Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið

Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.

Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Auglýsing

Mar­grét Krist­manns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Pfaff og fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins, segir að Samherjamálið láti viðskiptalífið í heild sinni líta illa út, í samtali við Morgunútvarpið í morgun. Hún segir að þegar svona alvarleg mál komi upp þá verði Samtök atvinnulífsins (SA) að stíga fram og tala fyrir hönd atvinnulífsins. 

Margrét bendir á að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafi sent frá sér yfirlýsingu strax daginn eftir Kveiksþáttinn. Í yfirlýsingunni hafi komið fram að þetta mál væri mjög alvarlegt og gæti ekki aðeins skaðað orðspor íslensks sjávarútvegs heldur einnig orðspor Íslands í heild sinni.

Aðspurð af hverju hún telji að SA hafi ekki séð sér fært að tjá sig um þetta mál segir Margrét að sjávarútvegurinn hafi að hennar mati alltaf haft miklu meira vægi innan samtakanna en atkvæðavægi þeirra hefur sagt til um. „Við vitum alveg að Samherjamenn eru ekki skaplausir menn. Þannig það er miklu betra vera í liði með Samherjamönnum heldur en á móti,“ segir Margrét. 

Auglýsing

Hún bendir enn fremur á að sjávarútvegurinn sé með 10 til 15 prósent vægi innan SA. „Það eru 85 prósent aðrir í atvinnulífinu sem vilja að SA stígi fram og lýsi því yfir að þetta sé með öllu óásættanleg og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki,“ segir Margrét.

Munur á að græða peninga og vera gráðugur 

Margrét segir jafnframt að það sé himinn og haf á milli þess að græða peninga og vera gráðugur. Hún segir að Samherjamálið sýni svo mikla græðgi og að það sé ein af ástæðunum af hverju íslenska þjóðin sé svona reið. 

„Þarna fer eitt ríkasta fyrirtæki Íslands að arðræna eitt fátækasta land í heimi. Eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við og engan veginn samþykkt,“ segir Margrét og bendir á að Samherji hafi getað rekið arðbæra útgerð í Namibíu en einnig greitt skatta og stutt uppbyggingu í landinu. „Namibía hefði getað verið þeirra Siglufjörður,“ segir Margrét. 

Aðspurð um tölvupóst Síldarvinnslunnar til Samherja um ráðleggingar um hvernig væri best að blekkja Grænlendinga, sem Fréttablaðið greindi frá í morgun, segir Margrét þetta vera hryllingssögu. „Ef fleiri svona mál koma upp þá er þetta eitthvað sem er miklu alvarlega en við gerum okkur grein fyrir í dag,“ segir Margrét.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent