Sexmenningarnir Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, Bernard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins, James Hatuikulipi, Ricardo Gustavo, Tamson Hatuikulipi og Pius Mwatulelo hafa dregið til baka beiðni sína um lausn gegn tryggingu. Þetta kemur fram hjá fréttamiðlinum, The Namibian, í dag.
Samkvæmt miðlinum verða þeir því áfram í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar næstkomandi.
JUST IN ... The 'Fishrot 6' have abandoned their bail application, with their lawyers not giving a reason for the move. They have now been remanded in custody until 20 February 2020.
Posted by The Namibian on Monday, December 2, 2019
Afgreiðslu málsins var tvívegis frestað fyrir helgi en sexmenningarnir áttu að koma fyrir dómara síðasta fimmtudag en málinu var þá frestað til föstudags til að þeir fengju ráðrúm til þess að ráðfæra sig við lögmenn sína. Á föstudaginn greindi fréttamiðilinn The Namibian síðan frá því að að þeir kæmu ekki fyrir dómara þann daginn þar sem lögmenn þeirra, þeir Mike Hellens og Dawie Joubert frá Suður-Afríku, væru ekki með atvinnuleyfi í Namibíu og gætu því ekki tekið málið að sér.
Eins og fram hefur komið í fréttum þá voru sexmenningarnir handteknir í síðustu viku í tengslum við rannsókn á Samherjaskjölunum og spillingu er tengist úthlutun aflaheimilda í Namibíu.