Verktaki greiddi framkvæmdastjóra GAMMA-félags 58 milljónir til hliðar

Framkvæmdastjóri Upphafs, fasteignafélagsins í eigu sjóðs GAMMA, þáði persónulega háar greiðslur frá verktaka sem hann samdi um að láta hafa milljarða verkefni. Eignir sjóðsins fóru úr tæpum fimm milljörðum í 42 milljónir króna á rúmu ári.

Gamma-6.jpg
Auglýsing

Verk­taka- og þjón­ustu­fyr­ir­tækið VHE ehf., sem var umfangs­mesti fram­kvæmda­að­il­inn í bygg­ingum hund­ruð íbúða fyrir fast­eigna­fé­lagið Upp­haf, greiddi alls 58 millj­ónir króna til Pét­urs Hann­es­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Upp­hafs, frá 2015 og fram á mitt ár í fyrra. Greiðsl­urnar fóru beint til Pét­urs eða til félags í hans eigu.

Á sama tíma fengu VHE og und­ir­verk­takar þess ríf­lega sjö millj­arða króna frá Upp­hafi fyrir verk­efni sem samið var beint við verk­taka­fyr­ir­tækið um, í stað þess að fara í útboð og leita bestu kjara. Frá þessu var greint í Kveik á RÚV í kvöld. 

Upp­haf var að öllu leyti í eigu fag­fjár­festa­sjóðs sem var í stýr­ingu hjá GAMMA, og kall­að­ist GAMMA: Novus. Sá sjóður var með bók­fært eigið fé upp á 4,8 millj­arða króna um mitt ár 2018. Sjóð­ur­inn réðst svo í skulda­bréfa­út­boð til að fjár­magna fram­kvæmdir á sínum vegum vorið 2019 og safn­aði 2,7 millj­örðum króna á him­in­háum vöxt­um, eða um 16 pró­sent. 

Auglýsing
Eftir að Kvika hafði keypt GAMMA, og end­ur­metið virði eigna þeirra sjóða sem þar var að finna, var nið­ur­staðan sú að virði eigna Novus væri 42 millj­ónir króna. Í ein­blöð­ungi sem sendur var út til hlut­deild­ar­skír­tein­is­hafa í lok sept­em­ber kom fram að „raun­veru­leg fram­vinda“ verk­efn­is­ins hefði verið ofmet­in.

Málið var litið svo alvar­legum augum innan Kviku að skipt var um alla þá sem stýrt höfðu sjóðn­um, Fjár­mála­eft­ir­lit­inu gert við­vart um stöðu Novus og Grant Thornton ráðið til að fara yfir mál­ið. Á meðal þess sem ákveðið var að skoða var hvort að greiðslur hefðu runnið frá Upp­hafi til félaga sem tengj­ast fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra félags­ins, Pétri Hann­essyni.

Segir greiðsl­urnar hafa átt sér „eðli­legar skýr­ing­ar“

Í Kveik í kvöld var greint frá því að í fram­kvæmda­stjóra­tíð Pét­urs hjá Upp­hafi hafi verið stofnað til umfangs­mik­ils við­skipta­sam­bands við VHE, sem er afar skuld­sett verk­taka­fyr­ir­tæki með litla reynslu af stór­tækum fast­eigna­verkum og hafði átt við lausa­fjár­skort að stríða. Samn­ing­arnir sem VHE fékk án útboðs hjá Upp­hafi voru þannig að fast­eigna­fé­lagið bar alla áhætt­una af þeim, en verk­tak­inn enga. 

Kveikur greindi frá því að frétta­menn hans hefði undir höndum gögn sem sýndu greiðslur upp á sam­tals 58 millj­ónir króna til Pét­urs og félags í hans eigu frá VHE á sama tíma og hann var að gera ofan­greinda samn­inga, alls upp á ríf­lega sjö millj­arða króna, við verk­taka­fyr­ir­tæk­ið. 

Í þætti kvölds­ins var haft sam­band við Pétur og Unnar Stein Hjalta­son, aðal­eig­anda og stjórn­ar­for­mann VHE. Þar neit­uðu þeir báðir að tjá sig um málið en nokkrum dögum síðar sendi lög­maður VHE bréf til Kveiks. Þar gengst fyr­ir­tækið við því að hafa greitt Pétri 58 millj­ónir króna fyrir ráð­gjöf og sagði að þótt það mætti taka undir að það að greiðsl­urnar litu illa út ættu þær sér eðli­legar skýr­ing­ar. Þær væru vegna ann­arra fast­eigna­verk­efna en þeirra sem tengd­ust Upp­hafi og því hafi ekki verið neitt óeðli­legt við við­skipta­sam­bandið milli aðil­anna tveggja. 

„Rosa­legar frétt­ir“

Aðrir við­mæl­endur Kveiks sem áttu mikið undir Upp­hafi sögðu greiðsl­unnar hins vegar koma mikið á óvart. Á meðal þeirra var Ingvi Hrafn Ósk­ars­son, sem var stjórn­ar­for­maður Upp­hafs og sjóðs­stjóri Novus. Hann sagði í þætti kvölds­ins að þetta væru „rosa­legar frétt­ir“ og að hann væri „frekar sleg­inn yfir þessu“. 

Þeir sem settu fé í Novu­s-­sjóð­inn voru íslenskir ein­stak­ling­ar, trygg­inga­fé­lög og líf­eyr­is­sjóð­ir. TM tap­aði 300 millj­ónum króna á fjár­fest­ing­unni og VÍS og Sjóvá sitt hvorum 155 millj­ón­un­um. Þrír líf­eyr­is­sjóðir töp­uðu sam­tals 800 millj­ónum króna. Á meðal þeirra sem töp­uðu var Birta líf­eyr­is­sjóð­ur. Ólafur Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri hans, sagði í Kveik í kvöld að það þyrfti að rann­saka greiðsl­urnar til Pét­urs. Í þætt­inum kom fram að emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara hefði fengið afrit af þeim gögnum sem voru þar til umfjöll­un­ar­. ­For­svars­menn Kviku banka lögðu auk þess fram kæru til emb­ætt­is­ins í gær vegna máls­ins þar sem greiðsl­urnar verða rann­sak­aðar sem meint augð­un­ar­brot. 

Sam­kvæmt almennum hegn­ing­ar­lögum getur sá sem gef­ur, lofar eða býður manni sem stjórn­ar ­fyr­ir­tæki í atvinnu­rekstri ­gjöf eða annan ávinn­ing, í þágu hans eða ann­arra, til að fá hann til að gera eitt­hvað eða láta eitt­hvað ógert í bága við starfs­skyldur hans, verið lát­inn sæta fang­elsi allt að fimm árum.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um mál­efni GAMMA og Novu­s-­sjóðs­ins í fyrra­haust. Hægt er að lesa yfir­lit yfir þá umfjöllun hér.

Kanna rétt á bótum

GAMMA sendi frá sér yfir­lýs­ingu eftir þátt kvölds­ins þar sem kemur fram að núver­andi for­svars­menn GAMMA hafi verið upp­lýstir um efn­is­at­riði þátt­ar­ins skömmu áður en hann var sendur út. „Rann­sókn máls­ins heyrir undir við­eig­andi yfir­völd og hefur GAMMA til­kynnt emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara um atvik máls­ins. GAMMA mun jafn­framt, fyrir hönd eig­enda fag­fjár­festa­sjóðs­ins GAMMA: Novus og lán­veit­enda, sem eru fjöldi fjár­festa, kanna rétt til bóta úr höndum þeirra sem í hlut eiga.”

Yfir­stjórn­andi Upp­hafs, sem var til umfjöll­unar í þætt­in­um, hafi látið af störfum hjá Upp­hafi í árs­byrjun 2019. „Í kjöl­far kaupa Kviku banka á öllu hlutafé GAMMA tók nýtt stjórn­enda­teymi til starfa hjá GAMMA á seinni helm­ing árs 2019. “

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent