Breski listamaðurinn Banksy birti mynd á Instagram í gær þar sem hann tjáir sig um málefni svarts fólks en gífurleg mótmæli hafa einkennt bandarískt samfélag síðan lögreglumaður myrti George Floyd í lok maí. Á myndinni sést kertalogi brenna bandaríska fánann.
„Í fyrstu fannst mér að ég ætti bara að þegja og hlusta á svart fólk tala um þetta málefni,“ skrifar Banksy.
Hann spyr enn fremur af hverju hann ætti að þegja. Þetta sé ekki þeirra vandamál heldur hans.
Auglýsing
Þetta er hvítt vandamál
„Kerfið er að bregðast hörundsdökku fólki. Hvíta kerfið. Eins og brostin leiðsla sem lekur vatni inn í íbúð fólksins á neðri hæðinni. Þetta gallaða kerfi gerir líf þeirra hörmulegt, en það er ekki hlutverk þeirra að laga það. Þau geta það ekki – enginn hleypir þeim inn í íbúðina á efri hæðinni.
Þetta er hvítt vandamál. Og ef hvítt fólk lagar það ekki þá mun einhver þurfa að fara upp á efri hæð og sparka upp hurðinni,“ skrifar Banksy.