„Ég gerði öllum ljóst að það var mjög rangt að gera þetta“

Lars Calmfors, sænskur hagfræðiprófessor sem var ritstjóri fræðatímaritsins NEPR, mótmælti afstöðu íslenska fjármálaráðuneytisins til Þorvalds Gylfasonar. Hann segir pólitískar röksemdir ekki eiga að hafa nokkur áhrif á ráðningu í stöðuna.

Lars Calmfors (t.v.) er prófessor við Stokkhólmsháskóla og var síðasti ritstjóri NEPR. Hann segir það hafa verið rangt af íslenska fjármálaráðuneytinu að hafna því að Þorvaldur yrði ráðinn í stöðuna.
Lars Calmfors (t.v.) er prófessor við Stokkhólmsháskóla og var síðasti ritstjóri NEPR. Hann segir það hafa verið rangt af íslenska fjármálaráðuneytinu að hafna því að Þorvaldur yrði ráðinn í stöðuna.
Auglýsing

„Jafn­vel þó það væri rétt að hann væri for­maður stjórn­mála­flokks þá hefði það ekki átt að hafa nein áhrif,“ segir sænski hag­fræði­pró­fess­or­inn Lars Calm­fors, um mál Þor­valds Gylfa­son­ar, sem íslenska fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið sagð­ist ekki geta stutt í stöðu rit­stjóra sam­nor­ræna fræða­tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Review (NEPR) í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um.

Lars Calm­fors var rit­stjóri NEPR frá 2017 og þar til síð­asta haust og mælti hann sjálfur með því að Þor­valdur yrði eft­ir­maður sinn í starfi. Hann er pró­fessor við Stokk­hólms­há­skóla og hefur meðal ann­ars setið í Nóbels­nefnd­inni í hag­fræði, verið ráð­gjafi í sænska fjár­mála­ráðu­neyt­inu og veitt rík­is­fjár­mála­ráði Sví­þjóðar for­mennsku á löngum ferli sín­um.

Calm­fors segir að póli­tískar skoð­anir eða stjórn­mála­þátt­taka fræði­manna eigi ekki að hafa áhrif á fram­gang þeirra í akademísk störf og seg­ist hafa mót­mælt þeirri afstöðu sem Ólafur Heiðar Helga­son, sér­fræð­ingur íslenska fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, setti fram í tölvu­pósti 11. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. 

Í póst­inum sagði að Þor­valdur þætti of pólítískt virkur að mati ráðu­neyt­is­ins til að við­eig­andi væri að hann yrði næsti rit­stjóri tíma­rits­ins. Einnig var farið með rang­færslur um stjórn­mála­þátt­töku hans, eins og fjallað hefur verið um í Kjarn­anum í vik­unni.

Auglýsing

Sænski pró­fess­or­inn segir að aðrir í nor­ræna stýri­hópnum sem tekur ákvörðun um ráðn­ingu rit­stjóra NEPR, full­trúar nor­rænna fjár­mála­ráðu­neyta, hafi einnig verið óánægðir með þá afstöðu íslenska ráðu­neyt­is­ins að hafna Þor­valdi á grund­velli stjórn­mála­þátt­töku hans.

Hrein­skiptar umræður á fundi eftir að afstaða Íslands varð ljós

Fundur var hald­inn hjá stýri­hópnum skömmu eftir að afstaða Íslands um að hafna Þor­valdi lá fyrir og segir Calm­fors að þar hafi farið fram hrein­skiptar umræð­ur. 

„Ég gerði öllum ljóst að það var mjög rangt að gera þetta. Við getum ekki látið póli­tískar rök­semdir hafa áhrif, þetta er akademískt starf,“ segir pró­fess­or­inn og bætir við að á þessum fundi hafi full­trúi frá íslenska ráðu­neyt­inu játað munn­lega að hafa farið með rang­færslur um Þor­vald. 

Þessi umdeilda afstaða Íslands til Þor­valds setti nor­ræna stýri­hóp­inn í nokkurn vanda, enda er það hefð þar inn­an­borðs að öll nor­rænu ríkin þurfi að kom­ast að sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu um ráðn­ingu rit­stjóra NEPR.

Þó að svo sé var starfs­maður Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar búinn að bjóða Þor­valdi starfið og Þor­valdur búinn að sam­þykkja starfstil­boð­ið. En afstaða Íslands varð þess vald­andi að aft­ur­kalla þurfti ráðn­ingu Þor­valds þann 13. nóv­em­ber. Þor­valdur leitar nú réttar síns, enda telur hann ráðn­ing­una góða og gilda.

Kjarn­inn hafði í gær sam­band við And­ers Hed­berg, starfs­mann Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar sem gekk frá ráðn­ingu Þor­valds og spurði af hverju Þor­valdi hefði verið gert starfstil­boð fyrst ekki var komið sam­róma sam­þykki í nor­ræna stýri­hópn­um. 

Hed­berg svar­aði því til að allar „fyr­ir­spurnir og kröf­ur“ vegna máls­ins ættu að bein­ast til fjár­mála­ráðu­neyt­anna fimm sem hafa veg og vanda að útgáfu NEPR, enda bæru þau ábyrgð á ráðn­ing­unni. Haft var eftir sama manni í kvöld­fréttum RÚV í gær að hann vissi ekki um nein önnur dæmi þess að fjár­mála­ráðu­neyti hefðu sett sig upp á móti ráðn­ingu í rit­stjóra­starf­ið.

Vildu hvorki ráða Dana né Svía

Svo spólað sé aðeins til baka, þá var tíma­rit­inu sem um ræðir komið á lagg­irnar árið 2009 undir hatti Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­inn­ar, en það á þó rætur sínar að rekja til sænsks tíma­rits sem hét Swed­ish Economic Policy Revi­ew, sem Calm­fors sjálfur kom að því að stofna á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar.

Fyrstu árin voru rit­stjórar NEPR ráðnir árlega til þess að hafa umsjón með efn­is­tök­un­um, eftir því hver þau voru, en það skipu­lag gaf ekki sér­lega góða raun, að sögn Calm­fors. Því var ákveðið að byrja að ráða yfir­rit­stjóra til þriggja ára í senn til þess að betri yfir­sýn feng­ist yfir útgáf­una.

Fyrstur í röð­inni var danskur hag­fræð­ing­ur, Torben And­er­sen, sem starfar við Árósa­há­skóla. Hann var ráð­inn var í starfið frá 2014 til 2017. Þá tók Calm­fors sjálfur við og þegar leit hófst að eft­ir­manni hans síð­asta haust var vilji til þess að reyna að láta rit­stjóra­stöð­una ganga á milli land­anna og hvorki ráða Svía né Dana í starfið að þessu sinni. Búið var að reyna að fá bæði finnska og norska fræði­menn í starf­ið, án árang­urs, segir Calm­for­s. 

Þá var reynt að finna Íslend­ing og stakk Calm­fors upp á Þor­valdi, sem hann hafði haft kynni af, en Þor­valdur starf­aði um langt ára­bil sem rann­sókna­fé­lagi við Stokk­hólms­há­skóla. Calm­fors taldi hann hæfan til þess að taka rit­stjóra­hlut­verkið að sér og seg­ist hafa mikið álit á honum sem fræði­manni. En afstaða íslenska ráðu­neyt­is­ins til Þor­valds varð síðan ljós og á end­anum varð nið­ur­staðan sú að áfram verður Svíi sem stýrir NEPR. 

Harry Flam hefur verið ráð­inn sem yfir­rit­stjóri til næstu þriggja ára, en sá starfar með Calm­fors við Alþjóða­hag­fræði­stofnun Stokk­hólms­há­skóla. Calm­fors segir að nýi rit­stjór­inn hafi heyrt af afstöðu Íslands til ráðn­ingu Þor­valds áður en honum sjálfum var boðið starf­ið.

„Ég held að hann hafi ekki verið ánægður með að heyra af því sem átti sér stað,“ segir Calm­fors.

Vonar að svipað gæti ekki átt sér stað í Sví­þjóð

Blaða­maður spyr hvort hann telji mögu­legt að sænsk stjórn­völd myndu leggj­ast gegn ráðn­ingu þar­lends fræði­manns í þessa stöðu, eða svip­aða, vegna póli­tískra skoð­ana eða stjórn­mála­þátt­töku umrædds fræði­manns, eins og íslenska ráðu­neytið gerði í til­felli Þor­valds.

„Ég vona að það sé ómögu­legt, en ég myndi þó ekki segja að ég væri 100 pró­sent vis­s,“ segir Calm­for­s. Hann bætir við að það flæki málin að Nor­ræna ráð­herra­nefndin sé þegar allt kemur til alls póli­tísk ein­ing, sem hafi umsjón með útgáfu fræða­tíma­rits sem hafi það yfir­lýsta mark­mið að birta rann­sóknir sem geti nýst nor­rænu ríkj­unum við opin­bera stefnu­mót­un.

„Það er mjög sér­stakt, flest fræði­rit eru gefin út með sjálf­stæð­ari hætt­i,“ segir Calm­fors.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal