Sárar minningar vakna á „holdsveiki-nýlendunni“

Enn einu sinni eru þeir einangraðir frá umheiminum, áður vegna holdsveiki en nú vegna COVID-19. Á árum áður skiptu þeir hundruðum en í dag eru þeir um tíu. Allir eru þeir aldraðir og völdu að dvelja áfram á eyjunni sem stjórnvöld neyddu þá til fara til.

Kalaupapa-skaginn og þorpið sem þar er enn.
Kalaupapa-skaginn og þorpið sem þar er enn.
Auglýsing

Þó að nátt­úran sé þar stór­brotin er það ekki hún sem fyrst og fremst varð til þess að Kalaupapa-­þjóð­garð­ur­inn á Hawaii var stofn­að­ur. Innan hans býr fólk – fólkið sem einmitt var ástæða þess að ákveðið var að frið­lýsa svæð­ið. Fólk sem var flutt þangað í ein­angrun gegn vilja sínum fyrir ára­tugum en valdi svo síðar þann kost að búa þar áfram.

Á Moloka­i-eyju í Hawai­i-eyja­kla­s­anum umkringja háir og brattir sjáv­ar­hamrar lág­lendan skaga. Skógi vaxin fjöllin bera mildri veðr­áttu eyj­unnar vitni. Á skag­anum er að finna þorp og þar býr um tugur manna sem á sér ákaf­lega sér­staka sögu. Allt var fólkið flutt nauð­ugt til eyj­unnar eftir að hafa smit­ast af sjúk­dómi sem í dag  kall­ast Han­sen-veiki betur þekkt sem holds­veiki.

Þetta eru þeir einu sem enn lifa og búa á eyj­unni af þeim þús­undum sem fluttar voru þangað í ein­angrun – eða öllu heldur skipað þangað í útlegð – allt frá síð­ari hluta nítj­ándu ald­ar. Allt var þetta gert á grund­velli sér­stakra laga sem áttu að hefta útbreiðslu holds­veiki á Hawaii. Og íbú­arnir sem fyrir voru á skag­anum og höfðu búið þar kyn­slóð fram af kyn­slóð, voru fluttir annað til að rýma fyrir sjúk­lingum holds­veik­i-ný­lend­unnar eins og hún var köll­uð.

Engir vegir liggja að skag­an­um. Þangað þarf að fljúga eða sigla. Þar er eng­inn lög­reglu­mað­ur, ekk­ert sjúkra­hús. Ef ein­hver þarf á lækn­is­þjón­ustu að halda þarf að fljúga með hann til ann­arrar eyju.

Auglýsing

Íbú­arnir eru aldr­að­ir, sumir á tíræð­is­aldri. Og því í hópi þeirra sem geta veikst hvað alvar­leg­ast af COVID-19. Því hefur verið gripið til þess ráðs að banna komur ferða­manna til Kalaupapa-­þjóð­garðs­ins. Líkt og ann­ars staðar í heim­inum hafa ferða­lög til Hawaii nán­ast lagst af en þó koma þangað nokkrir tugir ferða­manna í viku hverri og ein­hverjir þeirra höfðu hug á því að heim­sækja Kalaupapa.

Holds­veiki er smit­sjúk­dómur sem orsakast af bakt­eríu sem leggst sér­stak­lega á kald­ari svæði lík­am­ans svo sem fing­ur, tær, eyru og nef. Talið er að holds­veiki smit­ist við snert­ingu og með dropa- og úða­smiti. Sjúk­dóm­ur­inn leggst á taugar í útlimum og getur valdið til­finn­inga­leysi, krepptum vöðvum og löm­un­um. Nú er til auð­veld lækn­ing við holds­veiki en skemmdir á taugum og öðrum vefjum eru þó var­an­leg­ar. Tek­ist hefur að útrýma holds­veiki víð­ast hvar í heim­inum en hún er þó enn land­læg á vissum svæð­um, m.a. á Ind­landi.

Faðir Damien ásamt stúlknakór í Kalaupapa um miðjan áttundaáratug nítjándu aldar. Mynd: Wikipedia

Frum­byggjar Hawaii voru ein­angr­aðir í hund­ruð ára og þegar fólk af evr­ópskum upp­runa hóf að venja komur sínar þangað bar það með sér smit­sjúk­dóma sem lögð­ust þungt á eyja­skeggja. Talið er að holds­veiki hafi komið þangað um árið 1830. Á árunum 1865-1969, eða í tæpa öld, voru um 8.000 Hawai­i-­búar sem smit­ast höfðu af sjúk­dómnum fluttir nauð­ugir til Kalaupapa. Talið er að þegar mest lét hafi um 1.200 karl­ar, konur og börn verið þar sam­tím­is. Lang­flestir þeirra voru frum­byggjar og margir þeirra voru teknir frá fjöl­skyldum sínum ungir að árum. Yngsti sjúk­ling­ur­inn sem þangað var fluttur var fjög­urra ára.

Fólkið var lengi vel nokkuð eitt á báti og varð að bjarga sér. Það voru helst trú­boðar og frum­byggjar sem fyrir voru á eyj­unni sem réttu fram hjálp­ar­hönd.

Sífellt fleiri voru sendir til eyj­unnar og lífs­bar­áttan harðn­aði sam­hliða. Og þó að lækn­ing við holds­veiki hafi fund­ist og borist til Hawaii árið 1949 var það ekki fyrr en tveimur ára­tugum síðar sem ein­angr­un­ar­lög­unum hörðu var aflétt. Þá mátti fólkið sem hafði verið flutt á Moloka­i-eyju loks snúa aftur til síns heima.

Ótt­uð­ust úti­lokun

En margir ákváðu að vera um kyrrt. Það voru meðal ann­ars þeir sem höfðu dvalið þar í ára­tugi, þekktu ekk­ert annað og vildu gera eyj­una að sínu heim­ili til fram­tíð­ar. Aðrir höfðu misst allt sam­band við fjöl­skyldur sínar og höfðu að engu að hverfa ann­ars stað­ar. Það var líka hræðslan við úti­lokun og  áreiti sem varð til þess að margir töldu það skásta kost­inn að dvelja áfram á „ný­lend­unn­i“.

Næstu ár og ára­tugi fækk­aði fólk­inu á skag­anum ein­angr­aða smám saman og þeir sem eftir voru vildu halda sögu fólks­ins sem þangað hafði verið flutt til haga. Ákveðið var að leita til þjóð­garða­stofn­unar Banda­ríkj­anna og árið 1980 var Kalaupapa-skag­inn gerður að þjóð­garði vegna sögu sinn­ar.

Þjóð­garðs­verð­irnir í garð­inum hafa ann­ars konar hlut­verk en flestir kollegar þeirra ann­ars staðar í heim­in­um. Þeir safna m.a. sögum frá núver­andi og fyrr­ver­andi íbú­um. Þá ber þeim einnig að vernda hina fáu íbúa sem eftir eru og veita þeim þá þjón­ustu sem þeir þurfa.

Eng­inn mátti snerta þá

Á meðan lögin voru í gildi mátti eng­inn nálg­ast þá eða snerta. Á skag­anum var sér­stakt hús sem notað var til að sótt­hreinsa allt sem fór til og frá sjúk­ling­un­um.  Og eftir að fólkið hafði allt lækn­ast og lögin voru afnumin varð það áfram fyrir miklum for­dómum og mis­mun­un. Þar sem fólkið bar þess merki að hafa veikst varð það auð­veld­lega fyrir aðkasti.

Ára­tuga langa ein­angrun er erfitt að rjúfa. Að hafa orðið af snert­ingu í langan tíma hafði miklar afleið­ingar á líðan fólks­ins. Faðm­lög og handa­bönd hafa verið hluti af lækn­ing­unni síð­ustu ár. En núna, á tímum COVID-19, hefur orðið að láta af allri snert­ingu á ný. Þetta hefur vakið erf­iðar minn­ingar hjá íbú­unum sem hafa deilt sögum af ein­semd og mis­munun sem þeir urðu fyrir meira og minna allt sitt líf.

Grafreitur í Kalaupapa-þjóðgarðinum.

Á vef­síðu þjóð­garðs­ins má lesa reynslu­sögur margra þeirra sem fluttir voru á eyj­una. Einn þeirra greinir svo frá dvöl­inni þar sem lauk árið 1977:

„Þeir náðu mér í skól­an­um. Þetta var á Stóru-Eyju. Ég var tólf ára. Ég grét og bað um móður mína og fjöl­skyldu. En heil­brigð­is­yf­ir­völd voru ekk­ert að tvínóna við hlut­ina á þessum tíma. Þau sendu mig til Kalaupapa. Þangað sendu þau okkur flest. Flestir komu þangað til að deyja.“

Kona sem bjó á eyj­unni til loka átt­unda ára­tug­ar­ins lýsir sinni reynslu með þessum hætti:

„Ég var á Kalaupapa í þrjá­tíu ár. Ég mátti loks fara árið 1966. Móðir mín var enn á lífi svo ég skrif­aði henni og sagði að ég væri loks­ins læknuð og að ég gæti komið heim. Það leið langur tími þar til svar­bréf hennar kom. Hún skrif­aði: Ekki koma heim. Vertu á Kalaupapa.

Ég held að mamma hafi skamm­ast sín fyrir mig.“

Síð­ustu ár hafa ætt­ingjar þeirra sem fluttir voru til Kalaupapa komið þangað til að leita upp­lýs­inga um ást­vini sína. Nokkrir graf­reitir eru á skag­an­um. Um þús­und grafir eru merktar en stein­arnir eru flestir orðnir mjög veðrað­ir. Til að kom­ast til Kalaupapa þarf að fá sér­stakt leyfi. Þar er ekki stunduð fjölda­ferða­mennska. Þegar síð­asti íbú­inn fellur frá stendur mögu­lega til að hleypa þangað fleiri ferða­mönnum sem vilja fræð­ast um hina átak­an­legu sögu fólks­ins sem neytt var til að flytja þangað og svo þeirra sem gátu ekki hugsað sér að fara það­an. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent