Leggja til að fella niður allar launahækkanir þingmanna og ráðherra út kjörtímabilið

Þrír flokkar á Alþingi hyggjast leggja fram frumvarp þess efnis að tryggt verði að laun þingmanna og ráðherra haldist óbreytt út kjörtímabilið.

Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Auglýsing

Pírat­ar, Sam­fylk­ingin og Flokkur fólks­ins ætla að leggja fram frum­varp á næstu dögum en ef það verður sam­þykkt þá verður launa­hækkun þing­manna og ráð­herra þann 1. jan­úar síð­ast­lið­inn felld niður og laun þeirra þann 1. maí næst­kom­andi lækkuð til sam­ræmis við þá launa­hækkun sem þeir eiga rétt á frá 1. jan­úar 2020 til 30. apríl 2020.

Fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins er Hall­dóra Mog­en­sen, þing­flokks­for­maður Pírata, en hún stað­festir þetta í sam­tali við Kjarn­ann. Frum­varpið hefur enn ekki verið lagt fram en von er á að það verði gert sem allra fyrst.

Ef frum­varpið verður sam­þykkt verður tryggt að laun þing­manna og ráð­herra hald­ist óbreytt út kjör­tíma­bilið og þannig verður eins og umrædd 1. jan­ú­ar-hækkun hafi aldrei komið til.

Auglýsing

Frystu laun þing­manna, ráð­herra og hátt­settra emb­ætt­is­manna til ára­móta

Fram kom í fjöl­miðlum í lok mars að hækkun launa alþing­is­­manna, ráð­herra, ráðu­­neyt­is­­stjóra og æðstu emb­ætt­is­­manna sem hefði átt að koma til fram­­kvæmda þann 1. júlí næst­kom­andi yrði frestað til 1. jan­úar 2021.

Í októ­ber 2016 hækk­­uðu laun for­­­­­­­­seta Íslands, þing­far­­­­­­­­ar­­­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­­­manna og laun ráð­herra. Sam­­­­­­­­kvæmt úrskurði kjara­ráðs þá urðu laun for­­­­­­­­seta Íslands 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­­­­­­­­ar­­­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­­­manna 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­­­­­­­­sæt­is­ráð­herra að með­­­­­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­­­ar­­­­­­­­kaupi varð 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­­­­­­­arra ráð­herra að með­­­­­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­­­ar­­­­­­­­kaupi urðu 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun þing­­­­­­­­­manna hækk­­­­­­­­­uðu hlut­­­­­­­­­falls­­­­­­­­­lega mest við ákvörðun kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­­­­­­sent. Þessar launa­hækk­­an­ir, sem voru úr öllum takti við almenna launa­­þró­un, voru harð­­lega gagn­rýnd­­ar.

Þegar frum­varp um það sem ætti að taka við af kjara­ráði, sem var lagt niður 2018, var lagt fram þá var gert ráð fyrir því að fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra myndi fá heim­ild til að hækka laun kjör­inna full­­­trúa í júlí 2019 umfram þær hækk­­­­­anir sem hóp­­ur­inn hafði þegar feng­ið.

Laun þessa hóps áttu að hækka í fyrra­­sumar en því var þá frestað vegna lífs­kjara­­samn­ing­anna. Því verður launa­hækkun þessa hóps nú frestað annað árið í röð.

Launin hækk­uðu í byrjun árs 2020

Kjarn­inn greindi enn fremur frá því í byrjun apríl að laun alþing­is­­manna, ráð­herra, ráðu­­neyt­is­­stjóra og ann­­arra æðstu emb­ætt­is­­manna hefðu hækkað um 6,3 pró­­sent frá 1. jan­úar síð­­ast­liðn­­­um.

Laun þing­­manna munu við þetta hækka um tæpar 70 þús­und krónur og verða 1.170.569 krónur á mán­uði. Laun for­­sæt­is­ráð­herra hækka um 127 þús­und krónur á mán­uði og verða 2.149.200 krónur á mán­uði og laun ráð­herra munu hækka í 1.941.328 krónur á mán­uði, eða um 115.055 krónur á mán­uði. Til stendur að hækk­unin taki gildi þann 1. maí næst­kom­andi.

Þing­maður spurði Bjarna út í launa­hækk­an­irnar

Hall­­dóra spurði Bjarna Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma í fyrra­dag hvort ekki væri eðli­­leg og sjálf­­sögð krafa að falla frá launa­hækk­­unum þing­­manna og ráð­herra eins og staðan væri í dag.

Hann svar­aði og sagði að ekki væri verið að taka neina ákvörðun um launa­hækk­­­anir þing­­manna og ráð­herra núna. „Al­­þingi hins vegar tók ákvörðun fyrir bráðum ári síðan að fresta launa­hækkun sem átti að koma til fram­­kvæmda um mitt síð­­asta sumar til ára­­móta. Og í lögum stendur að laun þeirra sem hátt­virtur þing­­maður vísar til hafi hækkað 1. jan­ú­­ar,“ sagði hann.

Hann end­ur­tók að ekki væri verið að taka ákvörðun um þessi mál núna. „Nema þá að ég lagði til hérna fyrir þingið fyrir nokkru síðan að við myndum fresta hækk­­un­inni sem á að koma til fram­kvæmda núna í sumar um sex mán­uði. Það er þá í annað skiptið sem sú til­­laga kemur fram á einu ári að við frestum launa­hækk­­unum til þing­­manna sem hafa engar verið frá árinu 2016.“

Ráð­herra leiður á að ræða þetta mál í þing­­sal

Bjarni vakti athygli á því að á vef fjár­­­mála­ráðu­­neyt­is­ins hefði verið birt yfir­­lit yfir launa­­þróun þing­­manna, ráð­herra og æðstu emb­ætt­is­­manna og hefði hún verið sett í sam­hengi við launa­hækk­­­anir ann­­arra síð­­ast­lið­inn rúma ára­tug.

„Það er alveg aug­­ljóst af þeim sam­an­­burði, sem er sá sam­an­­burður sem var lagður til grund­vallar að sam­tali við vinn­u­­mark­að­inn á sínum tíma, að þing­­menn og ráð­herrar eru eft­ir­bátar ann­­arra þegar kemur að launa­hækk­­unum und­an­farin ára­tug.

En það sem ég er orð­inn leiður á að ræða þetta mál hér í þing­­sal. Að menn skuli ekki geta komið sér saman um það, yfir höf­uð, að finna eitt­hvað fyr­ir­komu­lag sem lætur þessa hluti ganga sinn vana­­gang yfir árin,“ sagði Bjarn­i.

Hann benti enn fremur að kjara­­dómur hefði verið lagður nið­­ur, sem og kjara­ráð og að það væri stutt síðan ákveðið hefði verið að festa við­mið í þessum efnum í lög. „En það er ekki einu sinni búið að fram­­kvæma eina ein­­ustu breyt­ingu á lög­­unum síðan þetta var ákveðið áður en menn koma hingað í þing­­sal og ætla að slá sig til ridd­­ara með því að taka málin upp að nýju.“

Bjarni Benediktsson til svara á þingi Mynd: Skjáskot/Alþingi

„Leið­in­­legur þessi orð­heng­ils­hátt­­ur“

Hall­­dóra svar­aði Bjarna og sagði að hún vildi geta sagt að henni þætti leið­in­­legt að hafa pirrað hæst­virtan fjár­­­mála­ráð­herra en að henni þætti „það bara ekk­ert leið­in­­leg­t.“

„Mér finnst leið­in­­legur þessi orð­heng­ils­hátt­­ur, að ég noti ekki rétt orð og það á ein­hvern veg­inn að lag­­færa það. Þetta snýr ekki að því hvaða orð maður not­­ar. Það stendur vissu­­lega í lögum að það eigi að vera launa­hækkun þing­­manna og ráð­herra 1. jan­ú­­ar. Ég veit vel að það hefur átt sér stað. Spurn­ing mín snýr hins vegar ekki að því,“ sagði hún og benti á að þetta væru ekki eðli­­legir tím­­ar.

Hún sagð­ist enn fremur vita að ráð­herra hefði ekki tekið ákvörðun um þessar launa­hækk­­­anir en að þau á Alþingi þyrftu samt sem áður að taka ákvörðun um það hvort þau ætl­­uðu að vera í sama báti og almenn­ingur eða hvort þau ættu að fá launa­hækk­­­anir á meðan aðrir fengju skerð­ing­­ar.

Svo hún spurði aft­­ur: „Hver er afstaða hæst­virts fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra til þeirrar kröfu að þing­­menn og ráð­herrar hækki ekki í launum á sama tíma og við stefnum bein­­ustu leið í djúpa efna­hag­skreppu? Eigum við ekki að vera í sama báti með öllum almenn­ingi í land­in­u?“

Taldi síðan um sann­­gjarna spurn­ingu að ræða

Bjarni kom aftur í pontu og sagði að hann vildi að ljóst væri að hann tæki enga ákvörðun um þessi mál og að hann hefði ekk­ert lagt til við þingið annað en það að fresta næstu launa­hækk­­un. Hann end­­ur­tók að það hefði verði þingið sem hefði tekið þá ákvörðun að hækka launin um síð­­­ustu ára­­mót.

Hann seg­ist aftur á móti telja um sann­­gjarna spurn­ingu að ræða hjá Hall­­dóru. „Hvað finnst mér um það að æðstu emb­ætt­is­­menn rík­­is­ins tækju á sig launa­skerð­ingar núna við þessar aðstæður til þess að sýna gott for­­dæmi og fylgja öðrum í sam­­fé­lag­in­u?“ spurði hann og svar­aði um hæl að honum fynd­ist það vel koma til greina.

„En það nýjasta sem við höfum reyndar gert í þessum efnum er að semja núna síð­­­ast við hjúkr­un­­ar­fræð­inga um launa­hækk­­an­ir, þar áður við sjúkra­liða og þar áður við BHM og önnur opin­ber stétt­­ar­­fé­lög. Á almenna mark­aðnum hefur þessi spurn­ing verið borin upp og af stétt­­ar­­fé­lög­unum var því hafn­að. Þannig að það er engin slík hreyf­­ing í gangi nema hvað snertir þá sem tapa stafi sínu og það er mjög alvar­­legt mál og þau mál erum við að ræða hérna í fjöl­­mörgum þing­­málum í þing­­sal. En mér finnst hins vegar vel koma til greina ef það tekst eitt­hvað alvöru sam­­tal um það að fara í launa­fryst­ingar eða lækk­­­anir þá ættu hinir opin­beru emb­ætt­is­­menn – þeir sem eru í æðstu stjórn rík­­is­ins – að leiða þá breyt­ingu, þá þró­un,“ sagði ráð­herr­ann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent