Vilja skert starfshlutföll og kjaraskerðingar hjá opinberum starfsmönnum

Viðskiptaráð segir að það séu mikil vonbrigði að ekkert hafi heyrst um stórfellda lækkun starfshlutfalls og tímabundnar kjaraskerðingar opinberra starfsmanna. Samtök atvinnulífsins vilja að sett verði hagræðingarkrafa á ríkisstofnanir.

Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins eru bæði til húsa í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins eru bæði til húsa í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auglýsing

Við­skipta­ráð Íslands segir að það séu mikil von­brigði að ekk­ert hafi heyrst frá stjórn­völdum um stór­fellda lækkun starfs­hlut­falls og tíma­bundnar kjara­skerð­ingar opin­berra starfs­manna vegna efna­hags­legra afleið­inga veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Þetta kemur fram í umsögn þess um fjár­auka­lög. 

Þar segir að Ísland sé varla byrjað að sjá hverjar afleið­ing­arnar verða af COVID-19 en stóra myndin sé sú að lands­fram­leiðsla á mann muni falla veru­lega. Hvað atvinnu­lífið varði heyri til und­an­tekn­inga að atvinnu­greinar verði ekki fyrir fjár­hags­legu höggi sem aftur leiðir til upp­sagna og kjara­rýrn­un­ar. 

Þótt höggið sé von­andi tíma­bundið telur Við­skipta­ráð að það væri eðli­legt að allir taki þátt í að verða fyrir því. „Þar geta opin­berir starfs­menn, fyrir utan þá sem eru í fremstu víg­línu bar­átt­unnar gegn COVID-19, ekki verið und­an­skild­ir. Því eru mikil von­brigði að ekk­ert hafi enn heyrst um skert starfs­hlut­föll, tíma­bundnar kjara­skerð­ingar eða annað slíkt á sama tíma og stór­felld lækkun starfs­hlut­falls og upp­sagnir eru að hefj­ast á almennum vinnu­mark­aði. Hið sama ætti að gilda á opin­berum vinnu­mark­aði. Það er sann­gjarnt en eykur líka svig­rúm rík­is­ins til að bregð­ast við aðstæð­unum í heil­brigð­is­kerf­inu og til þess að for­gangs­raða fjár­munum í aðgerðir til að sporna gegn nei­kvæðum efna­hags­legum áhrifum t.d. með því að verja atvinnu­líf­ið, þar sem verð­mæta­sköp­unin á sér stað.“

Undir umsögn­ina skrifar Kon­ráð S. Guð­jóns­son, hag­fræð­ingur Við­skipta­ráðs.

Vilja hag­ræð­ing­ar­kröfu á rík­is­stofn­anir

Sam­tök atvinnu­lífs­ins eru á svip­uðum slóðum í sinni umsögn, sem er und­ir­rituð af Hall­dóri Benja­mín Þor­bergs­syni, fram­kvæmda­stjóra þeirra. 

Þar er gerð athuga­semd við að engin hag­ræð­ing­ar­krafa sé sett á rík­is­stofn­anir í fjár­auka­laga­frum­varp­inu. „Við blasir að starf­semi margra stofn­ana mun drag­ast veru­lega saman eða jafn­vel liggja niðri í ein­hverjar vikur eða mán­uði vegna far­ald­urs­ins. Eðli­legt væri að samið yrði við starfs­menn um að fara í hluta­störf í sam­ræmi við lög um breyt­ingu á lögum um atvinnu­leys­is­trygg­ingar og lögum um Ábyrgð­ar­sjóð launa (minnkað starfs­hlut­fall) sem sam­þykkt voru á Alþingi sl. föstu­dag.“

Auglýsing
Í umsögn­inni segir enn fremur að íslenskt atvinnu­líf glími við efna­hags­skell sem sé án allra for­dæma og að það muni taka tíma að vinna upp fram­leiðslutap­ið. Rík­is­sjóður muni ekki geta brugð­ist við versn­andi efna­hags­horf­um, tekju­falli og auknum útgjöldum með hækkun skatta og gjalda á íslenskt atvinnu­líf næstu árin. „Aukin hag­ræð­ing í rík­is­rekstri er því nauð­syn­leg og verður verk­efni næstu miss­era þegar far­ald­ur­inn hefur gengið yfir. Það breytir þó ekki því að stöðugt þarf að horfa til þeirra fjár­muna sem rík­is­sjóður hefur úr að spila hverju sinni. SA hvetja stjórn­völd til að horfa til þeirrar stöðu sem nú er uppi og finna allar mögu­legar leiðir til að draga úr útgjöldum og hag­ræða í rekstri.“

Vilja að rík­is­sjóður gefi pen­inga til fyr­ir­tækja í stað þess að lána

Kjarn­inn greindi frá því í gær að Við­­skipta­ráð vill einnig að íslenska ríkið horfi til aðgerða ann­­arra ríkja til að bregð­­ast við yfir­­stand­andi efna­hags­­sam­drætti og að það geri frekar meira en minna. Á meðal þeirra aðgerða sem Við­­skipta­ráð bendir á í þessu sam­hengi eru bein fjár­­fram­lög til fyr­ir­tækja úr rík­­is­­sjóði sem yrðu ekki end­­ur­greið­an­­leg. 

Í umsögn Við­­skipta­ráðs um frum­varp rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­innar sem er ætlað að lög­­­­­festa aðgerð­­­ar­­­pakka hennar í efna­hags­­­mál­um segir að sum ríki í kringum okkur séu að „átta sig á því að það sé ekki end­i­­lega skyn­­sam­­leg­asta leiðin til að styðja við fyr­ir­tæki að láta þau skuld­­setja sig meira heldur þurfi beinni og mark­vis­s­­ari stuðn­­ing“. 

Við­skipta­ráð ítrekar þessa skoðun sína í umsögn­inni um fjár­auka­laga­frum­varp­ið. Þar segir að stjórn­völd þurfi að hafa vak­andi auga fyrir útfærslu lána­úr­ræð­is­ins, sam­spil við önnur úrræði og mögu­legrar útvíkk­unar þess ef svart­ari sviðs­myndir ræt­ast. „Tak­mörk eru fyrir hversu miklar skuldir fyr­ir­tæki geti tekið á sig án þess að það bitni á getu þeirra til að spyrna við fót­um. Því gæti líka verið nær­tækara að leggja áherslu á bein rík­is­út­gjöld eða nið­ur­fell­ingu skatta til að hjálpa fyr­ir­tækjum og sam­fé­lag­inu yfir erf­ið­asta hjall­ann, sem aftur kallar á meiri skuld­setn­ingu rík­is­ins til skemmri tíma.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent