eða lítillega neikvæður á þessu ári. Samkvæmt spá Seðlabankans er útlit fyrir vægan efnahagssamdrátt á þessu ári en bjartari tíð á því næsta. 

Samkvæmt Seðlabankanum tengjast helstu áhættuþættir innanlands stöðu ferðaþjónustunnar og markaði með íbúðar- og atvinnuhúsnæði en samspil er á milli þessara áhættuþátta. 

Auglýsing

Offramboð í kortunum

Framboð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist verulega á síðustu misserum og spáð er að fjöldi nýrra íbúða komi inn á markaðinn á næstu þremur árum. Nýbyggingar hafa hins vegar selst hægar en áður, einkum miðsvæðis í Reykjavík. 

Samhliða þessari mikilu fjölgun nýbygginga hefur dregið úr skammtímaútleigu íbúða á höfuð- borgarsvæðinu. Sú þróun ætti að leiða til þess að íbúðir sem áður voru nýttar í skammtímaútleigu komi á sölu eða í langtímaleigu. Seðlabankanum telur að framboð og lækkun nafnverðs gætu því fylgt í kjölfarið en í því felst áhætta fyrir fjármálakerfið. Því beinir Seðlabankinn því til lánastofnanana að búa sig undir að nýbyggingar seljist hægt, veðsetningarhlutföll fasteignaveðlána hækki og útlánatöp vegna íbúðarhúsnæðis aukist.

Raunvöxtur útlána til byggingargeirans 16 prósent

Enn fremur hefur hægt verulega á hækkun íbúðarverðs á síðustu misserum. Á árunum 2016 og 2017 hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu umfram bæði laun og leiguverð og langt umfram byggingarkostnað. 

Mynd: Seðlabanki ÍslandsNú hefur þessi þróun hins vegar snúist við. Í lok ágúst hafði launavísitalan hækkað um 4,3 prósent á síðastliðnum 12 mánuðum, vísitala leiguverðs um 3,7 prósent og vísitala byggingarkostnaðar um 4,6 prósent, en vísitala fasteignaverðs hafði hækkað um 3,6 prósent.

Á sama tíma er útlánavöxtur bankanna til byggingageirans enn kröftugur og skuldir geirans aukist undanfarin ár. Í Fjármálastöðugleikanum kemur fram að þær námu um 168 milljarðar króna í lok ágúst eða rúmlega 6 prósent af útlánum til viðskiptavina. 

Raunvöxtur útlána KMB til greinarinnar hefur verið nær stöðugt yfir 10 prósent á ársgrundvelli frá árinu 2016. Í lok ágúst mældist hann um 16 prósent samanborið við rúmlega 15 prósent í árslok 2018 Bankarnir eiga því mikið undir stöðugleika og hagstæðri verðþróun á markaðnum.

Fjölgað á vanskilaskrá

Mynd:SeðlabankinnFyrirtækjum á vanskilaskrá hefur fjölgað um rúm 4 prósent frá því í lok maí á þessu ári og er fjölgunin hlutfallslega mest meðal fyrirtækja í byggingageiranum og ferðaþjónustu. Undanfarið ár hefur byggingafyrirtækjum á vanskilaskrá fjölgað um tæp 10 prósent og ferðaþjónustufyrirtækjum um  15 prósent. 

Í Fjármálastöðuleikanum kemur fram að þó að fyrirtækjum á vanskilaskrá fjölgi hefur gjaldþrotum fyrirtækja fækkað milli ára og er fjöldi gjaldþrota, það sem af er ári, svipaður því sem hann var á sama tímabili árið 2017. 

Að lokum eru vísbendingar um að hægja fari á byggingu húsnæðis á næstu árum. Talið er að fjöldi erlendra starfsmanna í byggingariðnaði hafa náð hámarki ásamt því að sementssala er farin að dragast saman. Þetta gæti bent til þess að hægja fari á byggingu húsnæðis á næstu árum 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent