„Við erum bara hýslar, bara leiksvið fyrir veiruna“

Getur nýja kórónuveiran stökkbreyst og orðið hættulegri? Hún mun þróast en við getum haft áhrif á hvernig það gerist með því að fækka smitum. Þannig breytum við leiksviðinu og minnkum möguleikana á að hún stökkbreytist, segir Arnar Pálsson erfðafræðingur.

Arnar Pálsson erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands.
Arnar Pálsson erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands.
Auglýsing

Þegar orðin stökk­breyt­ing og kór­ónu­veiran eru að finna í sömu setn­ingu rennur sjálf­sagt mörgum kalt vatn milli skinns og hör­unds. ­Stökk­breyt­ing er eitt­hvað sem við heyrum í vís­inda­skáld­skap – orðið er ­gild­is­hlaðið og í hugum margra nei­kvætt. Fyrsta hugsun okkar gæti verið að ­stökk­breyt­ing geti ekki leitt neitt gott af sér.

 Svo það er skilj­an­legt að margar fyr­ir­spurnir sem ber­ast Vís­inda­vef Háskóla Íslands um þessar mundir snú­ist um einmitt þetta: Getur nýja kór­ónu­veiran stökk­breyst? Og ef svarið er já – getur hún þá orðið hættu­legri?

Vís­inda­menn Háskóla Íslands svara spurn­ingum sem ber­ast Vís­inda­vefnum af kost­gæfni og einn þeirra er erfða­fræð­ing­ur­inn Arnar Páls­son sem líkt og aðrir fræði­menn aflar sér stöðugt nýrra upp­lýs­inga um rann­sóknir á veirunni.

„Mér sýn­ist að fólk ótt­ist að veiran geti stökk­breyst og orðið svæsnari,“ segir Arn­ar. Hann er pró­fessor í líf­upp­lýs­inga­fræði og er staddur á skrif­stof­unni sinni í Öskju, nátt­úru­fræði­húsi Háskóla Íslands, þeg­ar hann flettir í gegnum rann­sóknir sem hann hefur nýlega lesið til að svara fyr­ir­spurn ­blaða­manns Kjarn­ans.

Auglýsing

Líf­upp­lýs­inga­fræð­i... hvað er það nú eig­in­lega?

„Líf­upp­lýs­inga­fræði er til­tölu­lega ný grein, svona ­tísku­orð,“ segir hann og hlær. Í grunn­inn er hann erfða­fræð­ingur og í störf­um sínum rann­sakar hann meðal ann­ars þróun teg­unda eins og bleikj­unnar hér­lend­is, ­gena­kerfi líf­vera og þar fram eftir göt­un­um.

Arnar situr í rit­nefnd Vís­inda­vefs­ins og hefur síð­ustu vikur svarað fjöl­mörgum spurn­ingum í tengslum við far­aldur kór­ónu­veirunn­ar. Fyrst og fremst spurn­ingum um mögu­legar stökk­breyt­ingar veirunnar sem virð­ast brenna mjög á fólki.

„Ís­lenska orðið stökk­breyt­ing er svo­lítið óþægi­legt og vek­ur ugg,“ segir hann um áhuga Íslend­inga á þessum þætti. „Margir virð­ast tengja það við vís­inda­skáld­sögur þar sem allt fer á versta veg. Mér finnst mjög mik­il­vægt að slá á þessa hræðslu og þess vegna hef ég svarað ítar­lega mörgum spurn­ing­um um stökk­breyt­ingar veira á Vís­inda­vefn­um. Af nógu þurfum við að hafa áhyggj­ur svo þessar bæt­ist ekki við.“

Kórónuveirur draga nafn sitt af útliti sínu.  Mynd: Shutterstock

Og svörin við algeng­ustu spurn­ing­unum eru: Já, veir­ur ­stökk­breytast, en nei, þær gera okkur ekki að upp­vakn­ingum með því að taka yfir­ heila­starf­sem­ina og leggja okkur orð í munn. En þær geta vissu­lega ver­ið hættu­leg­ar. Jafn­vel lífs­hættu­leg­ar.

Stökk­breyt­ingar eru hluti af nátt­úru­legum ferlum, útskýr­ir ­Arn­ar. „Menn eru með tug­millj­ónir stökk­breyt­inga en flestar þeirra hafa ekki skað­leg áhrif. Í hverri kyn­frumu sem við fáum frá móður eru tutt­ugu nýjar ­stökk­breyt­ingar og í hverri kyn­frumu frá föður eru þær enn fleiri. Ein­hverjar ­stökk­breyt­ingar geta verið slæmar en við þurfum samt ekki að vera hrædd við þær.“

Á end­anum nýt­ast sumar stökk­breyt­ingar okk­ur, til dæmis í því að gera ens­ímin okkar betri eða gera okkur þolin gagn­vart geisl­un. „­Stökk­breyt­ingar eru hrá­efni fyrir þró­un. Flestar sem eru algengar meðal manna hafa ekki nokkur áhrif á okk­ur, þær gera okkur ekki betri í lífs­bar­átt­unni en ekki verri held­ur.“

Vegna þess hve orðið stökk­breyt­ing er gild­is­hlaðið segir Arnar oft betra að nota orðið „erfða­breyti­leik­i“.

Veirur breyt­ast sér í hag

Í upp­hafi far­ald­urs­ins ríkti mikil óvissa. Veiran var ný og ekk­ert vitað um hvernig hún hag­aði sér. Snemma var ljóst að til voru ólík­ir ­stofnar af henni sem er þó ekki óvænt þar sem hún tekur stöð­ugum breyt­ingum á meðan hún ferð­ast manna á milli um allan heim. Það sem olli almenn­ingi ótta var að í fyrstu voru óljósar fregnir um að ólík afbrigði hennar virt­ust valda mis­al­var­legum sjúk­dóms­ein­kenn­um. „En miðað við þær rann­sóknir sem hafa ver­ið ­gerðar hingað til bendir ekk­ert til þess að svo sé,“ segir Arn­ar. „En það þýð­ir ekki að annað afbrigði af henni verði ekki til í fram­tíð­inni. Þá stendur eft­ir ­spurn­ing­in, verður hún þá hættu­meiri eða hættu­minni fyrir okkur mann­fólk­ið?“

Veiran mun þró­ast. Valið verður fyrir stökk­breyt­ingum sem eru henni best í hag. Henni er ekki sér­stak­lega annt um okkur – svo mikið er víst. „Við erum bara hýsl­ar, bara leik­svið fyrir veiruna. Þess vegna er svo ­mik­il­vægt að hafa í huga að allt sem við gerum breytir þessu leik­sviði. Ef við ­gætum að hrein­læti, forð­umst mann­marga staði og höldum fjar­lægð okkar á milli­, þá hægir það á fjölgun veirunn­ar. Hún á þá erf­ið­ara upp­drátt­ar, hefur færri lík­ama til að sýkja.“

Eitt það veiga­mesta í aðgerðum okkar er að fækka smitum því í hvert skipti sem veiran fjölgar sér þá getur hún stökk­breyst. „Og í hvert ­skipti sem hún gerir það aukast lík­urnar á því að breyt­ingar verði, sem eru henni sjálfri í hag. En opna spurn­ingin er, hvað er henni í hag?“

Að gæta að ítrasta hreinlæti dregur úr líkum á því að veiran fjölgi sér og þar með stökkbreytist. Mynd: EPA

Er betra fyrir veiruna að sýkja sem flesta og sem hraðast? Eða ­valda frekar langvar­andi sýk­ingu? Nú eða valda alvar­legri eða mild­ari sjúk­dómi? Í ljósi sög­unnar þá haga ólíkar veirur sér með mis­mun­andi hætti. Afleið­ing­ar ­sýk­ingar af þeirra völdum eru mis­jafn­ar. Þær geta valdið dauða eða þær geta ­valdið ein­kennum sem verða til þess að við­kom­andi veira á auð­veld­ara með að dreifa ­sér og fjölga. Þannig var til dæmis veiran sem olli stóru bólu. Margar bólur ­mynd­uð­ust á húð sýktra ein­stak­linga og þannig átti veiran greiða leið út úr einum lík­ama og í þann næsta. „Aðrar veirur velja mild­ari leið,“ segir Arn­ar. „Þær valda lang­vinnu kvefi en geta þá að sama skapi smitað yfir langt tíma­bil.“

And­inn er úr glas­inu

Og út frá fræð­unum er því að sögn Arn­ars nokk­uð ó­fyr­ir­sjá­an­legt hvaða leið hver veira fer. Þannig að það að fækka smitum manna á milli – með fjar­lægð og fleiri aðgerðum – breytum við kjör­lendi veirunn­ar. „En við getum ekki bara horft á þetta út frá Íslandi eða Evr­ópu,“ bendir hann á. „Í þessu sam­bandi skiptir máli hvað ger­ist alls staðar í heim­in­um. Ef við ­náum ekki taum­haldi á henni í fátækt­ar­hverfum eða flótta­manna­búðum þá mun þessi veira sveima um heim­inn og koma aftur og aft­ur.“

Og er ekki hætta á því, nú þegar veiruna er að finna um víða ver­öld?

„Sér­fræð­ingar í smit­sjúk­dómum hafa bent á að sé tölu­verð hætta á því,“ svarar Arn­ar. „And­inn er úr glas­inu, því mið­ur. Og hann er ekki ljúfur í lund.“

Þannig að saman tek­ið, eins og Arnar skrifar í svari sínu á Vís­inda­vefn­um:

  • Stökk­breyt­ingar geta haft jákvæð, nei­kvæð eða engin áhrif á þró­un­ar­fræði­lega hæfni ein­stak­linga.
  • Það er frekar ólík­legt að stökk­breyt­ingar leið­i til þess að nýja kór­ónu­veiran verði hættu­legri.
  • Ekki er ástæða til að hræð­ast stökk­breyt­ingar í veirunni sér­stak­lega því flest erfða­frá­vik eru hlut­laus.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent