Stjórnvöld í Noregi og Danmörku segir ekki hægt að opna landamæri landa sinna fyrir Svíum þar sem þeir séu á allt öðrum stað í faraldri COVID-19. Forsætisráðherrar landanna veggja tilkynntu í dag að frá miðjum júní verði landamæri milli ríkjanna opnuð fyrir ferðamönnum og í tilfelli Danmerkur einnig gagnvart Íslandi og Þýskalandi. Um varfærinskref er að ræða, að sögn forsætisráðherra Noregs, en að það sé nauðsynlegt til að eyðileggja ekki þann góðan árangur sem löndin hafa náð í sinni baráttu gegn útbreiðslu kórónuveirunnar.
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og Erna Solberg forsætisráðherra Noregs héldu blaðamannafundi samtímis í dag þar sem þær tilkynntu um fyrirhugaðar tilslakanir.
Í frétt Kjarnans í dag kom fram að þó að Íslendingar geti nú ferðast til Danmerkur ef þeir kjósa geti þeir ekki gist í höfuðborginni Kaupmannahöfn þar sem virk smit af COVID-19 eru flest í landinu. Þá verða ferðamenn að bóka að minnsta kosti sex nætur fyrirfram.
Ferðamenn frá Svíþjóð verða hins vegar að bíða enn um sinn áður en takmarkanir við landamæri til Noregs og Danmerkur verða opnuð. Mette Frederiksen sagði það skýrast af því að Svíþjóð væri á öðrum stað í faraldrinum en Danir og Norðmenn.
Yfir 4.000 hafa látist vegna COVID-19 í Svíþjóð sem er, að því er fram kemur í frétt New York Times, fjórum sinnum meira en samanlagður fjöldi allra hinna Norðurlandanna.
Utanríkisráðherra Svíþjóðar sagði fyrr í vikunni að það að skilja landið útundan er landamæri á Norðurlöndum verði opni yrði pólitísk ákvörðun en ekki byggð á vísindalegum grunni.